Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1903, Síða 58

Eimreiðin - 01.05.1903, Síða 58
138 má ríða á fám klukkustundum til Kerlingarfjalla. Frá Sóleyjarhöfða að Áskarðsá, sem er lélegur áningarstaður norðan við miðbik Kerlingar- fjalla, er varla meir en 5 st. reið. Er þá stefnt milli Kerlingarfjalla og Hofsjökuls. Frá Áskarðsá að Gránanesi á Kjalvegi er 3 st. reið. V. Útúrleiðin til Jökuldals (= Nýjadals) í Tungnafellsjökli. Hafi menn ekki notað hinn lélega áningarstað við Kiðagil, verður dagleiðin milli áningarstaðanna Innrimosa í Mjófadal og Eyvindarkofa- vers nokkuð löng, t. d. fyrir hesta undir þungum klyfjum. Það getur þá komið til greina að stytta dagleiðina með því, að gera þriggja stunda útúrdúr til Jökuldals (== Nýjadals) í útsuðurhorninu á Tungna- fellsjökli, því þar eru hagar. Þegar komið er að norðan, sveigja menn þá út af leiðinni í landsuður, annaðhvort jafnskjótt og menn eru komnir fram hjá Fjórðungsvatni og stefna á suðurhornið á Tungna- fellsjökli, eða, þegar þoka er, draga það, unz komið er að Fjórðunga- kvísl og halda þá fram með henni. Þegar komið er að sunnan, sveigja menn út af leiðinni nokkru fyrir sunnan Fjórðungakvísl. Frá Mjófadal og í Jökuldal 9^/2—10 st. reið, frá Jökuldal að Eyvindarkofaveri 5 st. reið, og loks má fara frá Jökuldal beint til Arnarfells ins mikla á 6—7 stundum. Alt hið framantalda stundatal er miðað við nokkurnveginn meðal- reið. En geti menn farið með meiri hraða, hafi góða hesta og ekki of marga klyfjahesta, má fara þetta á töluvert skemmri tíma. Til dæmis skal tilfært, hve lengi 6 alþingismenn, sem síðastliðið sumar fóru úr Suðurþingeyjarsýslu til Reykjavíkur og riðu mjög hart, vóru á leiðinni: Frá Mýri að Mosum 21 /2 klukkustund. Frá Mosum að Kiðagili il/2 kl.st. Frá Kiðagili að Arnarfelli inu mikla 9^/4 kl.st. Frá Arnarfelli inu mikla að Nauthaga 2 kl.st. Frá Nauthaga að Dalsá 5^/4 kl.st. Frá Dalsá í Skúmstungur 4 kl.st. Úr Skúmstungum að Skriðufelli 2 kl.st. Hér er viðstaða á endastöðvunum ekki talin með. J’eir fóru frá Mýri 18. júlí kl. H/2 e. h. og komu aA Skriðufelli 20. júlí kl. 8 um kveldið. f’eir höfðu þannig riðið millum bygða á 54^/2 kl.st. og sýnir það, að þeir hafa haft ágætishesta og sjálfir verið þolnir reiðmenn. Enn hraðari ferð hafði þó Jón Oddsson eitt sinn, er hann kom að sunnan. Hann fór þá þessa leið á 36 kl.st , en hann áði þá bæði sjaldan og stutt. Fyrst áði hann við Kisá 5 st. að degi til; í annað sinn við Eyvindarkofaver og ætlaði að hafa þar nátt- stað. En er hestar hans þrír fældust við ólætin í álftunum og ætluðu að strjúka burt, þá hélt hann áfram eftir 3 st. bið. Síðan áði hann svolítið við Kiðagil. Þessa ferð fór hann 7.—8. sept. 1897 heimleiðis, er hann hafði fylgt D. Bruun yfir Sprengisand. VI. Leiðin frá Sprengisandi ofan í EyjaQörð. viiji menn fara beina leið af Sprengisandi ofan í Eyjafjörð, þá er bezt að fara út af veginum hérumbil ú/s st. reið fyrir sunnan Fjórðungsvatn. Liggur þá

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.