Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Qupperneq 50

Eimreiðin - 01.09.1896, Qupperneq 50
210 ár lauk hann við síðasta aðalverk æfi sinnar, 2. part Fausts, en um hann eru mjög skiptar skoðanir, því þó þessi seinni partur hafi mikla skáld- lega fegurð að geyma, þá er hann hinsvegar svo fullur af dulspeki og ráðgátum, að hann i heild sinni er óaðgengilegur öllum þorra lesenda. Skömmu fyrir siðasta fæðingardag sinn var Goethe staddur i bæ þeim, er Ilmenau heitir, og gekk upp á fjall eitt1, sem þar er i nánd; hafði honum opt þótt unaðssamt að dvelja þar, og á haustkvöldi einu (1783) hafði hann ritað þar, á þil í timburkofa einum, hina nafnkunnu vísu, »Ueber alle Gipfeh (Alkyrð yfir fjöllum). Hann leit á visuna og las hana yfir, og er hann minntist liðnu tímanna, komst hann við og vöknaði um augu og tók hátt upp fyrir munni sjer seinustu orðin: »Warte nur, ialde Ruhest du auch«, og það rættist líka, að hvíldarinnar var ekki langt að biða, þvi árið eptir (1832) 22. marzm. dó hann þjáningarlausum dauða á 83. aldursári. Sið- ustu orð hans voru: »Mehr Licht!« (meira ljós!) og voru þau einkenni- leg fyrir hann, sem alla æfi hafði leitað eptir ljósinu, hinu eilifa ljósi fegurðarinnar og sannleikans. Að þvi er skáldskap Goethe’s snertir, þá er það »lýriska« gáfan, sem yfirborðið hefir, og sjerstaklega eru hin lýrisku kvæði lians svo framúrskarandi, að ekkert lýriskt skáld fyr nje siðar hefir verið fremra, og efasamt, hvort nokkurt annað geti við hann jafnazt. Og í leikritum hans gætir hins lýriska svo mjög, að jafnvel Faust, hið mesta meistara- verk hans, má að mörgu leyti kalla lýriskan sjónleik. En allt um það eru bæði sjónleikar hans og frásögu skáldskapur, skoðað út af fyrir sig, svo ágætt i sinni röð, að það er setjandi jafnhliða verkum hinna fremstu skálda. Vald hans yfir þýzku máli segir J. Grimm, að verið hafi svo frábært, að enginn annar þýzkur höfundur komist í samjöfnuð við hann. Og yfirleitt rikir í skáldskap Goethe’s hið fegursta samræmi efnisins og formsins, enda hafði hann ausið djúpt af lindum hinnar grísku forn- menntunar, og þvi hafa sumir sagt, að hann væri fremur griskur en germanskur í anda. Má vera að Goethe hafi stundum viljað fara of- langt í þvi, að likja eptir forngrískum fyrirmyndum, en því munu menn aldrei geta neitað, að skáldmeiður hans hefir sinar djúpu rætur i ger- mönskum jarðvegi, þótt hann baði krónu sina i heiðlopti hellenskrar feg- urðar. I víðtæki og allsherjarleik andans2 hefir hann verið einstakur 1 Það heitir Kickelhahn og er »Thuringerwald« þar hæstur. 2 Georg Brandes fer um liann þessum orðum: »GÓethe hafði eigi að eins liina dýpstu skáldskapargáfu til að bera, heldur var hann að öllu samtöldu bezt gefinn og fjölhæfastur þeirra manna, sem ffam hafa komið í bókmenntum Evrópu allt frá endurfæðingu vísindanna (Renaissance). Þó hinir fyrstu fimm- tugir æfi hans og lífstarfs he}TÍ átjándu öldinni til----þá seilist þó veld- issproti hans inn yfir nítjándu öldina, og þó vjer nú á dögum víða hvar sjáum takmörk gáfna hans, þá eygjast samt ekki enn þá takmörk veldis hans í rúmi og tíma. Tuttugasta öldin mun taka við honum af hinni nítjándu, eins og nítjánda öldin tók við honum af hinni næst undanfömu, og að sama skapi sem þjóðunum vex menning, munu þær í fyllra mæli leitast við að komast niður í anda ljóðmæla hans, skáldmynda og hugsana«.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.