Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Qupperneq 57

Eimreiðin - 01.09.1896, Qupperneq 57
217 an. Svo standa húsin flest öll, alveg fast fram við götuna, svo að eigi er unnt að prýða neitt fyrir framan þau. og þar sem einhver viðleitni er með blóma- og trjáplöntun, er það aptan við húsið, innilukt af há- Um garði, svo að bærinn hefur enga prýði af. Göturnar sjálfar hafa töluvert batnað, orðnar sljettari og greiðfærari, en rennurnar eru enn ótækar, svo að ef verulegur hitastraumur álpaðist hingað einhvern tíma, skil jeg ekki annað en að fólk hryndi niður unnvörpum; vatn vantar í þær hvervetna og halla í miðjum bænum. Atkvæðamesta breytingin, sem hjer verður fyrir augum, er jarð- ræktin umhverfis bæinn. Eptir islenzkum ræktunar-mælikvarða hafa stór flærni verið unnin hjer uppi i urðinni, og gerð að fallegum túnum, og allt af verið að bæta við. Afarmiklu verki hefur verið til þessa varið, Og menn gera sjer von urn, að ágóðinn muni verða vel viðunanlegur. Sjálf- sagt stendur það í einhverju sambandi við þessa jarðrækt, að öllum ber saman um, að vinnusemi hafi mjög aukizt i bænum. Menn standa ekki lengur og snópa í búðunum yfir engu, eins og áður var svo títt. En virðingin fyrir vinnunni finnst mjer ekki hafa vaxið að sama skapi. Það er bæði illt og broslegt að sjá, hve rnjög sumt fólk virðist fyrirverða sig hjartanlega fyrir að láta menn sjá sig vinna, einkum sjálf- sagt kvennfólk. Eitt hús þekki jeg, þar sem eru þrjár vinnukonur. Ofurlítill túnblettur er við húsið, og á þeim bletti er brunnur. .En kaupa verður vatnskerlingu til að bera vatnið úr þessum brunni inn í húsið, því engin stúlka má láta sjá sig ganga með vatnsfötu frarn með húsinu. Og það er von, að svona fari, þegar enginn þeirra, sem talinn er með heldri mönnnm, má láta sjá sig gera handarvik af almennum störfum, án þess mjög sje tekið til þess. Jeg þekki einn af slíkurn mönnum, sem fór með vatnskönnu út fyrir húsið sitt og sótti vatn í hana í tunnu, undir vatnspípu á húsinu. Það þótti í meira lagi kynlegur atburður, og komst út um allan bæ. Hvervetna finnst rnjer jeg verða var við þenn- an skort á virðingu fyrir líkamlegu starfi. Það þarf ekki annað en að sjá muninn á því, hvernig heldra fólki og óbreyttu alþýðufólki gengur að fá sig afgreitt í búðum. Einhver hin stórkostlegasta breyting, sem jeg get hugsað mjer, að hjer geti komið fyrir í Reykjavík, er sú, að sá ameríski hugsunarháttur kæmist inn, að ekkert þarft starf sje neinu prúðmenni ósamboðið. En til þess þyrfti menningin að grípa miklu lengra inn í hugi manna en hún gerir hjer í höfuðstaðnum. Þegar út í sveitirnar kemur, verða breytingarnar á vegunum fyrst fyrir manni. A þeim hafa víst víða orðið mildar umbætur, og tölu- verður rekspölur er korninn á með brúlagning yfir ár — brýrnar yfir Ölfusá og Pjórsá náttúrlega langmestu mannvirkin, eqda mjög myndar- legar. Vitanlega þykir mönnurn vænt urn akvegina, þar sem þeir eru komnir, sem er nú reyndar mjög óvíða. En vafasamt þykir rnjer, hvort almenningur manna hefur enn fengið verulega trú á því, að þeir muni verða til stórkostlegra framfara fyrir landið. Peir eru svo margir, sem segjast þurfa að eiga fjölda hesta vegna heyskaparins, hvað sem vegun- um líði, og svo muni sig það minnstu, þó farið sje með þessa hesta i ferðalögin. Sjálfsagt er nokkuð satt í þessu og hætt við að akbrautirn- ar komi ekki að fullum notum fyr en búskapurinn er kominn í það horf, að ræktuð jörð er eingöngu eða mestmegnis notuð til heyskapar. -— Af
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.