Óðinn - 01.02.1906, Blaðsíða 6

Óðinn - 01.02.1906, Blaðsíða 6
86 ÓÐINN. sig ekki um að fara inn á skólann aftur, og hefur málað á eigin spýtur siðan. Það er eng'inn efi á því, að Asgrímur er lista- maður, enda virðast menn samdóma um, að svo sje, þar sem Einar Jónsson aftur á móti hefur niætt misskilningi og misjöfnum dómum. ¥ ¥ ¥ Þessir þrír menn, sem hjer hefur verið minst á, eiga sammerkt í því, að þeir eru allir tjelausir, því allir lifa þeir aðeins á kostnað listar sinnar. Al- þing liefur dálítið styrkt þá alla. Nú sem stend- ur hefur þó aðeins Ásgrímur landssjóðsstyrk, 600 kr. á ári. Þingið er smáskamtasamt á þesskonar styrki, og mun aðalorsökin vera sú, að þingmenn vita að almenningur telur þá eftir og er enn ekki farinn að skilja, að þeim sje rjett og vel varið. F/osi oi) Hildigunnur. W Skjöldum eru sköruð Skálaþilin, tjölduð Fegurslu dúkum að fornra tíma sið; Skipar skorna bekki Skörulegast mannval. Hljótt talast Flosi og Hildigunnur við. Hvað er nú? Ahyggju- ógnþrungin ský Ennið hans, svipinn hans skyggja, — Kynlega tindrar nú augum hans i Eitthvað, en fáránleg gremja er í því. Skyldi’ann á hefndarráð hyggja ? Hvað er Hildigunni? Hvarmar brenna’ í tárum, Skapið er hefndþrungið, hjartað bólgið sorg. Astin heit og heiftin, Hugarkvölin, þrekið Tefla um völdin í hennar hugarborg. Björt er hún ásýndum, œgileg þó, Æst sem hin freyðandi bára; Firt er nú brjóst hennar friðnnm og ró, — Fylgdu þau Höskuldi þegar hann dó Og blóðlöðrið sá hún hans sára. Hörð til hefnda’ hún eggjar, heimtar víg og skelfíng; Orð hennar brenna sem eldur Flosa sál: »Hygg eg víst að hafa Höskuldur þín mundi Hefnt, ef þig fjandmanna feldan hefði stál. Sorg min er skemtun þín, yndi þjer er Eldfleini’ í brjóst mitt að leggja, — Steinhart er hjartað hið stolta í þjer, Storkar mjer grátínni, ha’ðist að mjer, — Hvað stoðar œttlera’ að eggja!« Flosi situr, situr, Sortna brúnaskuggar. Kaldur og stiltur hann starir fram í sal. »Banamenn þíns bónda Ber mjer sœkja' að lögum, Ekki á blóðhefndir harðar hyggja skal! Grimm ertu’ í skapi og geigvœn þín lund, Gott mun þjer aldrei að treysta!« Hugsandi, grátbólgin stóð hún um stund, Stólbrík hún krcysti með skjálfandi mund: »Betur skal frœnda míns freista!« Innar Hildigunnur gengur. — Gömul kista stóð í skála. Mundi’ hún geyma gullið kvenskraut, Grípi dýra, Ijósin ála? Arkarloki upp með hœgð hún lyftir, Upp hún tekur skikkju samanbrotna. Sú mun Flosa og fteirum gleðisviftir, Feikn og dauði í skauti hennar drotna. Pakin er hún banablóði, Bleikur glotta dauðinn kaldi Sýnist gegnum svart og storkið Sáraftóð á skikkjufaldi. Pögul fast að Flosa’ hún gengur. Fagurbúna skikkju lagð’ hún Y/ir herðar honum, — þungum Hugarmóði fylt þá sagð' hún: »Frœndi! -— þú munt þessa skikkju kenna, — Pá, er gafstu forðum mági þínum. Aptur nú eg gef þjer gripinn þenna, Gripinn dýrsta’ og besta’ af eigum mínum. Höskuldar með hjartablóði Hún er skreytt og minum tárum, Máske seinna gœti’ liún, góði, Glatt þitt hjarta’ í raunum sárum! — Sœri’ eg þig við sœmd og heiður, Sœri’ eg þig við drenglund þina, Sœri’ eg þig við sárin Kristí, Sœri’ eg þig við harma mína:

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.