Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1903, Qupperneq 28

Eimreiðin - 01.05.1903, Qupperneq 28
io8 IV. árg. prentað þar síðast, 19. desember '87. En 22. númerið kemur út á Akureyri 28. maí 1888. Otto Wathne undi því nú illa, að steinhljóð væri um þau stórtíðindi, sem gerðust í konungs- ríkinu á Seyðisfirði, og lét því tveim árum síðár skinna upp gömlu prentsmiðjuna og stofna Austra hinn yngri og réð mann til, sem hann vissi nógu brjóstheilan. Hann neyddist þó til eftir því, sem hann sagði sjálfur, að losa nafn sitt frá blaðinu nokkru síðar. En þá varð blaðið ýmsum efnamönnum hér svo nærgöngult fjár- munalega, að þeir Sig. kaupm. Johansen og Stefán Th. Jónsson keyptu prentmiðjuna af gamla félaginu og stofnuðu Bjarka 1896. Bæði blöðin koma út enn. Samkomulagið hefir verið dálítið köfl- ótt, sem búast er við, þar sem menn og stefnur eru dálítið ólík- ar, og hvor á sína vini. Norðmýlingar standa í heild sinni nær Austra en Bjarka, einkum Héraðsbændur og eins er um Sunn- mýlinga. Aftur á Bjarki góða vini í fjörðunum, og er raunin þar ólygnust, því það sáu allir, að ritstjóri Austra fór einsamall með son sinn héðan á kjörfund síðast. Héraðsbændur una því ekki, sem von er, að geta ekki keypt ritstjóra eins og hvað annað, þegar þeir ríða á Seyðisfjörð. Petta verða menn að vita, til þess að geta skilið blöðin til fulls og bæjarbraginn hér um þessar mundir. Af listunum er sönglistin hér almennust eins og annarstað- ar, en dálítið minna misbrúkuð, og er það að þakka Kristjáni lækni og Elínu fóstursystur hans Tómasdóttur og svo Jósefínu konu sýslumannsins. Hún er frá Kornsá. Lárus Tómasson er einn í því félagi og svo þolinmóður, að hann heflr stundum leikið fyrir mig gömlu kóralana langt fram á nótt. Honum þykir líka vænt um þá. Pessum mönnum er það að þakka, að sönglistin er hér fremur lítið misbrúkuð. ATVINNA. Hún er hér mest starfið við verzlanirnar, sjáv- arútgerð og dálítið jarðrækt. Sig. Johansen, Þórarinn Guðmunds- son, Stefán Jónsson og Einar Hallgrímsson veita hér allir mikla atvinnu, og eins Friðrik Wathne. En bróðir hans, Otto Wathne, hafði mest Færeyinga, karla og konur, við vinnu hjá sér, og því varð innlendum mönnum minna gagn að henni; samt hafa þar margir atvinnu. Garðarsfélagið hefir veitt hér mikla atvinnu nú tvö síðustu árin og t. d. borgað hér á þeim tíma í verkkaup og viðskifti ná- lægt 60 þúsundir króna. Pá höfðu margir góða atvinnu og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.