Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 50

Eimreiðin - 01.01.1908, Blaðsíða 50
50 þaö alt rakiö í ritgjörö Jóns Sigurðssonar »Um landsréttindi ís- lands«. Vér fáum ekki séö, að með setningunni: »eptir því sem hann hefir boðit í sínum bréfum* sé að neinu leyti dregið úr þeirri ákvörðun, að konungur skyldi láta Islendinga ná friði og íslenzk- um lögum; því orðin »eptir því sem« þýða hér ekki annað en »eins og« eða »samkvæmt því«, og sýna því, að einmitt þetta lof- orð hefir staðið í bréfum konungs. Annars eru þessi tilvitnuðu orð ekki neitt nýtt innskot í sáttmálann, er bætt hafi verið við 1263, því þau standa líka í sáttmálanum frá 1262, en aðeins á öðrum stað, á eftir orðunum: »Slíkan rétt skulu íslenzkir menn hafa í Noregi sem þá er þeir hafa beztan haft«. Breytingin 1263 miðar því aðeins að því að sýna, að konungur hafi í bréfum sín- um lofað eða boðist til bæði að láta Islendinga hafa höldsrétt í Noregi og að láta þá ná friði og íslenzkum lögum á Islandi. Pó að orðin »sem guð gefr honum framast vit til« væru upprunaleg, þá væri hreinasta fjarstæða að draga þá ályktun af þeim, sem herra Orluf gerir. Af engum dómara verður meira heimtað, en að hann dæmi eftir lögunum, eftir því sem hann hefir bezt vit á. En nú stendur orðið »vit« aðeins í nokkrum hand- ritum, en í flestum og beztu handritunum stendur í þess stað »afl« (og í sumum »krapt«). Og þetta er auðsjáanlega hið upp- runalega orð, því í elztu útgáfu sáttmálans frá 1262 stendur: »ok at halda friði yfir oss sem guð gefr yður framast afl til«. Orðin hafa því upprunalega aðeins átt við skyldu konungs til að halda uppi friði í landinu sem hann framast gæti, samkvæmt reglunni: ultra posse nemo obligatur. En í sáttmálanum frá 1263 virðast hin tilvitnuðu orð aldrei hafa átt heima, því þau vantar algerlega í hina elztu afskrift hans, frá hérumbil 1400. En í næstu afskrift frá hérumbil 1480 er búið að bæta þeim við, og þau þá sjálfsagt tekin upp úr handriti af sáttmálanum frá 1262, því nú eiga þau ekki eins vel við það, sem á undan fer: »at konungr láti oss ná íslenzkum lögum ok friði eptir því sem lögbók vár váttar, ok hann hefir boðit í sínum bréfum sem guð gefr honum framast afl til.« Pessu sam- hljóða er og afskrift frá hérumbil 1561, en í afskrift frá 1715 er orðið »vit« komið í staðinn fyrir »afl«, og finst það líka í annarri afskrift, sem er nokkru eldri. Má af öllu þessu sjá, hve mikið »vit« er í að byggja þá ályktun á þessu eina orði, sem herra Orluf gerir í grein sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.