Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1928, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1928, Blaðsíða 3
LESfiÓK MORGUNBLAÐSINS 355 til Hafnar 1611 og 1613, kvæða- bck (ljóðasafn) sjera Einars Sig- urðssonar í Heydölum o. m. fl„ alt gersamlega glatað. 011 handrit Arna af Sæmundar- eddu brunnu, en naumast hafa það verið sjerlega dýrmæt handrit eða óöætanleg. Meira tjón var að því, að frumrit flestra eða allra ís- lenskra annála frá 17. öld hrunnu hjá honum. NefQÍr hann (í brjef- inu til sjera Jóns í Hítardal) ann- ála Björns á Skarðsá, sjera Gunn- laugs í Vallholti, sjera Sigfúsar Egilssonar, Halldórs Þorbergsson- ar, sjera Jóns Arasonar í Vatns- firði, sjera Halldórs Teitssonar í Guíudal, Jóns Sigurðssonar í Kára nesi, sjera Þorleifs Kláussonar á Utskálum og Odds Eiríkssonar á Fitjum. Af þessum annálum eru nú þrír algerlega glataðir (sjera Sigfúsar (á latínu), sjera Hall- dórs í Gufudal og sjera Þorleifs Kláussonar) einn (Jóns í Kára- nesi) mun að mestu leyti enn til í heilu lagi í afskrift og ein afskrift af Annálabók Odds á Fitjum fyrir nokkrum árum fundin a^ mjer, og nú byrjað að prenta þann annál. Hinir ann- álarnir eru enn til í nokkrum af- skriftum, en enginn í frumriti, nema annáll sjera Jóns Arasonar. Iljer er því um allmikið tjón að ræða í þessari grein að ótöldu því, sem áður er á minst, æfiat- riða annálahöfundanna eftir Arna, tr eflaust hefir verið' mikið á að græða. Hjer verður nú ekki farið lengra út í þessi efni, þótt kostur væri, því að þetta er orðið lengra mál, en jeg hafði ætlað í fyrstu, og eflaust leiðinlegt aflestrar fyrir alian þorra lesenda Lesbókarinn- ar. Jeg vil aðeins geta þess, að margir hafa efast um, bæði Guð- brandur Vigfússon, Kaalund o. fl., að frásögn Fiftns biskups (í Kirkjusögu hans) sje rjett, að tæp- lega Ys hluti af hinu upphaflega safni Árna hafi bjargast úr eld- inum, þótt liann hafi allsterk orð um að hann hermi þar full sannindi sem nákunnugur safninu áður, en jafnvel þótt miðað sje við alt safn hans, bæði prentaðra bóka og liand rita, hygg jeg eins og fleiri, að þessi frásögn Finns sje orðum aukin, og að hjer um bil helming- ur handrita safnsins hafi bjargast mundi vera nær sanni. En þótt íslensk sagnfræði hafi beðið all- mikið tjón við þennan mikla Hafn- arbruna fyrir 200 árum, þá mun hín engu minna tjón beðið hafa við brunana alla í Skálholti 1309, 1532, og 1630, ekki síst við hinn síðasta, því að bæði var Oddur biskup fræðimaður og hafði mörgu víða að sjer viðað, að ótöldum öll- um embættisbókum hans, er þar liafa farist. Hann lifði heldur ekki lengur en 10 rnánuði eftir þann bruna, en Árni Magnússon rúma 14 mánuði eftir Hafnarbrunann. (Hann dó 7. jan. 1730. I brjefinu til í Serajevo er sól og sumar. — Götur bæjarins eru fullar af fólki og hin lágu hús til beggja handa baða sig makindalega í sólarhitan- um. Himininn er heiður og blár. Alstaðar eru bosniskir bændur á ferli, klæddir marglitum hátíða- búningi. Þeir una sjer vel úti í sólskininu í borginni. Þeir eru komnir langt að til þess að fagna hinum erlenda ríkiserfingja, sem á að taka við stjórn og forsjá landsins innan skamms. Það er tvöföld hátíð þennan dag. Það er hátíð hjá íbúum Bosn- íu, því að í dag er ríkiserfingi Austurríkis væntanlegur sem gest- ur þjóðarinnar. Hjá Serbum er minningadagur — það eru einmitt 500 ár síðan forfeður þeirra dóu hetjudauða í hinni frækilegu or- ustú við Amdelfeld. Ósigur biðu þeir að vísu, en ljetu niðjunum eftir fagurt dæmi. Þennan dag breimur frelsisvonin í hjörtum serbneskra ættjarðarvina. í augum þessara manna er koma ríkiserfingjans einskonar ögrun og koma konu h«ns vekur tals- verða gremju, því að liún hefir enn eigi verið viðurkend til fulls í sjálfri Vínarborg. Fyrir aðeins 2 árum höfðu austurrískir stjómar- herrar rænt hjeruðunum Bosníu og Herzegóvínu, sem voru hold af þeirra holdi, með kænsku og undir- Orms sýslumanns, 2. júní 1729, kemst Árni meðal annars svo að' orði: „Mestur partur af því, sem mjer var til gleði og gamans, er burtu. Er svo ekki annað til baka en búa sig til góðrar heimferðar og leitast við að gleyma þessum veraldarhjegóma, því alt er þotta re vera ekki annað, þegar menn fá stundir að gæta þar að.“) — Hafa báðir tekið sjer mjög nærri svo rnikla törtíming margra dýr- mætra hluta og sú reynsla stytt aldúr þeirra. Á allraheilagramessu 1928. Hannes Þorsteinsson. ferli.Málaflutningsmenn og stjórn- málamenn liafa sagt bændunum frá þessu og þjóðernistilfinning þeirra er vakin gegn erlendu valdi. Lögreglnstjórinn hugsar mn það', hve margir gestir sjeu í borginni í dag. En þar sem heimsóknin á að vera með fullu hernaðarsniði, er hernum falið að annast líf og öryggi gestanna, lögregluþjónarn- ir, 150 að tölu, eiga aðeins að gegna sínu venjulega starfi að lialda reglu á götunum. „En það er undarlegt,11 hugsar lögreglu- stjórinn með sjer, „hve fáir lier- menn sjást. Það er einkennilegt, að ráðherrann í Vínarborg skuli ekki hafa gert meiri ráðstafanir til undirbúnings. Þar sem land- stjórinn hefir ekki gefið mjer neinar sjerstakar fyrirskipanir, á jeg ekki svo gott með að fylla göturnar af hermönnum. Erkiher- toginn kemur hingað með konu sinni. — Klukkan er orðin tíu. — Þau hljóta að fara að koma.“ Brátt koma fjórir bílar akandi gegnum útborgina. I fjarska kveða við húrrahrópin: Zivio, Zivio, með fjörlegum hreim, en ekki mjög þróttmikil. Nú kemur hópurinn inn í aðalgötuna. í fremsta vagnin- um er borgarstjórinn og annar háttsettur embættismaður, í næsta vagni er erkihertoginn og kona —■——-— Upptfik heimsstyrjaldarinnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.