Búnaðarsamband Austurlands - 01.09.1906, Blaðsíða 30

Búnaðarsamband Austurlands - 01.09.1906, Blaðsíða 30
30 af Hóraði, hin afbrigðin eru frá Gróðrarstöðinni í Reykja- vík, og var ekki meira af þeim, en svo, að sá mátti 52 kartöflum af hverju, og varð því í stað smáreita (fællesparceller), að hafa mœlikvarða, eftir aðferð yfir- kennara B. Larsens á Ási, enda ryður sú aðferð sér nú til rúms hvervetna um Norðurlönd. Af Klaustur- og Höfða kartöflum var meira en af hinum, og var þeim sáð út frá tilraunareitinum sjálfum meðan til vanst. Voru kartöflurnar settar með 12" miilibili í röðunum, en 24" bili milli raðanna. Á mælikvarðann var sáð Höfða-kartöflum eftir sömu regiu. Þar sem húsdýra- áburður var borinn á, var borið á, sem svarar 200 hest- burðum á dagsláttu. Á teikningunni sést hversu mikið var borið á tilraunareitina og hvenær var sáð. Síðast í júlí og fyrst í ágúst eyðilagði næturfrost kartöflugrasið, — sem mjög litlum þroska hafði náð —, algerlega, svo að uppskeran varð engin. Mestum þroska höfðu Klaustar-kartöflurnar náð — og þó litlum. b) Rófna-tilraunir. Af rófnafræi fengust að eins 7 afbrigði, frá gróðrar- stöðinni í Reykjavík (4 fóðurrófna-, 2 gulrófna- og 1 næpna-afbrigði), og var hverju þeirra sáð í 3 smáreiti, sem hver var 16 □ faðmar að stærð. Teikningin sýnir hvernig reitunum var raðað niður, hvernig og hvenær borið var á og hvenær sáð var. Fræinu var sáð með sáðvél. Rófurnar voru grisjaðar einu sinni, en eftir það óx því nær ekkert, og næturfrost eyðulögðu rófurnar á sama tíma og kartöflurnar. Yar því ekki grisjað oftar og uppskeran varð engin. c) Aburðar-tilraunir. Áburðar tilraununum var haldið áfram með svipuðu fyrirkomulagi og í fyrra, að því er ráðið verður af áður- nefndri skýrslu um gróðrarstöðina. Meðfyigjandi teikn- ing sýnir, hvernig tilraununum var hagað að öilu leyti.

x

Búnaðarsamband Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.