Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 4

Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 4
4 inu; því undirrót hans var sú hugsun, að guðirnir skyldu af himn- um ofan horfa á hlutföllin. Hjá einstökum mönnum meðal al- mennings héldust þessir blótsiðir undir berum himni fram eftir öllu. I mörgum hinna þröngu dala í Noregi færðu menn sólinni smjörfórnir fyrsta daginn á vorin, er hún skein aftur á hús þeirra: smjörskafan var lögð út á þakið og sólin sleikti hana blátt áfram burt. I þessari mynd snúa menn áheitum sínum eigi alllítið til goðmagna himinsins yfirleitt. Eitt dæmi upp á slíkt ákall sjáum vér í Eddukvæðunum: Valkyrjan Sigurdríf vaknar af dvala sínum, og er Sigurður hefir vakið hana til nýs lífs, beinir hún bænum sínum til allra goðmagna í náttúrunni: Heill dagr, heilir dags synir, heil nótt ok nipt! óreiðum augum lítið okkr þinig, ok gefið sitjöndum sigr! Heilir æsir, heilar ásynjur, heil sjá in fjölnýta fold! mál ok mannvit gefið okkr mærum tveim ok læknishendr, meðan lifum! fessi himingoð eru ekki einungis hjálparhellur einstaklingsins, ef honum tekst að ná hylli þeirra, heldur og máttarstoðir þjóðfélags- hugmynda. Petta kemur einkennilega fram í helgi eiðsins, eins og hún birtist í vopnaeiðnum: Víkingurinn gengur út á bersvæði, leggur skjöld sinn og sverð við fætur sér og óskar, að svo fremi hann reynist eiðrofi, þá megi hann ekkert traust hafa af vopnum sínum, heldur skuli þau vinna honum ógagn eitt. Pó vopnaeið- urinn sé kunnur hjá öðrum gotneskum þjóðum, ber þó sérstaklega mikið á honum hjá Norðurlandabúum frá því er fyrst fara sögur af þeim; og á miðöldunum er hann algengur og ákveðinn: Fót- göngumaðuriun vinnur eið með höndina á spjóti sínu, reiðmaður- inn með fótinn í ístaðinu, skipstjórinn við hástokkinn á skipi sínu. En einnig þinghelgin, grafarhelgi og að vissu leyti öll heill þjóð- félagsins er háð vernd guðanna. Petta samband manna við guðina í hvívetna kemur fram í nafngiftunum, í þeim nöfnum, sem sameiginleg vóru hjá gotnesku þjóöunum. Nöfn karla og kvenna vóru samsett með As- (o: vera, andi; síðar: guð), Guð- (o: sem menn ákalla), Regin- eða Ragn- (o: goðmögn); þá var barnið falið vernd goðanna. En á Norðurlöndum myndast nýr siður rétt á undan víkingaöldinni og á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.