Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1903, Page 12

Eimreiðin - 01.05.1903, Page 12
92 er þar einkarvel um hýbýli gengið. Sunnar er hús frú Wiium, ekkju Gísla skálds; það bygði liann sjálfur, en áður bjuggu þau í Tanganum, syðsta húsinu. Pað var torfbær og er að nokkru enn. Nú á það hús Magnús Sigurðsson verzlunarmaður. Fjarðará mæðir nú á oddanum en er að fylla lónið fyrir inn- an. það fyllir alt um flóð, svo að nærri verður jafnhátt veginum, og er þar hlaðin upp öll norðurhlið lónsins frá húsunum og vest- ur á krókinn og vegurinn á brúninni, og er meira gaman að sjá Fjarðarárfoss. aðra en sjálfan sig ganga þar ójárnaða í hálkum, því hér senda menn ekki stíga né ryðja í snjóum. Tar norðan við krókinn stend- ur bær Einars Jóhannssonar, lítill torfbær og er ósýnilegur á myndinni. Par er brú fram undan yfir rás og bæði á henni og öllum flóðgarðinum er háski að ganga í dimmu, því alt er ógirt. Ég man einu sinni að við Páll Snorrason vörubjóður gengum þar um í hlákumyrkri og vórum að tala saman. Veit ég þá ekki fyr til en Páll fer alt í einu að anza mér, eins og neðan úr und- irdjúpunum. Hann hafði þá stigið út af brautinni í myrkrinu og niður á Leiru, hæð sína, en sakaði ekki, þvi’ fjara var, en mjúkt undir. Líklega hefir Jóhann Mattíasson, faðir Einars, bygt bæinn. Fyrir vestan lónið sést eitt hús með stalli á. Eað er

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.