Óðinn - 01.02.1906, Blaðsíða 3

Óðinn - 01.02.1906, Blaðsíða 3
ÓÐINN. 83 til þess að hafa málið og stílinn þar ætíð í fersku minni. Enn er ótalið eitt merkilegt atriði i starfs- sögu Páls Melsteðs, en það er hlutdeild hans í islenskum kvennfræðslumálum. Konu sina, sem áður er um getið, misti hann 1858, en kvæntist aftur árið eftir núlifandi konu sinni, Thóru, dótt- ur Gríms amtmanns Jónssonar. Hún er nú 82 ára, fædd 18. des. 1823. Þau hjón eru stofnend- ur fyrsta kvennaskólans hjer á landi. Árið 1869 skrifaði Páll grein um mentun íslenskra kvenna, sýndi þar fram á, hversu illa þær stæðu að vígi til þess að atla sjer mentunar og benti jafnframt á, hvernig hót mætti ráða á því. Það eru fyrstu hvataorðin, sem til almennings eru töluð um FRÚ THÓRA MELSTEÐ. stofnun íslensks kvennaskóla. Næstu ár gerðu þau hjónin sjer alt far um að vekja eftirtekt á málinu og afja því fylg'is, bæði með blaðaritgerð- uin og viðtali við einstaka menn. Loks vanst það á, að samskot voru hafin hjer í Reykjavik til þess að koma skólanum á fót, og var hann stofnaður þjóðhátíðarárið, 1874. Forstöðukona skólans varð frú Thóra Melsteð, kona Páls, og hefur hún verið það alla tíð síðan og annast skólann með mestu alúð, en Páll kendi þar lengi, sög'u og fleiri námsgreinar. Hann reisti fyrir eigið fje hús handa skólanum, hæði stórt, eflir því sem þá gerðist, og vel vandað; hefur hann ljeð þar húsrúm handa skólanum síðan fyrir mjög væga horgun. Nú hefur skólinn lengi notið styrks úr landsjóði. A síðari árum hefur Páll hlotið almenna viðurkenningu fyrir störf sín og hafa menn vott- að honum hana á ýmsan hátt. Fyist og fremst veitti Alþing honum, eins og áður segir, eftirlaun með sjerstökum lögum, er hann hætti kenslu- störfum. 1892 var hann sæmdur riddarakrossi. Pegar hann varð níræður, sendu Reykvíkingar honum skrautritað ávarp og segir þar meðal annars: »Vjer Islendingar, konur sem karlar, unnum yður fyrir það, hvað þjer hafið verið skemti- legur og ljúfur kennari hæði í ræðum og ritum, og hve ant yður hefur verið um fræðslu þjóð- arinnar, en þó allra mest fyrir það, hve þjer hafið verið trúr í því alla æfi, að unna öllu því sem gott er og fagurt, og hve lagið yður hefur verið, að kenna öðrum að unna því með yður. Saga þjóðar vorrar um nýliðna öld á þar eitt meðal sinna bestu nafna sem þjer eruð«. Hey k jart esA liftir Grim Thomsen. Hvers í djúpum bullnr brunni, beljar sjór á hraunaflesi, sjóða jafnvel svalar unnir suður undan Reykjanesi; skelf eru kröppu skinnaköstin, skeflir móti vindi röstin. Undir bruna-áin rennur út i mar hjá Valahnjuki, undir hrönnum eldur brennur, ekki er kyn pótt drjúgum rjúki: hafs i ólgu og hveraeimi hvirflast bólgið öfugstreymi. Oþreytandi elds er kraptur, ár og síð i djúpi starfar, stinga sér og upp þar aptur eyjar koma líkt og skarfar; s ke r i n geta Fug la - farið fyrr en kannske nokkurn varir. 11 Kvæði þetta finst bæði sérstakt i syrpu skáldsins og svo sem kafli í VIII. rímu af Búa Andríðssyni og Fríði Dofradóttur, sem hann hefir ort.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.