Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Síða 68

Eimreiðin - 01.09.1896, Síða 68
Hvítklætt víf hann vafra til sín lítur viður lampans skin um nætur stund; Skýlir blæja, hjúpur skartar hvítur, Hrafnsvart, gullglæst skarband bar það sprund. Siðleg, stillt hún sjer Svein og undrast fer Hrædd um leið og hvítri lyptir mund. »Hví er eg í húsi þessu dulin Hins að til vor gestur kominn er? Æ, í klefa er eg byrgð og hulin Og nú verð eg mín að blygðast hjer. Enn með alrótt geð Afram sofðu á beð, Eins og kom eg aptur burt eg fer.« »Bíddu, fagra!« brátt kvað sveinn með æði, Bregður við og rís úr hvílu nú, »Ceres, Bakkus sín hjer bjóða gæði, Sjálf með Amor blíðust kemur þú. Ertu af ótta föl? Ast mín, fest hjer dvöl Og að fögnuð guða glöð þjer snú!« »Stattu, sveinn, mjer fjær með feginsræðu, Fleygt var mjer að baki gleði lífs, Hinzta spor er stigið mjer til mæðu, Móður hjátrú dóttur varð til kífs, Sjer til heilsu í sótt Sór hún himni þrótt Minnar æsku meður eðli vífs. Glæst nam fornra guða fjöld burt víkja, Gerðist húsið tómlegt eptir það; Hulinn einn í himni tjáist ríkja, Heimslausnara krossi flykkzt er að, Nam úr siðum sjót Sauða og nauta blót, — Fjölgar manna fórnum þess í stað.«

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.