Búnaðarsamband Austurlands - 01.09.1906, Page 33

Búnaðarsamband Austurlands - 01.09.1906, Page 33
33 (2” X 2" X Va”), og eru þeir styrktir með 2 skástífum hver. Allir eru stóiparnir festir með brennisteini, blýi eða sementi í steina, sem grafnir eru í jörð, svo að lítið stendur upp úr. í steininn er höggvinn rúml. þuml. djúp hola fyrir stólpann. Bezt reyndist að festa stólp- ana með brennisteini, en ekki var hægt að fá nóg af honum, og af blýi fékst heldur ekki nóg, til að festa þá stólpa, sem eftir voru, þegar brennisteininn þraut. Milli þáttanna eru — talið að neðan — 5" — 5" — 5" 6" — 9" — 12". Undir girðingunni þurfti mikið að jafna. Grjót hafði verið fært að siðastíiðinn vetur og borað íyrir öllum millistóipum. Vegna þess að ekki kom upp á Unaós í fyrra efni til húss þess, sem byggja átti i gróðrarstöðinni í sumar, eins og tii var ætlast, var ákveðið að fresta byggingunni, að öðru leyti en því, að hlaða kjallara og koma þaki yfir. í ágúst var byrjað að grafa fyrir kjallaranum og mun hr. ráðunautur Benedikt Kristjánsson skýra frá framhaldi verksins. Flutt var af Seyðisfirði í vetur, girðingarefni og kornfræ, en í sumar hafa verið flutt verkfæri þau, sem gróðrarstöðin hefir fengið, og sem talin verða hér á eftir. Verkfæri, sem gróðrarstöðin hefir fengið sumarið 1907. 8 stk. kastkvíslar nr. 140. 1 — stungukvísl nr. 144. 2 — stunguskóflur nr. 22. 1 — heykvísl nr. 130. 4 — stafstengur 2 — arfajárn. 1 — rófugref. 2 — rásajárn. 1 — vírstrengivél. 3 — ullarklippur „Perfect". 14

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.