Búnaðarsamband Austurlands - 01.09.1906, Síða 13

Búnaðarsamband Austurlands - 01.09.1906, Síða 13
13 treystið „Sambandið", því það á svo við um þau og landbúnaðinn, sem annarsstaðar, að: Sameinaðir stönd- um vér, sundraðir föllum vér. Yallanesi 2. apríl 1908’. Magnús Bl. Jónsson. Skýrsla uni störf mín í'rá 20. sept. 1000 til 1. febr. 1007. Strax eftir aðalfund Sambandsins í haust, fór eg á nautgriparæktunarfélagsfund Hjaltastaðaþinghármanna, er haldinn var að Kóreksstöðum 22. sept. Talaði eg þar á fundinum um kynbætur búpenings, nauðsyn nautgripa- ræktunarfélaga, uppeldi kálfa o. fl. Þaðan fór eg að Hjaltastað, gerði hallamælingu, hvort koma mætti læknum yflr blána. Reyndist mjög torvelt, þareð iækurinn liggur jafnlágt og mýrin á þeim stað, sem hægt er að taka lækinn. Frá Hjaltastað fór eg niður í Borgarfjörð. Yar eg þar í 10 daga við sláturstörf fyrir Þorstein Jónsson kaupmann. Þaðan fór eg suður til Seyðisfjarðar og var þar Hka i 10 daga, einnig við sláturstörf fyrir Pöntun- arfélag Fljótsdæla. A aðalfundi Pöntunarfélagsins talaði eg um slátur- hússtofnun hér á Austurlandi. Var því vel tekið, nefnd kosin til að leita upplýsinga og hrinda því máli áfram. Sem einn nefndarmaður hefi eg leitað upplýsinga hjá „Sláturfélagi Suðurlands", en ekki fengið svar ennþá. *) Að skýrslan er ekki samin fyr, stafar af sjúkdómsfor- föllum í stjórn Búnaðarsambandsins.

x

Búnaðarsamband Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.