Þjóðviljinn - 31.08.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 31.08.1986, Blaðsíða 16
„Og kvöld efiir kvöldstód hann þar, hann sem líktúst verunni góðu. Hann stóð og horfði á hana eins og örþreytt skepna sem leitar hjálpar og skjóls. Þá hleypti hún honum inn eitt kvöldið, hvers vegna skyldi hún ekkigera það? Hún hafði engu að tapa frarnar. En þá gerðist dálítið óvœnt. Upp úr tóminu reis eyja, skóg- ur. Sogandi gróður. Dreymandi vatn. (Vatnsflötur, vatnasléttur titrandi af ósýnilegu lífi, lifandi eins og augasteinar. Lífið undir yfirborði vatnsins hafði vitund, það var lifandi vera óræð og ó- endanleg). (Úr Dykongcns dotter eftir Birg- ittu Trotzig). Sænska skáldkonan Birgitta T rotzig er stödd hér á landi um þessar mundir. Hún er hingað komin ásamt eigin- manni sínum, myndlistar- manninum Ulf Trotzig sem opnar málverkasýningu í Nor- ræna húsinu nú um helgina. Sjálf ætlar hún að lesa upp úr verkum sínum á sama stað á þriðjudaginn kemur, 2. sept. kl. 20.30. Þar sem vélarnar eru er ekkert rúm fyrir manninn. Sænskaskáldkonan Birgitta Trotzig. Mynd: KGA. Ekkert rúm fyrir manninn Rœtt við sœnsku skáldkonuna Birgittu Trotzig, sem stödd er hér um þessar mundir Birgitta er þekktur og vinsæll höfundur í heimalandi sínu og víðar um lönd og hafa bækur eftir hana verið þýddar ;í frönsku, þýsku og dönsku auk þess sem verið er að þýða nýjustu bók hennar á spænsku og ensku. Þau hjónin búa í Lundi en áttu heima í París í 15 ár. Sískrifandi fró œsku Birgitta skrifar bæði sögur og Ijóð og hún segist hafa verið sískrifandi frá barnæsku en 1951, þegar hún var um tvítugt, kom út fyrsta bók hennar, Ur de iil- skandes liv. Síðan hefur hún skrifað hátt á annan tug bóka auk greina um bókmenntir og menn- ingarmál. Slíkum skrifum er hún nú hætt að mestu leyti, segir hún, eftir að fjárhagurinn rýmkaðist. Tilvitnunin hér að ofan er úr nýj- ustu bók hennar, Dykongens dotter, sem kom út í fyrra. Birgitta var svo elskuleg að fór- na blaðamanni smástund á mið- vikudaginn var, þó að iuin væri þá og þegar að leggja af stað til Akureyrar. Ég bað hana að segja mér svolítið frá verkum sínum. „Það get égekki," sagði hún. „Ég get ekki lýst mínum eigin verk- um. Þaðverðaaðriraðgeraenég get sagt þér hvaða bækur ég hef skrifað". Ogsvo gerði hún það og þar á meðal eru skáldsögurnar Sveket (1966) og Sjukdomcn (1972) sem munu vera hvað þekktastar af bókum hennar ásamt þeirri síðustu, og prósalj- óðabækurnar Bilder (1954), Jag- et och várlden (1976) og Aniina (1983). Skil milli Ijóðs og sögu óskörp Hún segir raunar að allar sínar bækur séu prósalýrískar og skilin á milli Ijóðs og sögu ekki ævin- lega skörp. „Skáldsögurnar mín- ar eru löng ljóð.“ segir hún „og Ijóðin eru frásagnir í saman- þjöppuðu formi". Og hún heldur áfram: „Ég segi sögur, segi frá því sem ég sé. Þetta eru myndir í orð- um, myndir sem ég sé þegar ég loka augunum. Ég veit hins vegar ekkert hvaðan þessar myndir koma og ég get ekki skipað þeim að koma. Það má segja að þetta séu eins konar draumamyndir". Birgitta segir frá því annars stað- ar að á meðan hún sé að skrifa bók hætti hana iðulega að dreyma á venjulegan hátt í svefni. Allar sögur Birgittu fjalla um fólk sem bíður lægri hlut í lífinu. Þetta er vanburðugt fólk sem hef- ur glatað hæfileikanum til að elska og jafnvel einnig hæfil- eikanum til að tala og tjá sig eðli- lega við annað 'fólk. Þetta auma fólk breytir illa við sína nánustu. Birgitta Trotzig við Norræna húsið, málverkasýningu þar í vikunni. en eiginmaður hennar T ure T rotzig opnaði Nabokov á rússnesku Skáktímaritbirtikafla úrendurminningum Nabokovs. Þíða ímenn- ingarlífi Sovétmanna. Pasternak fær uppreisn æru Sovéskt tímarit hefur nú birt skrif rússneska rithöfundarins Vladimir Nabokov, sem þekktastur er fyrir bók sína Lólítu. Þetta er ífyrsta skipti sem eitthvað birtist eftir Na- bokov í Sovétríkjunum og það varekki íbókmenntatímariti heldur í skáktímaritinu Shak- hmatnoye Obozrenie, sem Nabokovfékkinni. Nabokov yfirgaf heimaland sitt eftir byltinguna 1917. Fram til 1940 dvaldi hann í Evrópu en flutti þá til Bandaríkjanna. Hann hóf að skrifa á ensku og náði mjög góðu valdi á tungunni. Honum gekk þó erfiðlega að ná vinsældum í Bandaríkjunum með bókum sínum og það var ekki fyrr en hann skrifaði Lólítu að augu almennings opnuðust fyrir þess- um sérstæða rithöfundi. Nabokov lést árið 1977. Skák- tímaritið birti kafla úr endur- minningum Nabokovs. Kaflinn greinir frá maínótt í París 1940, skömmu áður en höfundurinn siglir til Bandaríkjanna. Nabok- ov var lunkinn skákmaður og er í kaflanum greint frá hvernig hon- um tekst að búa til skákþraut, sem hann hafði verið að glíma við í mánuð. Fleiri sovéskir rithöfundar hafa fengið uppreisn æru að und- anförnu, þeirra á meðal Boris Pasternak, en enn á þó eftir að gefa út höfuðverk hans, Dr. Zi- vago, á rússnesku. - Sáf ýmist er það of krefjandi og eigin- gjarnt í ást sinni eða skeytingar- laust og fráhrindandi. Það er þó síður en svo að ætlunin sé að rneiða ástvini sína og oftast eru aðstæður þannig að unnt hefði verið að breyta öðruvísi og betur. Raunsœið undir yfirborðinu Eru þetta þá raunsæissögur? Birgitta: „Þetta eru vissulega fé- lagslegar raunsæissögur en stíll- inn er lýrískur eins og á öllu senr ég skrifa. Og raunsæið liggur ekki á yfirborðinu, það er dulið og stundum þarf að hafa nokkuð fyrir því að finna það. Sumum finnst erfitt að lesa þannig bækur". Þrátt fvrir skyldleikann við ljóð eru sögur Birgittu ósköp venjulegar að því leyti að þær hafa söguþráð, eru skýrt afmark- aðar í tíma og rúmi og í þeim hrærast lifandi persónur. Algengt þema hjá henni er fólk á flótta, fólk sem reynir að slíta sig frá umhverfi sínu fátækt sveitafólk sem lifir við bág kjör og heldur að lífið í borginni sé betra. Þetta mistekst oftast og þeir sem fara hafna í enn verri aðstæðum en fyrr. Þetta á við um Elje, aðal- söguhetjuna í Sjúkdomen. Báðir foreldrar hans voru fólk á flótta, faðir hans frá sveitinni og stritinu en móðir hans frá ættlandi sínu, Póllandi. Þau hafa bæði nóg með eigin eymd og einsemd og hafa ekkert afgangs handa Elje, eina barninu sínu. Móðirin hverfur raunar fljótlega eftir fæðingu hans og hvarf hennar og þrá Elje eftir móður sinni verður honum að lokum um ntegn. Hann stenst heldur ekki væntingar föður síns sem leggur á hann ofurást og að lokum verður hann geðveikur. Upprisusaga Á ytra borðinu er þetta saga geðklofasjúklings en hún hefur aðra og víðari skírskotun. Við lifum í samfélagi þar sem maður- inn hefur lengi reynt að slíta sig lausan frá viðjunr náttúrunnar. Hann vill verða óháður henni og jafnvel stjórna henni. Til þess býr hann til vélar og byggir borgir. Ónranneskjulegt samansafn af stórum og háum húsum sem hæfa ekki mannlífinu. Vélvæðingin ógnar öllu lífi og „þar sem vélin er þar er ekkert rúm fyrir manninn" eins og Kjerstin Norén segir í rit- gerð um skáldskap Birgittu. (Linjer í svensk prosa 1965- 1975). Kjerstin finnur mikla svartsýni í bókum Birgittu en það á ekki við um Dykongens dotter, nýj- ustu bók hennar. Það er páska- saga, úpprisusaga. Og þar er að firtna von fyrirmannkyn. Barniðí sögunni, það lifir af. Það er tákn fyrir lífið á jörðinni og mannlífið í öllum þessum myndum. Þetta mannlíf sem hungrar og þyrstir í kærleik. Helga Sigurjónsdóttir 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 31. ágúst 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.