Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1896, Page 15

Eimreiðin - 01.09.1896, Page 15
175 Veðslátturinn. (Eptir Asmund Vinje). Orrinn og gamall gaukur, greind hjú, veðjuðu vænni kú jþað hermdi mjer fyrrum haukur; heyr nú. »Hver sem er fyr á fætur, fær kú«. Lómur því gaf að gætur: »góð hjú, veðmálsins vinn eg þrætur, jú jú!« Gaukurinn fyrstur gellur; gett þú: hljóðar upp hár og hvellur: »eg — kú! eg — kú 1« Orrinn þá inn í fellur: »jir — jú, jir — jú!« En lómurinn vesall vellur: »æ — ú, æ — ú!« Gunnhildur gamla. (Eptir L. Dilling). Hvert mannsbarn í bænum þekkti Gunnhildi gömlu. En bær- inn var þá heldur ekki búinn að fá annað eins stórbæjarsnið á sig eins og nú. Þar var engin járnbrautarstöð, engin fríkirkja og engin pólitík. Embættismennirnir sátu eins og gipsmyndir á krókhillu og litu smám augum niður á borgarana; daglaunamennirnir stóðu með hattinn í hendinni, ef einhver maður, sem var vel til fara, gekk fram hjá þeim, og það fyrsta, sem stúlkubörnunum var kennt, var að hneigja sig fallega fyrir fínu frúnum. Allt var enn þá á fremur lágu stigi, og eins var það með veizluhöldin. Menn vóru ekki enn farnir að hafa þrjá heita rjetti matar í kveldboðunum og sú tízka var heldur ekki komin á, að senda út prentaða veizluboðs- og greptrunarseðla. Gunnhildur gamla var notuð eins og lifandi seðill, með svört- um röndum eða án þeirra — eptir því sem á stóð. Hún var fremur lítil vexti og ljett á sjer; dálítið skorpin og

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.