Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1928, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1928, Blaðsíða 6
70 LESBÓK MOBflUNBLAÐSINS Lofgerð nm andlitslilnn. Eftir DauÖelaire. Flestar bábyíjur í skoíStínum manilít á hihii fagt'a eígö i'ót sína að rekjq í tiliiikenningar lÍ. aldar tím hið sið- Íega. Á þeirn tímum var flátttrt'atl tal- in iindii-staða, típpspfetta og ímytíd nlls sehr golt var og alls sem fagrtrt var. Én ef vjer virðmtí fvrir oss blátt áfíam hinn sfnilega heim og reynsiu állra alda, þá sjátím vjef að náttikr- fiti kennir okkur ekkert, eða því sem hœsii éfefeeít, Jr. e. a, að húfi neiyðiT méiinina til þess að sofa, drekka, rtíat- ast og verjast, eftir föngum, óþægínd- um veðurfarsins. pað er líka hórt sétrt kemur manninum til þess að drepa riá- unga ainn, jeta hann, fjotra harin, pynda hann; því að þegar nauðsynj- um og þörfum sleppir og við teknr veröld óhófs og skenrtanar, þá vísar náttúran ekki manninum á annað en glæpina. pað er þessi óskeikula nátt- úra sem hefir kent mönnunum for- eldramorð og mannakjötsát og þúsund nðrar andstygðir, sem vjer blygðumst oss fyrir að nefna. pað er heimspek- in, það eru trúarbrögðin, sem bjóða qss að ala önn fyr’r fáfækum og heilsuþrotnum foreldrum. Náttúran (sem ekki er annað en rödd hagsmhna vorra), skipar oss að stytta þeim ald- nr. Lítið yfir og rek.jið sundur alt sem er náttúrlegt, öll verk og allar hneigð- ir og þrár; hins frumlega náttúru- rnanns, — vjer rekumst þar ekki á neitt annað en viðurstygð. Alt sem er fagurt og göfugt er árangur af íhugun og ásetningi. Grlæpahneigðin er manndýrinu ásköpuð í móðurkviði, hún er í upphafi náttúrleg. En dygð- in er það ekki, hún er óeðlileg, yfir- náttúrlegs eðlis, því að á öilum öldum og með öllum þjóðum hefir þurft guði og spámenn til þess að kenna hana mannkyni með dýrslegt eðli, og mað- urinn var þess ómáttugur að uppgötva hana einn. Syndin er framin áreynslu- iaust, að örlögum og eðlinu samkvæmt. D.vgðin er altaf ávöxtur iistar. t heimi hins fagra á iíka við alt sem jeg hefi um það sagt, hve náttúran er óholl- ráð í siðlegum efnum, og um að þar væri ílrugun mannsins hinn sanni frelsari og leiðtogi. Jeg hlýt því að líta svo 'á, að skartgripir beri vott um göfgi mannlegs anda á frumlegu stigi. pær þjóðir, sem vor ruglaða og spilta siðmenning nefnir villimenn, með blátt áfram hlægilegum hroka og í velþóknanlegum sjálfsþótta, þær skilja, jafn vel og börnin, að búning- urinn á sjer svip, háandlegs eðlis. Yilli- maðurinn og barnið sanna óafvitandi, að sál þeirra er ekki efnislegs eðlis, með einfeldningslegri hneigð sinni að skartlegum hlutum og skínandi, að tnarglitu fjaðurskrauti, að ljómapdi og glífrandí efnum, að hinni háleitu tign listíænna forma. Tískuna ber þvr að skilja sem vott þeirrar fegurðarkendar, sem tekur sig upp vfír alt það, sem hið náttúrlega líf hríigar ínn í heiia mannsins af jarðnesktrm óþverra, sem himinkynj- uða uminyndnn náttúrunnar, eða ölln heldur sem stöðuga og hægfafa til- raun til þess að móta npp og- fegra náttúrtína. pess régna ern allir tískn- búningar sfeemtilegír, það er að segja í vissrim skilningi, því að hver ný tíska er riý fegurðar-tilraun, sem tek- ist hefir ýmist befur eða miðtfr, ný til- raun tíl þess að nálgast hugsjón, sem stöðugt íaðar og Íokfear hínn órólega anda mannsíns. Éf menn ætla að skilja tískubuftitígfl ýftrsra tíma, þá má elrki líta á þá sem dattða hluti. Vjer verðum að ímynda oss að hinar fögru konur sem báru þá, gæðí þá lífi og svip. Fyr en það má takast, verður ekki andi þeirra skilinn til fulls. Konan á fullan rjett á því, að leit- ast við að sýnast töfrandi og yfir- náttúrleg, — það er jafnvel skylda hennar. Hún á að vekja furðu, hún á að hrífa. Hún er átrúnaðargoð, hún á að skreyta sig til þess að vekja að- dáun. Hún á að læra af öllum listum með hvaða göldrum hún geti hafist yfir náttúruna, til þess að fá betur sigp-að hjörtun og slegið hugina undr- un. pað skiftir engu, þó að brögðin og listirnar sjeu öllum kunnar, ef þær aldrei missa marks og áhrifin eru alt- af vís. I þessum skilningi á skyldum og rjetti konunnar sjer listamaður, sem heimspekilega hugsar, fullgilda rjettlæting alira þeirra ráða, sem kon- lir allra alda hafa neytt til þess að varðveita og göfga hina hverfulu feg- urð sína. pessi ráð eru óteljandi. En svo að jeg nefni eitt, andlitslitun, sem hreinskilnir heimspekingar hafa bann- fært í einskærri smámunasemi, — hver sjer ekki að notkun andlitsdufts hefir þann. tilgang og þann árangur, að leyna þeim blettum, sem náttúran í ósvífni sinni hefir slett á hörundið, að breiða yfir hrufur og ójöfnur og fá andlitinu eining í litarháttinn, — eining, sem gerir mannlega veru svip- nða líkneski, það er, æðri og guðdóm- legri veru ? Um svarta litinn, sem lyk- ur um augun, og rauða litinn á kinn- unum, er það að segja, að þó að not- kun þeirra iita sje sprottin af sama vilja til þess að taka náttúrunni fram, þá eru áhrif þeirra öll önnur en dufts- ins. Rautt og svart eru litir lífsins, yfirnáttúrlegs og magnaðs lífs. Svarti liturinn á hvörmunum gerir augnaráð- ið dýpra og einkennilegra, augað fær errji skýrari svip, glugga ?em veit út Asquith. Seinasta mvndin, sem tekin var af Asquith lávarði. að firnindum tilverunnar. Rauði litur- inn, sem setur heitan blæ á vangann, gerir ljós augans sterkara og setur á fagurt kvenandlit svip dularfullrar ástríðu hofgyðjunnar. Af þessu er ljóst, þeim sem skilur mig rjett, að ekki ber að nota and- litslitun í þeim smánarlega og rudda- lega tilgangi, að stæla hið fagra í nátt- úrunni og keppa við æskuna. Annars hefir verið bent á það, að þau ráð, er konur nota til þess að fegra sig, koma ljótu kvenfólki að engu haldi, að þau dr.ga ekki nema fögrum konum einum. Og hver dirfist að ætla listinni hið ófrjóa hlutskifti, að stæla náttúruna? Konur eiga ekki að reyna að leyna því, að þær liti andiitið, komast hjá því að menn renni grun í það. pað gerir ekkert til þó að litunin segi til sín, það á að nota hana tilgerðarlaust, en hreinskilnislega. Jeg læt mig engu skifta þó að þeir menn hlæi að hugleiðingum mínum og saki mig um hátíðlega einfeldni, sem eru of þungir í vöfum, til þess að geta leitað hins fagra jafnvel í smæstu fyr- irbrigðum. Hinn strangi dómur þeirra lætur mig ósnortinn. Jeg læt mjer nægja að leggja mál mitt undir sanna listamenn og í dóm þeirra kvenna, sem fengið hafa í vöggugjöf gneistAaf þeim heilaga eldi, sem þær mcmdu óska að varpaði um þær ljóma sín- um, frá hvirfli til ilja. (Úr ritgerð Baruielaire’s: Le pein- tre de la vie moderne. H. A. þýddi.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.