Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Side 28

Eimreiðin - 01.09.1896, Side 28
að hvílast ögn og hressast eptir námstritið. Hann hafði einmitt verið að reyna að krækja sjer í lyfsalapróf, en fallið í annað sinn. »En hvað hann Friðrik er orðinn fallegur piltur,« sagði yfir- kennarafrúin. »Svo tígulegur og snyrtilegur í framgöngu. Slíkt er mönnum meðfætt, það liggur í blóðinu. Littu bara á hann við hliðina á honum Gunnlaugi Gunnhildarsyni eða Hallssyni, eða hvað hann nú kallar sig. Hann hefur nú líka fengið góða skóla- menntun; en það er ekki komið undir því, náttúran er nám- inu ríkari.« Lyfsalafrúin hristi meðaumkvunarlega höfuðið. »Mjer finnst það bera vott um smekkleysi hjá bæjarfógeta- fólkinu, að vera að bjóða honum.« Það fannst lyfsalafrúnni líka. »Það er ekki rjett að vera að uppörva menn til þess konar vondra eptirdæma. Hvað haldið þjer að verði afleiðingin af því?« Það vissi lyfsalafrúin ekki. »Að farið verður að láta öll almúgabörn læra, og þegar svo er komið, að farið er að gera alla skraddara- og skóarakróa að kandídötum, hvar á maður þá að fá klæði og skæði?« Það vissi lyfsalafrúin ekki. Yfirkennarafrúin vissi það ekki heldur. Friðrik og Sigríður svifu út á gólfið í ljettstignum dans. »En hvað þau eru bæði lagleg og eiga vel saman! Hún gæti verið nógu laglegt konuefni handa honumsyni yðar.« — »Guð hjálpi mjer! nei, það held jeg við vildum helzt vera laus við að komast í mægðir við það fólk.« — »Það er sagt að bæjarfógetinn sje stór- skuldugur.« — »Og nefnið þjer það ekki — skuldunum vafinn.« — »Og þó eru þau að halda dansveizlu.« — »Nú, læt jeg það nú vera. En vitið þjer hvað bakarinn sagði mjer?« — »Nei.« — »Hann sagði, að þau hefðu pantað þrjár stórar kransakökur til þess að hafa í ábæti á eptir verðinum.« Yfirkennarafrúin varpaði mæðilega öndinni. »Jeg held heimurinn sje farinn að ganga af göflunum. Hafið þjer nokkurn tíma heyrt annað eins?« Lyfsalafrúin hafði aldrei heyrt annað eins. Yfirkennarafrúin hafði aldrei heyrt annað eins heldur. Gunnhildur var allt í einu búin að missa sjónar á bæjarfóget- anum. Hún brá sjer þá út í svalirnar, sem vissu út að garðinum og sá, að hann var þar á gangi í einum trjáganginum. Það var

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.