Búnaðarsamband Austurlands - 01.09.1906, Blaðsíða 4

Búnaðarsamband Austurlands - 01.09.1906, Blaðsíða 4
4 Aftur eru í ráði allstórfeld vatnsveitingafyrirtæki í Breið- dals- og Geithellnahreppum, og farið fram á að fá starfs- mann Sambandsins til að framkvæma mælingar og áætla kostnað. Yerður það væntanlega gert næsta sumar, enda þegar gerðar ráðstafanir til að kaupa fyrir Saro- bandið nauðsynleg mælingaáhöld. Jarðijrkjuverkfœri o. fl. Þegar á aðalfundi Bún- aðarsambandsins 19. sept. 1905 var tekin sú ákvörðun, að stjórn þess skyldi annast útveganir jarðyrkjuverkfæra, verzlunaráburðar o. fl. fyrir búnaðarfélög á Austurlandi. Þetta starf var þá þegar falið starfsmanni (konsúlent) Sambandsins, og þegar útvegað talsvert af smærri jarð- yrkjuáhöldum veturinn 1905—06. Hversu þörf og hag- anleg þessi ákvörðun var, og hversu fljótt mönnum lærð- ist að hagnýta hana, má sjá á skýrslu Halldórs kons. Vilhjálmssonar hér á eftir, þar sem verkfæra- og áburð- arpantanir námu þegar á öðru ári (1906-—07) um 4l/z þúsundi. Það er óefað, að þessar verkfæraútveganir hafa verið til stór-mikils gagns og bæði létt undir og aukið og bætt vinnubrögð í ýmsum greinum, en þess þarfnast landbúnaðurinn mjög svo nú, þegar verkafólksskorturinn verður æ tilfinnanlegri með hverju árinu. Auk þess fá pantendur verkfærin með verksmiðjuverði, að viðbættu farmgjaldi, geta pantað þau hjá formanni búnaðarfélags- ins, hver heima í sínum hreppi, og fá þau send á næstu höfn. Og þó liggur máske mesti hagurinn í því, að þekking og notkun gagnlegra verkfæra og vinnuvéla breiðist, að vonum, lengra og lengra út, þegar rekspól- urinn er kominn á, og auðvelt er að útvega þau. En telja má víst, að fátt eitt af verkfærum þessum hefði nú verið til á Austurlandi, ef Búnaðarsambandið hefði ekki beitt sér fyrir útvegun þeirra. Með þetta fyrir augum, veitti aðalfundur Sambands- ins 1907 starfsmanni þess 300 kr. styrk til siglingar, til þess að útvega því sem allra-hagfeldust viðskiftakjör

x

Búnaðarsamband Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.