Óðinn - 01.02.1906, Blaðsíða 8

Óðinn - 01.02.1906, Blaðsíða 8
88 ÓÐINN. pars hvert pað sáð, er svalt í stríði hörðu, mót sólu hlœr á lifandi manna jörðu. Hvað hef jey unnið ? Elsku vinir kæru! mig ángrar sárt, hve pað er títilsvert. En samt jeg pigg með pökkum slíka œru, sem pjer af kœrleik til mín hafið gert. Pótt hundrað mínir hörpustrengir væru, er hjörtu gðar Ijúfast gœtu snert, og syngju peir með tignar-tóna bjarta: Peir tœmdu pó ei vinarpel míns hjarta! »Nú slekk jeg Ijósið — og svo slokknar Ijósiðn, hann Shakspeare kvað við Desdemónu lát. En hvað um pað? Jeg kveð pað karla ósið, að kveðja fyrst, pá brott er vit og gát. Jeg kveð — og kveð án sorgar hismið, hrósið, allt heimsins stríð, með blekkíng, synd og fát. Hið sanna, góðaogfagra fumur veginn! Farvel, farvel! Og sjáumst hinumegin! JA ATTH. jJoCHU/VISSON. Hrin g’liendur, skammdegisstökur til Óðins norðan úr Fljótum. Enn á gœgjum ertu nótt, eftir lagi bíður, veist að daginn vantar þrótt, vorn í bœinn skriður. Sefur þjóðin. Pví finst mjer þörf á Ijóðum nýjnm. Sendi’ eg óð minn, Óðinn, þjer i anda bróður hlýjum. Byrstur norðan bylurinn beiitum korða heggur; mjallar-forða flytur sinn, fjöllin borðaleggur. Pjer jeg inna þó vil hól; þegar vinnan dvínar andinn finnur unaðsskjól oft við kinnar þínar. Orku neyta allrar mátt andans þreytu að vinna; fyrst þú heitir Óðinn, ált okkar sveit að jinna. Aldan stranga úfnar skjótt, út við tanga gólar; að hin langa lœðist nótt, lœkkar gangur sólar. Gleymsku hrindir hulu frá, hugsjón myndast tekur, þú i lyndi löngum þá liðnar stundir veknr. Fljúgðu að ströndum, flyttu Ijóð, fjör í önd þá bálar. Pá úr böndum rjettist rjóð rós í löndum sálar. Afram stiklar alda snœs, iðar, spriklar, þekur. Sundur mikli bakkinn blœs, brýrnar hnykla tekur. Hjá þjer sannan frið má fá flest að kanna gœði, því að annir oklcnr þá ekki banna kvœði. Varnir nágar veitast þá, svo verður ósigrandi blóm, sem frjómagn enn lil á i andans snjóalandi. Nú er fríði fuglinn minn fjarri óblíðum söngum. Rósir stríði stormurinn strauk af hlíðarvöngum. Af þínnm völdum þá var slcjól þeim á köldu dögum: mjer á kvöldin yndi ól ógnar fjöldi af sögum. Villu hnekkja margri mátt, mörgum hrekkjum sóa. Öll þjer blekking lúti lágt. láttu þekking gróa. Oðar föngin fœkka skjótt, flest þvi löngum beygir. Nú er á töngum nyrstu hljótt, nokkuð þröngir vegir. Andi vor af yngist því er/ið spor ef buga, að komi vor og vakni á ný von og þor i huga. Eyddu róstum, lið oss Ijá, Ijett, þá gjóstinn berjum. Von í brjósti þráir þá þig með pósti hverjum. Benedikt Guðmundsson (frá Húsavík). Vísa eftir Jónas Hallgrímsson, áður óprentuð. Mosfellingar þóttu engir búhöldar um það leytisem Jónas dvaldi hjer í Reykjavík á æskuárum sínum. Er svo sagt, að þeir reiddu heyið á sumrin ofan í Reykja- vík og seldu þar fyrir kramvöru og brennivín. Gengu þær ferðir oft slörkulega og koniu bændurnir kendir heim. Jónas var á ferð uþþi í Mosfellssveit þegar hann orti vísuna og var þá einn bóndinn að búa sig á stað í hev- söluför til Rvíkur: »Bóndinn situr á bæjarstjett, bindur ’ann reipi, hnýtir ’ann hnúta; heyið er upp i sæti sett, — konan ætlar að kaupa sjer fyrir það klúta«. Pfehtsíínöjah (íuteribcrg. ~

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.