Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1928, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1928, Blaðsíða 2
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6'6 fjöllin taka þar við af Suður- landsundirlendinu.“ Og hann er ekki neitt efagjarn um Alpvers- nafnið, eða sannleik sinna orða, því hann segir líka: ,,Ölfus(!) hafa margir spreytt sig á til einskis," o. s. frv. (Blanda II. 280). Sami höf. fullyrðir þar margt fleira ótrúlegt. Set jeg hjer annað sýnishorn, í tvígildu andmæla skyni: Drepstokkur* ** á Eyrarbakka „merkir víst blátt á- fram mylnustokkur, bunustokk- ur,“ af því hann „þiggur nafn af stríðum straum“. Hallaleysið á þessum stað sannar þó, að þar gat aldrei verið mjög stríður straumur. Og þó eru enn minni líkur til þess, að þar hafi nokk- urntíma verið kornmylna. Ekki finnast líkindi — því síður sönn- un — fyrir kornyrkju á Eyrarb. vestanverðum. I>órólfur Loftsson gamla, flutti „mjölsekki" á Eyrar (og alt fram á 18. öld var yfir- leitt flutt til landsins mjöl, en ekki rúg ómalað. Síðla á 18. öld var farið að höggva hjer kvarnir — auk aðfluttra — og byggja mylnur). Meðan Herjólfur var á Drepst. (sá er síðar bygði Herj- ólfsnes á Grænlandi), var Bjarni sonur hans annan vetur með föð- ur sínum,.en annan í Noregi, og hefir þá sennilega flutt meira hijöl en þeim feðgum nægði. Hitt leiðir af hallaleysinu, að um stórflæði hefir Drepstokkur drepið vatni á dreif inn á engj- arnar. Ef stokkurinn hefir þá — — eins og leifar hans nú — haft útfall í Ölfusá, verið mjór og djúpur, með þurrum bökkum vlð ána, þá hefir þar verið á- kjósanlegt afdrep og vetrarlægi fyrir hafskip þeirra feðga. Ölfoss. Dregið af silfurtæru fossunum í Soginu — sem þá hef- ir átt sama nafn og áin sjálf — það er þó miklu líklegri tilgáta (dr. F. J.) en hinar fyrnefndu. Possarnir gátu vel mint á freyð- andi öl; ]>á ekki síst, þegar land- námsmenn urðu að svala þorsta sínum á blöndu eða blávatni, eft- ir allan ölflauminn í öðrum lönd- um. Þó er Sá ljóður á ráðning * Fram yfir aldamótin 1200, hdd'- nr bærinn þessu nafni. Síðan breytist það í Rekslokk og loks í Refstokk. þessari, að ekki finst ritað Öl- fors, eins og rjett er stáfsett, og alment var ritað hjer á landi, alt fram á 14. öld.* Álfós (Álfsóss). Þessu nafni verð jeg að gera nokkuð rækilegri skil en hinum. Annarsvegar af ]>ví, að góðkunni fræðimaðurinn Br. J. lagði sig til að styðja þetta nafn, með vanalegri hógværð og rökfimi, og próf. Björn ólsen styrkti skoðun Br. J. með mál- fræðiþekking sinni. (Tímar. Bók- mfjel. 1895, 164). Hinsvegar er jeg samt sem áður vantrúaður á þessar röksemdir, og vil því færa hjer til athugunar fimm ástæður gegn þessu nafni. 1. Sama er um það og Alpvers- nafnið: Ótrúlegt að gildi þessa nafns — á stærsta stöðuvatni landsins, • vatnsmestu ánni og einni stærstu og bestu sveitinni á Suðurlandi — væri glatað svo fljótt úr minni manna, að slíkur fræðimaður og málfræðingur sem Ari fróði var (d. 1148), gæti ekki stafsett nafnið í góðu lagi. Ari ólst upp hjá ágætis höfðingjan- um — margfróða og stálminnuga — Halli í Haukadal í Árnessýslu. En Hallur var fæddur 995, rúmri öld eftir að ölfusið bygðist í fyrstu, og hlaut því að kynnast sonarsonum (ef ekki líka son- um) landnámsmanna þar. — Ari lærði í skóla Teits sonar ísleifs bisk. og nam fræði þeirra feðga — Mosfellinga. Einnig naut Ari ávaxtanna frá Odda, af minni, fróðleik og sögnum Sæmundar fróða (d. 1133) og feðra hans, er í Odda höfðu búið, frá því um lok landnámá'ára. Trúlegri þyk- ir mjer líka, og að öllu merkari, ritgerð B. M. ólsens og vísbend- ing próf. Á. M. (d. 1730), en vje- fenging próf. F. J. * * um það, að * Á þeirri öld ber rnest (á breytiug- unni í foss; breytingum íleiri nafu- orða, og margskonar spjöllum málsius. En úrvals höf. hjeldu þó lengi liinu forna á lofti. þannig ritar II. P. (um 1660) „med forse og þiost ei þrætir“, og það hefir bjargað rithætti til .þess*a dags, þegar talað er um reiðina. En óð- flug, ofsi og hávaði reiðinnar, er vafa- laust líking við hrynjanda vatnsins, og því eitt og sama orðið. ** Sjá Tímar. Bmfjel. 1889 214: J. S. 4° 538, og Salm. kouv. sat. Lex. I. 1056. Ari fróði (Sæm. fróði, Kolskegg- ur vitri o. fl. afburðamenn) hafi látið eftir sig liggja flesta og besta þætti að Landnámabók Isl. Enginn maður þekkist annar, er gat verið jafn fær um það og Ari, að rita eins vel og áreiðan- lega í öllum höfuðatriðum, bæði um landnámin í Sunnlendinga- fjórðungi og vestfirðinga, þar sem forfeður hans ólu aldur sinn. 2. Hver sá sem ritaði Land- námu í fyrstu, kunni skil á Álfi, landnámi hans í ölfusi og því, að hann „kom skipi sínu í ós þann, er við hann er kendr ok Álfsóss heitir.“ Af hverju þegir hann þá um það, að áin, vatnið og sveitin sje líka kent við hann? Hann getur þó um — svo að segja — hVern bæ og blett, ársprænu og útkjálka, sem heiti hafði, eða nefnt var eftir einhverjum land- námsmanni, hversu lítt merkur, sem hann var. Því tók hann ekki það með, sem eftir þessum brjef- um ætti að vera mikið meira, en kent er við nokkurn annan land- námsmann ? Líklegasta svarið sýnist mjer, að ölfus sje ekki kent við neinn mann, og hafi því ekki verið haldið uppi sögnum um ]>að, hver nafngjafinn var, eða við hvað hann miðaði nafn- ið. Fræðimenn 11. og 12. aldar hafa ekki þorað að fullyrða neitt um þetta, og slept því alveg þess vegna. 3. Álfsnafnið helst víst að mestu óbreytt enn í dag, bæði að rithætti (+ u(r) og framburði. Eru þá nokkur líkindi til þess, að nafn Álfs breytist í Ölf, Olv eða Ölb í Örnefni, á fyrstu 2—3 öldum, meðan mannsnafnið hjelst vitanlega alveg óbreytt? Að vísu verður nú ekki sannað, að Ari hafi sjálfur ritað „Ölfuss" í ísl.- bók sinni, því ekki er frumritið til. Varla er þó álitlegra að sanna slíkt hirðuleysi eða óráðvendni á fróðleiksfúsa afritara, að þeir hafi breytt svo merkilegu nafni, sem á nokkrum stöðum kemur fyrir, af gáleysi eða ásettu ráði. 4. Br. J. telur, að Álfsós muni hafa gilt fyrir Ölfusá alla og Sog- ið með; svoleiðis, að báðar þess- ar ár, 27,5 km. á lengd, hafi heit- ið einu nafni „Álsóss“. Þessi get-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.