Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Qupperneq 60

Eimreiðin - 01.09.1896, Qupperneq 60
220 þýðufyrirlestram, er haldnir verða ókeypis eða svo að kalla. Byrjað verður sunnudaginn 8. des., og svo haldið áfram annanhvorn sunnudag i vetur að minnsta kosti — ef nokkrir fást til að hlusta á. Undirtekt- irnar hafa yfir höfuð verið góðar hjá tilvonandi ræðumönnum. En ýmsir bera kviðboga fyrir, að alþýða manna muni hugsa sig vandlega um áð- ur en hun fer að sinna sliku. Reynslan sýnir nú bráðum, hve sann- spáir þeir menn reynast. Mjer virðist ekki fjarri lagi, að segja hjer eina sögu til dæmis um þann skilning, sem sumt fólk hjer hefur, ekki að eins á því, sem gert er almennt, heldur og á því, sem gert er fyrir það sjálft. Sjómönnum er bannað að slægja fisk í fjörunni. Nýtum mönnum þótti leiðinlegt að láta fara til ónýtis allan þann góða áburð, sem fiskslorið er, jafnmikill skortur sem er á áburði hjer i bænum, og jafnmikil eptírspurn sem eptir honum er. Svo jarðræktarfjelag Reykjavíkur leggur til kassa, sem sjómenn eru beðnir að láta slorið i. Rennan áburð ætlar fjelagið að borga fullu verði, og and- virðið á að renna í ekknasjóð fiskimannanna sjálfra. Petta er auglýst ræki- lega. Til voru þeir fiskimenn, sem skildu þetta og Ijetu slor sitt i kassana. En hinir rnunu þó hafa verið miklu fleiri framan af — jeg skal ekki full- yrða, hvernig nú er komið — sem slægðu fisk sinn langt úti á höfn og vörpuðu slorinu útbvrðis. Peir sögðust »ekki ætla að fara að láta h... . hann Halldór Friðriksson og hann sjera Þórhall græða á sjerU THORVALDSENS-FJELAGIÐ. Jeg geng að því visu, að fæsturn muni vera mikið kunnugt um það fjelag; blöðin gera yfir höfuð svo lítið að þvi að fræða menn um það, sem gerist hjer á landi, og veldur það auðvitað rnest, hve smá hjerlend blöð eru. En fjelagið er vel þess vert að þekkja það. Pað var stofnað fyrir 20 árum, 1875, þegar myndin af Thorvald- sen var afhjúpuð á Austurvelli, af eitthvað 30 konum. Meðlimafjöldinn mun vera álika enn, eitthvað rúmt 30, og karlar hafa allt af verið úti- lokaðir, enda munu þeir eiga lítið erindi þangað. Aðalstarf þess er að kenna ungum, fátækum stúlkubörnum, 10 ára gömlum og upp að ferm- ingu, hinar einföldustu og algengustu hannyrðir, einkum prjón og fata- saum. Pað liggur í augurn uppi, að slikt er hið mesta þarfaverk, eins og hjer hagar til. Hjer er aragrúi af heimilum, þar sem enginn kost- ur er á að læra neitt slíkt. Svo framarlega sem ekki sje rjett nein hjálp utan að, hljóta stúlkur, er alast upp á slikum heimilum, að verða meira en fákunnandi til handanna, og af slíku getur staðið hin mesta hætta. Hugsum oss bláfátæk konuefni hjer á landi, sem ekki kunna að prjóna sokk nje stinga nokkurt nálspor! Til þess að kenna þessar nauðsynlegustu og sjálfsögðustu hannyrðir, heldur fjelagið skóla 2-—3 mánuði á vorin, 2 tíma á hverjum virkum degi. Kennt er i 6 deild- um, og skóla þennan sækja 60—90 stúlkubörn, svo að það leynir sjer ekki, að menn finna til þarfarinnar á honum og nota hann vel. Fje- lagskonur eru skyldar til að kenna nokkuð borgunarlaust á skólanum. En ekki komast þær yfir alla þá vinnu sjálfar, sem ekki er heldur von, og verða því að kaupa sjer nokkra aðstoð. Auk þessa hefur fjelagið rnjög opt haft jólatrje með gjöfum fyrir börn fátæklinga. Einkum eru þá gefin föt, og munu fjelagskonur hafa saumað mest af þeim fötum á samkomum sinum — þvi að þær sitja við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.