Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Síða 70

Eimreiðin - 01.09.1896, Síða 70
2^0 Vínsins skál hún síðan rjetti að sveini, Sólginn ört hann teigar dýra veig; Ást við máltíð heimtar hann i leyni, Heitust munarfýsn hann yfirsteig. Samt af sjer hún stóð Sveinsins bænrnál óð Unz með gráti hann á bólstur hneig. Kemur hún og kastast til hans niður: »Kvöl þín gengur sárt til hjarta mjer, En, ef tekurðu’ á mjer, — æ, því rniður Ei, hvað duldi’ eg, framar leynir sjer; Hreinni hvíturn snjó, Köld sem klakinn þó Sú er brúður, sem þú valdir þjer.« Ást sem fastast um þau vefinn spinnur, Unað viður blandast tárin skær, Hvort í öðru að eins til sín finnur, Eldinn hans af vörum sýgur mær. Hans upp hitar glóð Hennar stirðnað blóð; Ekkert hjarta i brúðar barrn þó slær. Þá um vífið lagði’ hann eflda arma Æsku- og ástartjörs með tökin stinn; »Eigðu víst, að eg mun ljá þjer varma, Enda úr gröf þó kærnir til mín inn. Buguð blíðri þrá Kyssumst, öndumst á; Hitnarðu ei og hita finnur minn?« En á meðan úti á gangi gætin Ganga móðir rjeð við dyrnar fram, Hlýddist um og einhver heyrði lætin, Eyrum sínum furðu tóna nam, Kveins og kætihljóðs Karlmanns bæði og fljóðs, Þar með trylldrar ástar orða-stam.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.