Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Side 44

Eimreiðin - 01.09.1896, Side 44
204 bera vott um, hversu hann hefur verið bráðþroska. Pað sem kringum hann var og fyrir hann bar í barnæskunni var vel lagað til að vekja og örfa hinn unga anda hans. Faðir hans átti mikið bókasafn og önnur söfn, og fæðingarborg hans, Frankfurt, var mjög merkur staður með forn- um byggingum og sögulegum menjum og þess utan fjörugu nútíðarlifi, fjölsóttum marköðum og mikilli verzlun og talsvert um að véra. Þar fór fram keisarakrýning Jóseps annars með hinni mestu viðhöfn (1765) og stórkostlegir söguviðburðir (Sjö ára stríðið 1756—63) gerðust og um þenna tíma, og bar þá svo til, að Frakkar náðu Frankfurt og sat frakk- neskt lið um nokkur ár í borginni og hafði sjer leikhús, þar sem frakk- neskir sjónleikir voru leiknir, og varð það mjög til að glæða áhuga Goethe’s á sjónleikaskáldskap og sjónleiksíþrótt. Tók hann nú og sjálf- ur að yrkja ýmislegt og leggja stund á skáldskap, auk þess sem hann hjelt áfram námi sinu í öðrum greinum, tungumálum, sönglist og upp- dráttarlist.— 1765 var hann sendur til háskólans í Leipzig til að lesa lög og ljet hann sjer það lynda, þótt hugur hans hneigðist meira að fögrum visindum og listum, enda var auðvitað að hann mundi gefa sig við þeirn jafnframt, og hafði iiann i Leipzig umgengni við skáld og lista- menn og naut tilsagnar i uppdráttarlist hjá Öser formanni listaskólans þar, sem hafði mikil áhrif á hann og jók áhuga hans á fögrum listum, og varð þessi áhugi enn meiri, er hann hafði komið til Dresden og sjeð listasöfn- in þar. Fað, sem hann hafði ort áður, brenndi hann, en tók nú að yrkja af meiri þroska. Orti hann bæði lýrisk kvæði og samdi tvö litil leik- rit, sem að nokkru leyti lutu að því, er fyrir sjálfan hann hafði komið í ástarefnum og öðru. Og nú tók skáldskapur hans verulega þá stefnu, sem einkenndi hann ávallt siðar, að yrkja frá eigin brjósti og að snúa því, sem hann reyndi sjálfur, hvort sem það var gleðilegt eða sorglegt, í skáldlegar myndir (»Glúck und Unglúck wird Gesanga, »lán og ólán verður að ljóðum«); i stuttu máli að leita undirstöðu skáldskaparins i sjálfsreynslunni og verulega lifinu, og er það einmitt þetta, sem gefur skáldverkum Goethe’s svo mikinn sannleiksblæ. En það voru ekki þess- ar framfarir, sem faðir hans hafði helzt á kosið, og þótti honum syni sinum verða lítið ágengt með lögfræðisnámið. Par við bættist, að Goethe varð hættulega veikur af blóðspýtingi (1768), svo um stund var tvísýni á lifi hans, en batinn seinn og hvarf hann þá sama árið heim aptur til Frankfurt. Um vorið 1770 fór hann til háskólans i Strassborg til að afljúka lögfræðisnáminu eptir vilja föður sins og fann hann fljótt, að hann vant- aði lítið til að geta leyst hin fyrirskipuðu próf af hendi; tók hann þá jafnframt að leggja stund á náttúrufræði og læknisfræði. í Strassborg kynntist hann ýmsum ungum mönnum, sem gagnteknir voru af þjóð- legum framfarahug og höfðu óbeit á frakkneskum þjóðháttum og mennt- un, og þar kynntist hann einnig Herder, sem dvaldi þar um þetta leyti og var þeirra andlegur leiðtogi og ráðanautur. Herder opnaði augu Goethe fyrir mikilleik Hómers og þjóðskáldskap hinna ýmsu þjóða, og leiddi athygli hans að kvæðum Ossíans, sem Macpherson hafði þá ný- lega gefið út. Og nú fer Goethe verulega að magnast sem skáld og fær hugmyndina til að yrkja leikrit út af »Götz von Berlichingen« og annað út af töframanninum Faust og þjóðsögunum um hann. Enn frem-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.