Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1908, Síða 38

Eimreiðin - 01.01.1908, Síða 38
38 II. GUÐ HINN ALGÓÐI HELDUR HÓF. Einu sinni datt það í algóðan guð að halda hóf í sinni bláu himnahöll. Allar dygðirnar voru boðnar; einungis dygðirnar. Ekki var þar neinum boðið af hinu kyninu, heldur eintómum konum. Par komu margar dygðir, stórar og smáar. Smáu dygðirnar voru þægilegri og kurteisari en þær stóru, en allar virtust vera ánægðar og töluðu vingjarnlega hver við aðra, eins og samrýmd- um vinkonum sæmir, sem alt að því eru náfrænkur. Þá tók algóður guð eftir tveimur fallegum konum, sem ekki virtust þekkjast. Tekur hann þá aðra konuna við hönd sér og leiðir til hinnar til að kynna þær hvora annarri. »Petta er hún Góðgiörðasemi,« segir hann, »og þessi hérna er hún pakkldtsemi)« segir hann við þá fyrri. Konurnar urðu alveg forviða; þetta var í fyrsta skifti sem þær hittust, alt frá því heimurinn varð til, og er þó æðilangt síðan. III. NÁTTÚRAN (Draumur). Eg þóttist ganga inn í geysistóran sal með háum hvelfingum niðri í jörðunni. Allur salurinn ljómaði af nokkurs konar einkynj- aðri birtu, sem. virtist koma neðan úr djúpi jarðarinnar. I miðjum salnum sat kona tignarleg ásýndum, í víðum kyrtli grænum. Hún studdi hönd undir kinn og sýndist vera sokkin niður í djúpar hugleiðingar. Eg skildi þegar að þessi kona mundi vera ndttúran, sál mín gagntókst af skyndilegum hryllingi, af helgum ótta. Eg færði mig þangað sem hún sat, heilsaði henni með lotn- ingu og tók til orða: »Ó, þú sameiginlega móðir vor allra! um hvað ertu að hugsa? Ertu að ígrunda ókomin forlög mannkyns- ins ? Eða ertu að liugsa um hin lífsnauðsynlegu skilyrði fyrir því, að mannkynið geti komist á hæsta fullkomnunarstig, sem unt er, og öðlast æðstu farsæld?« Konan rendi seinlega til mín augunum svörtu, hvössu og ægi- legu; varirnar opnuðust til hálfs og ég heyrði rödd, sem lét í eyrum eins og sarghljóð, þegar járn urgast við járn. — »Eg er að hugsa um hvernig ég eigi að fara að koma meiru afli í fótavöðva flóarinnar, svo henni veitist hægra að kom-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.