Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1928, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1928, Blaðsíða 4
356 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hans, landstjórirm í Herzegóvínu, Potierik og hjá ökumanninum sit- ur eigandi bílsins, Harrack greifi. Fylgdarliðið hefir skift sjer niður í þrið'ja og fjórða bílinn. Mannfjöldinn vex og húrrahróp- in verða þróttmeiri. Erkihertogan- um er íagnað á ysta hjara síns víðlenda ríkis. Við hlið hans situr kona hans og hann finnur þakk- látssemi hennar að vera hylt sem keisaradrotning. Hann lætur hríf- ast uin stund; margra ára óskir eru að rætast. Þau nálgast ráð- húsið. Skyndilega heyrist hvellur af skoti. Klukkan er hálf ellefu. — Lítil sprengja lendir í næstsíðasta bílnum, veltur niður og liggur á götunni. Þegar síðasti bíllinn er um það bil að komast framhjá, springur hún með miklum hvelli, svo sem skotið væri af fallbyssu. Allir hílarnir nema stað'ar. Tveir liðsforingjar úr fylgdarliðinu eru særðir. Erkihertoginn skipar líf- lækni sínum að hjálpa hinum særðu. Yfirliðsforinginn, sem er hættulega særður, er fluttur til sjúkrahússins. Á meðan þessu fer fram fleygir tilræðismaðurinn sjer í Miljatjka-fljótið. Menn .veita honum eftirför og hann er tekinn höndum hinumegin fljótsins. — Hann er austurrískur Serbi, ung- ui prentari að nafni Jabrinovitsj. Bíllinn, sem fyrir sprengjunni varð, er nokkuð skemdur og ann- ar fenginn í hans stað. Eftir 10 mínútna töf er förinni lialdið á- fram. Erkihertoginn er þögull. Nú er komið’ til ráðhússins og borgarstjórinn tekur á móti gest- unum. Hertoginn er reiður. „Hjer er tekið á móti gestum með sprengikúlum!“ segir hann. Eng- inn svarar. Hálf utan við sig af hræðslu heldur borgarstjórinn ræðu sína. Áheyrendum fatast að hlusta. Þegar erkihertoginn byrjar svarræðu sína, finnur hann, að rödd hans skelfur og með erfiðis- munum tekst honum að sýnast nokkurn veginn rólegur. Kona hans tekur á móti frúm nokkurra oddborgara. 011 er þessi viðhöfn hlægileg, Hjer hafa hin tignu hjón lagt líf sitt í hættu til þess eins að hlusta á nokkrar fáránlegar ræður í þessu loftlága Jiúsi, sem til hátíðabragðs er skreytt fáeinum veggtjöldum og ábreiðum. Hinir tignu gestir fara út úr ráðhúsinu. Mannfjöld- inn er nú orðinn æstari, og húrra- hrópin kröftugri. Harrack greifi spyr landstjórann: „Hefir yðar velborinheit ekki sjeð um, að hans konunglega há- tign nyti verndar hersins meðan hann er í borginni?“ „Haldið þjer, herra greifí,“ svar- ar landstjórinn, „að' Serajevo sje morðingjabæli?“ Hann heíir enga hugmynd um það, liversu mörg mannslíí þessi vanræksla hans muni kosta. * Erkihertoginn er náfölur og veitir æ örðugra að hafa vald yfir sjálfum sjer og lýsir því nú yíir, að hann óski, að dagskránni sje breytt. Hann vill þegar í stað fara til spítalans til þess að vita, hvern- ig hinum særðu líður, en kona hans skal halda áfram til stjórn- arráðshússins, þar sem morgun- verðurinn bíður þeirra. En hún vill endilega fylgjast með honum og þegjandi gefur hann samþykki sitt til þess. Til varúðar er önnur leið valin en sú, sem ákveðin liafði verið. Harrack greifi vill gjarnan votta samúð sína og býðst til þess að halda vörð á vagnþrepinu við hlið erkihertogans. En hertoginn hiðst undan og óskar að vera í næði. Nú halda bílarnir aftur á stað í sömu röð, en aka þó nokkru hrað ara en áður. Mannfjöldinn hefir vaxið. Húrrahrópin kveða við frá þúsundum munna: „Zivio, Zivio.“ Af misgáningi snýr fremsti híllinn inn í Franz Jósefs götu.Yagnstjór- inn í næsta bílnum fer á eftir, en landstjórinn kallar til hans, að það sje skökk leið. Hægir hílstjór- inn þá ferðina til þess að beygja við. í sama vetfangi heyrast tvö slcot frá gangstjettinni hægra meg- in. Enginn virðist særður. Land- stjórinn stekkur út og skipar öku- manninum að fara aftur á bak, til þess að komast á rjetta leið. Hin snögga hreyfing veldur því, að erkihertogafrúin fellur í fang manns síns. Landstjórinn heyrir þau bæði segja nokkur orð. En einmitt í þessum svifum verður honum það ljóst, að eitthvað alvar- legt liafi komið fyrir. Erkihertogafrúin situr þó enn uppi. Hirðmennirnir koma hlaup- andi. Enginn heldur að hertoginn hafi orðið fyrir tilræðinu og kona

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.