Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Qupperneq 73

Eimreiðin - 01.01.1908, Qupperneq 73
73 konar. Ennfremur sýnir hann fram á, að efnið sé óslitin heild og blærinn hinn sami alstaðar. F. J. sannar. að kvæðið sé ekki danskt, og eigi sé hægt að ráða það af nokkru, að það sé ort á Orkneyjum. Baráttan standi því eingöngu milli Noregs og íslands. ÍVí hefur verið haldið fram, að kvæðið hljóti að vera norskt, vegna þess að h sé slept fyrir framan 1 og r. F. J. bendir á að kvæðið sé ort í gömlum stíi með fornri fyrirmynd og sé þetta því engin sönnun. Hinsvegar leiðir hann í ljós, að h er sumstaðar haldið í kvæðinu fyrir framan 1 og r og virðist honum það eitt geta verið næg sönnun þess, að kvæðið sé ekki norskt. Þess séu og dæmi, að h-ið falli burt í alíslenzkum kvæðum (t. d. reint (f. hreint) vatn fram úrsleini í Leiðarvísu). Margt bendi til þess, að kvæðið sé ort á íslandi. fað sé fyrst og fremst mjög líkt að efni og anda annarri kvæðagjörð íslendinga á 12, og 13. öld. rvínæst sé frásögn Saxa um Ragnar loðbrók gagnólík Krákumálum, en því hefur verið haldið fram, að Saxi hafi farið eftir norskum heimildum og að ekki sé langt í milli þess, er Saxi ritaði sögu sína og Krákum. voru ort. Öll skáldyrði kvæðisins séu mjög íslenzk. Loks nefnir F. J. nokkur dæmi úr kvæðinu, sem bendi á, að skáldið hafi farið í smiðju til eldri skálda t. d.: Krákum. 4,7—8: öll vas unda gjalfri á sú roðin heitu sbr. Elfarvísur eftir Einar Skúlason: elfr varð unda gjalfri eitrköld roðin heitu, o. fl. það hafi verið algengt, og það einkum á 12. og 13. öld, að yngri skáldin hafi dregið dám af hinum eldri og tekið sér orð þeirra í munn og þó að þetta sé ekki gert af ásettu ráði, þá sýni það þó þekkingu mikla á ljóðum eldri skálda, en hún sé ekki ætlandi öðrum en íslendingum einum. F. J. telur því ótvírætt, að kvæðið sé ort af Islendingi á íslandi. Konráð Gíslason hélt því fram, að kvæðið hefði verið til fyrir tíð Snorra Sturlusonar og F. J. ræður það af ýmsu, að það sé ort um árið 1200. Greinin er ljóst og skipulega samin. J. Sig. UM ÍSLENDINGBÓK Ara fróða hefir prófessor A. Heusler ritað í »Arkiv f. nord. Filologi« XXIII, og kemst hann þar að þeirri niðurstöðu, að sú íslendinga bók, sem vér nú höfum og sem Ari sjálfur virðist hafa kallað »Libellus Islandorum« (= íslendingabækling), sé aðeins viðbætir við þann kafla hinnar eldri íslendinga- bókar, er hafði inni að halda sögu íslands. I þennan viðbæti hafi hann því aðeins sett þau atriði úr íslandssögukafla hinnar eldri bókar, er einhverju hafi þurft við að auka eða gjörr segja, en slept öllu því, er honum virtist fullskýrt í fyrstu útgáfunni. Hann hafi því ekki ætlast til að þessi seinni bæklingur skyldi skoðast sem ný og endurbætt útgáfa af tilsvarandi kafla í hinni eldri bók, heldur einungis sem »við- bætir« við hann, sem þeir, er afrit höfðu af eldri bókinni, gætu bætt inn í handrit sín, svo íslandssögukaflinn yrði þar enn fullkomnari, en hann var í upphafi. — ró þessi skýring á sambandi hinnar yngri og hinnar eldri íslendingabókar geti virzt allálitleg, er hún þó tæpast fullnægjandi, eftir því sem yngri bókinni er farið, og mun þess enn langt að bíða, að fundin verði skýring á þessu, sem allir geti orðið ásáttir um. V. G. BJARNI SÆMUNDSSON: ZOOLOGISKE MEDDELELSER FRA ISLAND (sérpr. úr »Vidensk. Meddel. fra naturh. Foren.«, Khöfn 1907).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.