Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1903, Page 5

Eimreiðin - 01.05.1903, Page 5
Seyðisfjörður um aldamótin 1900. II MENN OG HÚS. Myndin í Eimr. VIII, bls. 197 sýnir mikið vel afstöðu fjarðar og bæjar, og veldur þrískifting hans því, að á honum er fremur lítil bæjarlögun. Við skulum ganga inn fyrir bæinn, þar sem myndin er tekin, og litast þaðan um. Við stöndum þá neðst á miðri myndinni. Að baki er dalurinn og Fjarðarsel en til vinstri handar uppi undir fjallinu er Fjörður, landnámsjörö, og sest hvorugur. Beint fram undan er bygðin á Oldunni fyrir fjarð- arbotninum, en fjallið ljósleita á móti, hinumegin við höfnina, er Vestdalsfjall, sem er norðan fjarðar og sést óglögt undir því bygð- in á Vestdalseyri, en útnorðurhorn fjarðarins sést ekki. Eað bút- ar myndin af til vinstri handar okkur. Pað er þó aðeins örlítill bugur, sem af er skorinn. Til hægri handar, nær suðurfjallinu, er Leiran með hólmunum, og þar rennur Fjarðará út. Pá verður dálítill bugur á suðurströndinni, en utan við hann sést bygðin á Búðareyri vestan og norðan undir bumbunni á Strandar- tindi, sem þar gengur kolsvört norður utan við höfnina og tekur af alt útsýni út á fjörðinn, því þar ganga þá Vestdalsfjall og hún á víxl fyrir auganu, og verður að ganga góðan spöl út með höfn- inni að norðan, á leið til Vestdalseyrar, til þess að sjá út á hafið. Strandartindur skyggir og á yzta hluta bæjarins sunnan megin: Ströndina. Hér skal nú bent á hver helztu húsin eru og hverjir þar búa nú og þar bygðu fyrst, því það vita menn enn þá um öll þeirra undantekningarlaust, og skaði að það týnist með þeim fáu mönnum, sem það vita og enn lifa. ALDAN. Út með höfninni að norðan, undir Bjólfi, er nokk- ur bygð í bugnum, sem myndin sker af. í*ar yzt er Forni-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.