Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1903, Qupperneq 48

Eimreiðin - 01.05.1903, Qupperneq 48
128 að Tungnafellsjökli og fóru fram hjá Tómasarhaga, sem er gulgræn, mosavaxin dæld fyrir vestan jökulinn, þar sem nokkrar kindur vóru á beit Síðan héldu þeir fram með Fjórðungakvísl og inn í Jökul- dal og náðu þangað eftir 2^/2 stundar harða reið frá Fjórðungsöldu. Þangað komu þeir siðla kvelds og sáu þá gæsahópa fljúga yfir dalinn. Þar tjölduðu þeir og reyndist þar góð beit fyrir hestana. Þar uxu og hvannir. Næsta dag (24. ág.) urðu þeir að halda kyrru fyrir sökum þoku, en notuðu þó tímann til að skygnast þar um og sáu nokkrar kindur, sumar lifandi, en sumar dauðar. og sýndi eyrnamarkið, að þær vóru norðan úr Bárðardal. Hinn 25. ágúst héldu þeir aftur af stað yfir sandinn yfir undir Hofsjökul og vörðuðu nú veginn fram með honum suður á bóginn, fram með Þjórsá niður að Eyvindarkofaveri, og slógu tjöldum við kofarústir Fjalla-Eyvindar, er þar bjó fyrir rúmum 100 árum í útlegð sinni. í rústunum fundu þeir seðil frá Ólafi bónda Bergssyni á Skriðufelli, þar sem hann skýrði frá, að hann hefði komið þar 24. ág. á heimleið úr Bárðardalnum, en þangað hafði hann fylgt 4 þýzkum ferðamönnum ásamt 2 mönnum úr Reykjavík. Daginn eftir héldu þeir áfram suður á við til Hvannagils, norð- an við Búðarháls, því þar eru hagar. En á þeirri leið mættu þeir ýms- um örðugleikum, einkum sandbleytu, í Þúfuverskvísl og víðar. Við Þúfuver áðu þeir, því þar eru ágætir hagar, sem Sunnlendingar eru vanir að nota í gangnaferðum á haustin og hafa þeir bygt þar dálitla rétt. Þaðan fóru þeir fram hjá Sóleyjarhöfða og komust um kveldið í hagana við Hvannagil. Um daginn hafði verið ljómandi veður og mikill hiti, en eftir sólarlagið tók skjótt að kólna, svo að þeir nötruðu af kulda um nóttina í tjöldunum. Daginn eftir var gott veður og brugðu þeir sér þá suður á bóginn, til þess að vita, hvort ekki mundi hægt að halda veginum áfram alla leið suður að Tungnaá, og reyndist það svo. Sáu þeir þá, að Klifshagavellir eru settir alt of austarlega á uppdrætti íslands. Þeir héldu svo fram með Köldukvísl og komust svo langt austur á bóginn, að þeir sáu Illugaver og svæðið fyrir sunnan Vonarskarð, útsuður af Vatnajökli. Um kveldið héldu þeir aftur til Hvannagils, því þeim þótti ekki ráðlegt að halda lengra suður, með því veður var ískyggilegt, en leiðin löng norður aftur. 28 ág héldu þeir tilbaka norður á bóginn og lögðu nú leiðina nokkru austar, um ^/4 milu frá Þjórsá, og sluppu þá hjá hinni miklu sandbleytu í ánum við ármótin. Jafnframt settu þeir upp vörður fyrir góðan veg Við Sóleyjarhöfða, sem er hið vanalega vað á Þjórsá, fóru þeir yfir hana og áðu svo nokkra stund við kofa fyrir vestan ána. Síðan héldu þeir áfram norður á bóginn, til þess að ná fyrir sólar- iagið upp undir Hofsjökul, að Nauthaga, riðu fram með Blautu- kvísl í stórum boga vestur á við og komu þangað kl. 6. Urðu þeir mjög forviða að sjá þar iðgræna grasflöt fast við rætur hins kalda og hvíta jökuls. Upp frá flötinni hóf sig gufustrókur, frá laug einni, og fram með afrensli hennar var furðu mikill og fagur jurtagróður, meðal annars risavaxnar hvannir. Hitinn í lauginni var á að gizka 350 C., en tæpar 50 álnir þaðan, þar sem hið heita vatn féll í áknu af
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.