Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Side 30

Eimreiðin - 01.09.1896, Side 30
um.« — »Heimtaðu þó þú viljir tíu — tuttugu af hundraði.« — »Vextirnir verða að vera háir, herra bæjarfógeti, því þessa fjár hef- ur verið aflað með súrum sveita. Getið þjer gert yður í hugar- lund, hvað margar nætur jeg hef orðið að vaka og hvað mörg þung spor jeg hef orðið að ganga til þess að afla þess, og vitið þjer til hvers það var ætlað?« — »Til þess að skapa og tryggja framtíð Gunnlaugs.« — »Öldungis rjett. Þetta er hjer um bil það, sem jeg á nú afgangs, eptir að jeg er búin að koma honum í gegnum Jatínuskólann. En hann er ötull piltur, so jeg vona að hann geti nú sjálfur bjargazt áfram, og auk þess er ekki loku fyrir það skot- ið, að jeg geti með guðs hjálp vakað og gengið um beina í nokk- ur ár enn. Það stendur við það, sem jeg sagði, þjer skuluð fá þessa þúsund dali — gegn vöxtum.« — »Segðu hvað þú heimtar, jeg geng að því.« — »Jeg heimta ekkert annað, herra bæjarfógeti, jeg lifi ekki til annars en að reyna að efla velferð og hamingju barnsins míns. Þjer hafið framtíðarhamingju hans í hendi yðar. Þar eru vextirnir.« — »1 hendi mjer?« — »Já, herra'bæjarfógeti, hann og Sigríður unna hvort öðru hugástum. Jeg hef lengi vit- að það. I kveld hafa þau játað hvort öðru ást sína. Ef hún nú vill bíða hans nokkur ár og hann kemur aptur sem kandídat og heiðvirður rnaður, sem getur sjeð fyrir eiginkonu, þá má hann fá hana — er ekki svo, herra bæjarfógeti — þó að móðir hans sje ekki nema umkomulaus baðkona?« Bæjarfógetinn var niðurlútur og tók vinalega í höndina á Gunnhildi. »rú ert langt um betri og heiðarlegri en jeg, Gunnhildur mín.« »Og nú held jeg að bæjarfógetanum yrði gott af að drekka eitt glas af púnsi.« Hún hafði allt af staðið með bakkann í hendinni. Hann drakk úr glasinu í einum teig, greip báðum höndum um höfuðið, eins og hann hefði dreymt illa og skundaði svo eins tindilfættur eins og hann hefði kastað ellibelgnum upp eptir trjáganginum og inn i danssalinn. I því að hann kom inn, var byrjað að leika fjörugt danslag. Menn vóru að raða sjer til að dansa fran;aise. Gunnlaugur gekk með Sigríði sjer við hönd og var að svipast um eptir gagndans- endum. Bæjarfógetinn rauk eins og ljettfættur unglingur til konu sinnar og leiddi hana fram í dansfylkinguna. Og svo heyrðist

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.