Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Page 22

Eimreiðin - 01.09.1896, Page 22
Gunnhildur kippti í baðstrenginn. Frúin rak upp óp. »Þú sálgar mjer, f>ú sálgar mjer; jeg fæ stjarfa1 — þetta er jökulvatn — hættu, hættu! Handklæði, fljótt, fljótt — jeg ætla að deyja, — jeg ætla að deyja.« — »Handklæði, hamingjan hjálpi mjer; því hef jeg gleymt!« Gunnhildur rauk út eins og elding. Þarna stóð nú aumingja yfirkennarafrúin, eins og hún væri dregin af sundi, með svo mikl- um kuldaskjálfta, að í henni nötraði hver tönn. Nú liðu nokkrar mínútur. — »Gunnhildur!« — Ekkert svar. — Enn liðu nokkrar mínútur. — »Gunnhildur, góða Gunnhildur!« — Enn leið og beið. Frúin var farin að gráta. — »Gunnhildur, Gunnhildur!« — Hinn hvelli hljómur borðbjöllunnar tók undir með angistarópi frúarinnar. En allt kom fyrir ekki. Þegar Gunnhildur kom loksins aptur, sat frúin í legubekkn- um sótsvört af örvæntingu með bláa bedúínakápu á herðunum og var að reyna að þurka sjer á knipplingavasaklút. »Frúin verður að afsaka, að jeg var svo lengi burtu. Það vóru engin þur handklæði hjerna við höndina, svo jeg varð að plampa alla leið upp í þvottahúsið.« Frúin varð að taka þessu með þögn og þolinmæði. Læknir- inn hafði fyrirskipað 30 kerlaugar. Hana hryllti við að hugsa til þeirra 25, sem eptir væru. Loksins var hún alklædd. Gunnhildur fylgdi henni út með sama vinabrosinu og hæverskusvipnum og vant var. »Frúin kemur náttúrlega aptur á morgun?« — »Jú, það geri jeg, Gunnhildur mín. Og jeg skal biðja manninn minn að vera ekki eins harður við hann Lauga litla.« — »Hjartans þakkir, frú mín góð! Jeg veit ekki hvað jeg vildi gera fyrir yður, ef þjer vilduð gera það.« Þegar yfirkennarafrúin kom heim, átti hún langa samræðu við mann sinn inni í lestrarherberginu hans. Þegar yfirkennarinn kom út, var hann töluvert rauður í framan. Hann kvartaði yfir að hann hefði tannpínu. Hann þjáðist af tannpínu, einkum þegar hann hafði haft langar samræður við frúna inni í lestrarherberg- inu sínu. Sama daginn fjekk Laugi litli ágætiseinkunn í siðferði. Nokkru seinna reyndi sonur lyfsalans að sýna fyndni sína á »Gunnhildar- 1 Fornt orð = TStivkrampe^ á dönsku.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.