Búnaðarsamband Austurlands - 01.09.1906, Blaðsíða 7

Búnaðarsamband Austurlands - 01.09.1906, Blaðsíða 7
Fluttar kr. 3714,45 9. Sjóður e/6 1907: a. Óinnheimt sýslnatillög kr. 425,00 b. do. frá Eiða-skóla— 150,00 c. do. —Bún.fél.ísl.— 2085,48 d. í útibúinu á Seyðisfirði — 3090,12 ___ 5750 60 Samtals kr. 9465,05 Að eftirstöðvar eru svo miklar stafar að nokkru leyti af því, að allar árstekjur almanaksársins eru taldar á reikningnum, en útgjöldin að mestu að eins til loka reikningsársins (®/6), en eftir þann tíma fellur á mikill hluti útgjalda við gróðrarstöðina, 7/12 af launum ráðu- nauts og mestur hluti ferðakostnaðar hans. Til lag- færingar þessu og til þess, að hinar miklu árlegu eftir- stöðvar vektu ekki tálvonir um betri fjárhag, en hann er í raun og veru, breytti aðalfundur Sambandsins 1907 lögum þess þannig, að reikningsárið skyldi eftirleiðis vera almanaksárið. Að nokkru leyti stafa eftirstöðvarnar af því, að 2 síðastiiðin sumur hefir ekki verið unnið ná- Jægt því eins mikið í gróðrarstöðinni, eins og til hefir staðið, enda eru vorin 1906 og 1907 ein hin hörðustu og óhagkvæmustu til gróðrartilrauna, sem komið hafa á Hóraði í manna minnum. Aftur var tillag það, sem Búnaðarsambandið fékk úr landssjóði árin 1906 og 1907, með milligöngu Búnaðarfólags íslands, veitt „til gróðrar- stöðvar á Austurlandi", og hefir Sambandið þvi ekki álitið sér heimilt, að verja því til annars, enda mun stöðin þurfa á öllu sínu að halda, til þess að komast fyllilega á laggirnar, hvenær sem þannig árferði kemur, að gróður geti þrifist. Hefir því stöðinni ávalt verið ætlað sitt fé á hinum árlegu áætlunum Sambandsins, og svo var enn gert á aðaifundi 1907, eins og sjá má á eftirfarandi

x

Búnaðarsamband Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.