Þjóðviljinn - 31.08.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 31.08.1986, Blaðsíða 2
FLOSI •V af stystu leiðinni Á löngum ferli mínum sem rithöfundur, skáld og (e.t.v. ööru fremur) dálkahöfundur, hef ég löngum (bæöi í Ijóöum og lausu máli) gert mér (líkt og Víkverji Morgunblaösins) far um að drepa niður þar sem æðasláttur þjóölífsins er örastur, kanna hvað efst er á baugi hverju sinni, vera virkur í þjóðmálaumræðu líðandi stundar, hlusta á meðborgara mína bæði beint og af bandi og (e.t.v. öðru fremur) gaumgæfa dag- blöðin sem endurspegla gleði og sorg þjóðar- innar, lukku og lánleysi. Á hverjum morgni opnast fyrir manni óravídd- ir nýrra sanninda í dagblöðunum, hulunni er bókstaflega svipt af leyndardómum sem hafa blundað í undirmeðvitundinni, en blasa svo skyndilega við manni á þrykki í allri sinni dýrð. Það er hlutverk okkar, sem höfum gengið listagyðjunni á hönd og færum hugsun í letur að varpa nýju Ijósi á gamla fleti og vekja þjóðina til meðvitundar um einstaka þætti samtíðarinnar. En umfram allt ber okkur að halda vökunni. Þetta geri ég með því að lesa Víkverja á hverjum morgni og tilefni framangreindra hugleiðinga er upphaf fróðlegrar greinar, sem þar birtist á mið- vikudaginn var: Víkverji skrifar: Margir þeir sem leið eiga frá höfuðborgarsvæð- inu í Borgarfjarðardali aka gjarnan um Dragháls og Hestháls til þess að stytta sér leið. Þótt vegur- inn yfir þessa hálsa sé sjaldnast góður, en hefur að vísu batnað mikið seinni árin, sparast töluverð- ur tími við það að aka þennan veg í stað þess að fara fyrir Hafnarfjall. Og ég hugsa sem svo: - Þá veit maður það. Síðan leiði ég hugann að því, hvort hér hafi ekki verið lagður grunnur að nýrri ritsmíð eftir sjálfan mig, byggður á athugun Víkverja, drög að Vikuskammti með hugleiðingum um það hvort sé betri krókur eða kelda, með viðeigandi biblíutilvitnunum einsog tildæmis úr síðara al- menna bréfi Péturs postula, öðrum kapítula 15. versi þar sem segir: - Þeir hafa yfirgefið réttan veg og ratað í villu, þar sem þeir hafa fylgt vegi Bíleams sonar Béors, sem elskaði ranglætislaun, en hann varð að sæta ávítun fyrir glæp sinn. Mállaus eykurinn talaði manna-máli og aftraði fásinnu spámannsins. En við nánari umhugsun kemst ég að þeirri niðurstöðu að Víkverji hafi gert efninu tæmandi skil og ef til vill sé réttara að helga þennan Vikuskammt því sem er enn ofar á baugi og heyrir þó undir samgöngumál, semsagt stór- máli málanna, hvort, hvenær, hvernig og hvers- vegna börn dreifbýlinga eigi að ganga í skóla og fara þangað gangandi eða í strætó á kostnað almennings í landinu. Þetta er semsagt mesta stórmálið í dag. Harðvítugar deilur hafa spunnist um skólaakst- ur í dreifbýlinu í fjölmiðlum og á málþingum og sjálf ríkisstjórnin riðar til falls en Sjálfstæðis- flokkurinn er við það að klofna, þar sem Morg- unblaðsarmurinn vill gefa sveitamönnum í strætó fyrir krakkana, en Sverrir heldur því víst fram að dreifbýlingar ættu að geta komið krökkunum sínum sjálfir í skólann og ef til vill með því að fara að borga tekjuskatt einsog aðrir landsmenn. Ég hef að undanförnu verið að undirbúa hnit- miðaða grein um þetta stórmál, hef viðað að mér efni, safnað gögnum, rætt við málsmetandi menn og reynt að mynda mér skoðun á málinu með því að fara að hafa vit á því. í dag hafa nefnilega allir skoðun á öllu, af því allir hafa svo mikið vit á öllu, og auðvitað er ég einn í hópnum. Þá er frá því að segja að ég reyki stundum vindla, nánar tiltekið London Docks, sem hvergi fást í heiminum nema á íslandi. Nú spyr víst einhver: Hvað kemur það málinu við?, en þá er því til að svara að ég skrifa jafnan athugasemdir og gullkorn innaná vindlapakkann og tek hann svo fram þegar komið er að því að ég þurfi að fara að setja saman Vikuskammt handa ís- lensku þjóðinni, moða semsagt úr því sem skrá- sett hefur verið í vindlapakkann yfir vikuna. Nema þegar ég ætla að grípa til þessarar minnar minnisbókar, finn ég vindlapakkann hvergi. Og ég kalla blíðlega til konu minnar: - Hvurn djöfulinn hefur þú nú gert við tóma vindlapakkann, sem lá hérna á borðinu hjá mér? - Ætli það hafi bara einhverjum fundist tíma- bært að þrífa undan þér ruslið og óreiðuna, svarar hún um hæl. Ég gæti þess vandlega að halda sálarrónni og segi með nokkrum þunga: - Á þennan vindlapakka var skráð allt það sem mér hefur dottið í hug þessa vikuna. - Nú, þá gerir víst ekki mikið til þó hann hafi lent í öskutunnunni, svarar hún. Við þetta þarf ég að búa. Svo ég fer útí öskutunnu og hef æðislega leit að hinum andlega fjársjóði í sorpinu og viti menn. Ég finn pakkann. Og ég hugsa til Árna Magnússonar og skinnhandritanna þegar ég opna pakkann og dreg út innra pappahulstrið. Með erfiðismunum get ég ráðið í það sem á pakkann er skráð: „Þegar gríski heimspekingurinn Diogenes kom að tré sem tvær konur höfðu hengt sig í, varð honum á orði: - Ó! hvílík gæfa væri það ef öll tré bæru svo ríkulegan ávöxt.“ Annað stóð ekki á pakkanum. Og ég hugsaði sem svo: - Það er áreiðanlega rétt sem Víkverji segir. Það er styttra að fara um Dragháls og Hestháls helduren fyrir Hafnarfjall. Pétur Pótursson. Pétursmálið Pétursmáliö er nýjasta kæru- málið í knattspyrnunni og í framhaldi af því og öðrum áþekkum síðustu ár verða vafalítið margir lögfræðingar kjörnir í stjórnir knattspyrnu- 2 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN deildanna víðsvegar um land fyrir næsta keppnistímabil. Pétur Pétursson er í aðalhlut- verki Pétursmálsins og mætti fyrr í vikunni á sameiginlegum blaðamannafundi Fram og ÍA fyrir bikarúrslitaleikinn sem fram fer í dag. Þar barst talið að Pétursmálinu, sem von var, og þá spurði Pétur Fram- ara skyndilega: „Verð ég kærður ef við vinnum?". Spurningin gerði mikla lukku en var ekki svarað... ■ Davíð gengur á vatninu Fyrir skömmu áttu þeir Páll Pétursson og Steingrímur J. Sigfússon alþingismenn leið meðfram Tjörninni í Reykja- vík. Sáu þeir þá hvar borgar- starfsmenn voru við einhverj- ar mælingar út í Tjörninni. Veltu þeir Páll og Steingrímur því fyrir sér, hvað þeir gætui verið að mæla. Allt í einu þótt- ist Steingrímur hafa fundið lausnina: „Þeir eru að mæla fyrir styttu af Davíð, sem sýnir hann ganga á vatninu." ■ Nú ertu kátur... Enn eru íslendingar óhræddir við að yrkja á kóngafólk. Þeg- ar Andrew Bretaprins kvæntist um daginn Söru Ferguson orti norðlenskur bóndi, Andrés að nafni, þess- ar heillavísur til kóngssonar- ins í London: Fögur og björt er framtíðin fögnuður ríkir og það er von. Nú ertu kátur nafni minn nú ertu kominn á Ferguson. Er rennur á nótt í ríki þínu hjá rauðhœrðu Söru þú háttar vel. Fyrr má nú gera að gamni sínu en gifta sig svona dráttarvél. ■ Framsóknar- börn Ungir Framsóknarmenn láta mikið þessa dagana. Þeir heimta að þingflokkurinn verði yngdur upp en vilja þó ekki sparka mönnum. Þeir eru svo sem ekki þeir fyrstu sem tala um að yngja fólk upp og í tilefni þessa alls varð þessi vísa til á ritstjórn Þjóðviljans: Látið mig vita stund og stað stekk ég þangað huga glöðum, er Framsóknarbörnin fara að fitla við Pál á Höllustöðum. ■ Ingólfur og Elín Sannfróðir menn segja að Ingólfur Margeirsson ritstjóri HP sé nú að Ijúka við bók sem út á að koma um jól. Bókin mun vera ævisaaa Elínar Þórarinsdóttur Arnasonar prests Þórarinssonar sem um var rituð ein af merkari ævi- sögum íslenskum, skráð af Þórbergi Þórðarsyni. Elín mun hafa frá mörgu merku að segja. Meðal annars bjó hún við kraftamanninn Úrsus á tímabili, þann sem um árið jafnhattaði Mömmugöggu að áeggjan Þórbergs. ■ Skák! hvað er það? í því mikla skáklandi íslandi, hefur verið fylgst mjög vel með heimsmeistaraeinvíginu í skák, en fyrrihluta þess lauk í London sl. miðvikudag. Blöð- in hafa gert einvíginu mjög góð skil, útvarpið hefur staðið sig ágætlega en sjónvarpið varla sagt frá því. Það er fullkomið virðingaleysi við glápendur hvernig sjónvarpið hefur komið fram. Og þeim mun klaufalegra er þetta allt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.