Þjóðviljinn - 31.08.1986, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 31.08.1986, Blaðsíða 20
 ■ ■ I V-Þýskaland J Margt jBi ^ t i á samviskunni Aési T œplega fimmtugum Þjóðverja var snúið við á landamærum Þýska- 1 lands og Tékkóslóvakíu. Hann kom akandi drukkinn á dráttarvél og ætlaði að flýja austur fyrir. Landamæraverðirnir náðu honum og snéru honum við og tók lögreglan við honum er hann kom aftur til Þýskalands. Við húsleit fundust ólögleg vopn. Hann hefur verið ákærður fyrir ölvunarakstur, að keyra próflaus, að hafa gleymt að skrásetja dráttar- vélina, fara ólöglega yfir landamœrin, hafa ífórum sínum vopn án leyfis og einnig er hann grunaður u/n veiðiþjófnað. H—T k-ilPy iHHI Dylan í kvikmynd Bob Dylan hefur fallist á að leika í kvikmynd, en 13 ár eru síðan hann lék í myndinni Pat Garret and Billy the Kid. Á næsta ári verður hafist handa við töku myndarinnar, sem nefnist Hearts of Fire, en þar mun Dylan leika rokkstjörnu. Hann mun einnig semja fjögur lög fyrir kvikmynd- ina. Það er liðin tíð að Castro geti slappað af með því að kveikja sér í stórsígar. Kúba Castro stenst freistingarnar Nú hefur Fidel Castro, forseti Kúbu, haldið tóbaksbindindi sitt í heilt ár. Einsog lesendur Þjóðviljans rekurminni til voru Havannavindl- ar eitt af einkennismerkjum Castros. 26. ágúst kom hann fram í beinni útsendingu í sjónvarpinu frá opnunarathöfn á barnasjúkrahúsi. íútsendingunnilýstihannþvíyfir að hann hefði ekki snert vindla í nákvœmlega eitt ár og hefði aldrei liðið betur en nú. „Nei, ég saktia vindlanna ekkert. “ Castro segist hafa hœtt að reykja til að vera þjóð sinni gott fordœmi, en Kúbanir eru meðal mestu reykingaþjóða í heimi. Alheimurinn 20 biljón ára gömul merki Breskir stjarnfrœðingar segjast hafa fundið radíómerki sem koma að líkindum frá stjörnu, sem er fjarlœgari jörðu en áður var vitað urn stjörnur. Hafa merkin verið um 20 biljónir ára á leið sinni til jarðar. Vísindamennirnir álíta að hér sé um dulstirni að rœða sem hafi myndast um biljón árum eftir að alheimurinn varð til. Erþessi uppgötv- un talin bœta heilmiklu við þekkingu manna á hvenær alheimurinn skapaðist. Indland Heimsmet f véiritun Alltaf er verið að setja heimsmet. Nú hefur 44ra ára gamull Indverji sett heimsmet í vélritun. Hann hamaðist á lyklaborðinu í fimm sólarhringa samfellt. Shambhoo Anbhawane vélritaði stanslaust í 123 klukkutíma og sló þar með gamla metið sem var 120 tímar og 15 mínútur, en það setti blindur skrifstofumaður í Englandi Mike Howell árið 1969. Indverjinn notaði vítamíntöflur og verkjatöflur á meðan á pikkinu stóð. Fyrstu tímana vélritaði hann um 60 orð á mínútu en undir lokin voru orðin ekki nema um 15 á mínútu. Meðaltalið var24 orð á mínútu. A klukkutíma fresti fékk hann fimm mínútna hvíld. England Döðlutré til Arabíu r Iframhaldi af skógrœktarumrœðu Þjóðviljans er rétt að benda á nýja útflutningsgrein hjá Bretum. Þeir hafa nú gert samning við Arabarík- in um að selja þeim döðlutré. Hafa þegar verið send um þúsund tréfrá Englandi til írans og fyrir liggja pantanirfrá Kúwait, Saudi-Arabíu og Sameinuðu Arabaríkjunum. Er búist við heilmiklum hagnaði af þess- um útflutningi á næstu árum eða um 150 miljónum dollara. TILKYNNING TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Vegna yfirstandandi deilu Tannlæknafélags íslands og Tryggingastofhunar ríkisins um gjaldskrá tannlækna skal þeim aðilum, sem rétt eiga til endur- greiðslu á tannkostnaði frá sjúkrasamlagi eða tryggingastofhun skv. lögum um almannatryggingar bent á eftirfarandi: Þar til samningar hafa tekist milli Tannlæknafél ags íslands og Tryggingastofnunar ríkisins urn gjaldskrá fyrir tannlæknaþjón- ustu eru skilyrði fyrir endurgreiðslu skv. 44. gr. almannatrygg- inga þessi: 1) að reikningur sé skv. gjaldskrá heilbrigðisráðherra frá 8. ágúst sl. 2) að reikningur sé sundurliðaður á eyðublöðum Trygginga- stofnunar ríkisins, smbr. mynd. Til að tryggja sér endurgreiðslu skal sjúklingum tannlækna ein- dregið bent á að ganga úr skugga um að tannlæknir gefi út reikning sinn á þennan hátt. 20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 31. ágúst 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.