Búnaðarsamband Austurlands - 01.09.1906, Blaðsíða 31

Búnaðarsamband Austurlands - 01.09.1906, Blaðsíða 31
31 Tilraunirnirnar eiga að sýna hver næringarefni vantar og jafnframt eiga þær að gefa bendingu um hversu mikið þurfl að bera á af hverju af hinum 3 næringar- efnum vöru-áburðar, sem reynd hafa verið, þess vegna er borið á misjafnlega mikið („heilt" og „hálft") af hverju þeirra. Þegar þess er gætt hve seint er sáð, og svo tekið tillit til tíðarfarsins eftir það, sem bæði var kalt og þurt, svo að áburðurinn leystist ekki upp á réttum tíma, og heflr því ekki komið að fullum notum þess vegna (— þetta gildir um allar tilraunirnar —), þá er ekki að furða, þó árangurinn yrði lítili, enda urðu reit- irnir ekki sláandi. Þó hygg eg, að tilraunirnar hafi sýnt glögt, að það er fosfóisýra, sem vantar í jarðveginn í gróðrarstöðinni, og að kalí og köfnunarefni koma að engum notum, nema fosfórsýra sé borin á jafnframt, enda er það í fullu samræmi við það, sem áður heflr reynzt í gróðrarstöðinni. Betur spratt, þar sem húsdýra- áburður var borinn á, en á hinum reitunum, og af húsdýra-áburðinum reyndist kúa-mykja bezt, og ætti hún þó að vera fátækari af fosforsýru en annar húsdýra. áburður, en þess verður að gæta, að kýr fá jafnan langtum meira og betra fóður, en hin önnur húsdýr vor. d) Fóður. í 583 □ faðma var sáð höfrum, en byggi var sáð í 372 □ faðma, í von um, að fá af þeim fóður, og vöru-áburður borinn á, sem á dagsláttu samsvaraði: 300 pd. Súperfosfats (2O°/0) 120 — Chilisalpéturs (15%) og 100 — Kalí-áburðar (37%) Uppskeran varð engin. Alt, sem sáð var í, var herfað með diskherfi áður og eftir að áburðinum var dreift. Kornið var herfað niður með léttherfi (Hawardsherfi) og vaitað á eftir. Af því, sem að framan er sagt, sést, að allar rækt- unartilraunir í gróðrarstöðinni hafa mishepnast algerlega,

x

Búnaðarsamband Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.