Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1928, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1928, Blaðsíða 4
68 LESBÓK MOBGUNBLAÐSINS Þegar vjelbáturinn fórst undir Ofanleitishamri. Aðfaianótt 14. febrúar fórst vjelbáturinn »Sigriður« frá Vestmannaeyjum undir Ofanleitishamri, þar sem heit- ir Blákróksurð. Menn björguðust allir með furðulegum hætti og fyrir fádæma vasklega framgöngu eins bát- verja, sem kleif upp þverhnýptan hamarinn, og sagði til fjelaga sinna, sem voru aðframkomnir á snös í berg- inu. Fer hjer á eftir frásögn þeirra fjelaga um atburð þennan allan. Plunkett foringi í sjóliði Bandaríkjanna, spáði því fyrir nokkru að ófriður væri yfirvofandi milli Bandaríkj- anna og Bretlands. Þótti þetta svo ógætilega talað af manni í hans stöðu, að stöðuna varð hann að missa. þessa leið hefði í .fyrstu næsta umhverfið (Hveragerði) þegar verið skírt ölfus(s). Og litlu síð- ar þótt stysta og besta einkenni fyrir næstu stóru ána og stöðu- vatnið, endilöng landamæri Ing- ólfs að austanverðu. En að lok- um teygði nafnið sig líka yfir alla sveitina. Engan veit jeg efast um, að Ingólfur hafi sjálfur skírt Reykja vík, og kent hana við reykinn af laugunum þar.* Reykir þessir hafa vakið eftirtekt Ingólfs, ann- aðhvort þegar hann kom fyrst landveg til að litast um, eða með búferli sjóleiðis. Víkin var ná- lægt reykjunum. Það var nóg. — Þessar nafngjafir allar sýnast því vera í fullu samræmi. * pví jeg met skáldskap ljelegan, munnmæli („tradition“) af Seltjarn- nrnesi um það, að Ingólfur hafi af gremju yfiir fundi öndvegissiílna sinna á svo lítt frjóvum stað, sem Orfarsey, brent þær þar á Reykjanesinu, og síð- an kent bæinn við reykinn af þeim. (Kaalund: Hist. top. Beskriv., 399). p. e. hvorki skáldskapur nje gáta til skýringar á Landnámu, heldur bein mótsögn við hana: „par eru enn önd- yegissúlur þær í eldhúsi“. ... ■ ? »t • - Mánudaginn 13. febrúar fóru flestir bátar úr Vestmannaej’jum til fiskjar. Er jafnan farið snemma á stdð og svo var enn, eða um miðja. nótt. Var þá hægviðri, aust- anvindur, en gekk í suðaustur er á leið og hvesti þá mjög, eins og Veðurstofan hafði spáð. Tók sjó þá skjótt að ókyrra, en bátar hjeldu þó veiðum sínum áfram, enda eru sjómenn í Vestmannaeyjum kunn- ir að því, að þeir láta sjer ekki alt fvrir brjósti brenna. Veð'rið gekk Eiður Jónsson. stöðugt upp er á leið daginn, og var orðið afar vont í sjó er bát- arnir fóru að hugsa til lieimferðar. Náðu sumir landi með naumindum eða fyrir aðstoð björgunarskipsins Þórs, en einn þeirra fórst. Var það vjelbáturinn „Sigríður* ‘, Um afdrif bátsins og mannanna, sem á honum voru, hefir nokkuð verið sagt í blöðum, en sú saga er svo merkileg, að hún á það skilið að vera skráð ítarlegar en gert hefir verið. Formaðnr á bátnum var Eiður Jónsson, vaskleikamaður og ungur að aldri. Hann' er Þingeyingur að ætt, fæddur 7. febr. 1902 á Knarr- areyri á Flateyjardal. Foreldrar hans voru Jón Jónsson og Mana- sína Sigurðardóttir. Fjórir menn voru á bátnum aðri'r. Kl. 6i/2 um kvöklið bjuggust þeir til heimfarar. Var þá ofsarok, stór sævi og hríðarbylur kominn. Hálfri annari klukkustund síðar voru þeir komnir undir Ofanleitisham- ar, en ekþi sáu þeir neitt til lands, og vissu ógjörla hvar þeir voru. En ýmsir togarar lágu þar, sem skjóls höfðu leitað, og sáu þeir ljós á þeim, og ljóskastara höfðu þeir sjálfir um borð. Ljetu þeir nú lóna hjá einum togaranum svo sem eina klukkustund. Formaðurinn fór þá aftur í til þess að fá sjer einhverja hress- ingu, því að hann hafði hvorki bragðað vott nje þurt, allan dag- inn. Bað hann þann sem við st.ýri tók, að hakla í horfinu á meðan. En er Eiður hafði verið niðri svo sem 20 mínútur, |rekst báturinn upp á sker, sem er skamt fyrir framan bjargið. Rjett á eftir tók sjórinn þá af skerinu og kastaði bátnum upp að þVerhnýptum klettaveggnum. — Stökk þá einn skipverja, Jón Vigfússon upp á stalla í bjargmu, en oatur- inn sogaðist frá aftur með hina mennina fjóra. Var bátu'rinn að velkjast þar í briminu um stund, en þá kom nýtt ólag og kastaði lionum aftur að bjarginu. Gátu þá allir mennirnir stokkið upp á stalla í bjarginu, en bátinn sogaði að nýju út á skerið og þar fór hann í spón rjett á eftir. Gáfust mönn- unum ekki nema þessi tvö tæki-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.