Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Side 158

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Side 158
162 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Tveir bókasafnsfræðingar skiptu með sér störfum á árinu 1992. Gróa Finnsdóttir starfaði fram í júlí, er hún fór í barnsburðarleyfi, þar af fékk Gróa leyfi til að vera í hálfu starfi í febrú- ar t.o.m. maí, vegna frekara náms við Háskóla Islands. I september tók við Herdís Tómas- dóttir, sem jafnframt er textílhönnuður. Fyrri hluti ársins einkenndist af önnum vegna undirbúnings ráðstefnu ARLIS-NORDEN (Art Libraries Society á Norðurlöndum) þar sem bókavörður á sæti í stjórn samtakanna. Ráð- stefnan var að þessu sinni haldin á íslandi og þótti takast hið besta. Gafst hinum norrænu listbókavörðum kostur á að skoða sambærileg söfn hér á landi og efla tengsl sín innbyrðis. Nýtur bókasafn Þjóðminjasafnsins ómælds gagns af slíku samstarfi, m.a. vegna þess að til- vera þess er að mjög miklu leyti háð erlendum skiptaaðilum. I bókasafninu eru alls um 9.000 bindi bóka. Auk þess berast reglulega yfir 250 tímaritatitl- ar og ritraðir sem skráð er jafnhraðan í tímaritaskrá safnsins. A árinu var ritauki safnsins um 240 titlar og er þá átt við bækur, sýningarskrár, bæklinga, smáprent og myndbönd. Af þeim 240 ritum, sem skráð voru á árinu er flest fengið í ritaskiptum fyrir Arbók Hins íslenzka forn- leifafétags og ýmis rit, sem Þjóðminjasafnið gefur út. Bókasafnið er í góðum samböndum við skiptaaðila víðs vegar um heim og nýtur velvildar ýmissa rannsóknarstofnana bæði hér heima og erlendis, sem séð hafa safninu fyrir bókakosti með gjöfum. Skiptaaðilar eru nú 164 talsins. Ritauki bókasafnsins árið 1992 var að afar litlu leyti sjálfvalinn, sökum þess að mikið var um að efni fengist í skiptum fyrir Ián á ljósmyndum frá myndadeild. A komandi árum er nauðsynlegt að efla safnið, sérstaklega af handbókum. Auk hefðbundinna daglegra verkefna bókasafnsins (skráning, flokkun, upplýsinga- þjónusta, afgreiðsla o.s.frv.) fór drjúgur tími í að safna, flokka og skrá efni innan þjóðhátta- fræðinnar og jaðargreina hennar, sem birst hefur í íslenskum blöðum og tímaritum og senda þær færslur til birtingar í IVB (International Volkundliche Bibliographie). Hefur bókasafnið og þar á undan þjóðháttadeild Þjóðminjasafns um langt árabil annast öflun íslensks efnis í skrána, sem að jafnaði er sent inn annað hvert ár. Þá var leitast við að endurflokka og skrá íslenskt efni bókasafnsins og samræma nýrri flokkun. Ennfremur hafa verið gerðir efnislistar yfir helstu tímarit innan þeirra fræðigreina sem tengjast safninu. Þess má geta að í haust voru gerðar ýmsar skrár fyrir safnið til að auðvelda aðgang að efni, s.s. skrá yfir þau rit í bókasafn- inu, sem þurfa að fara í bókband, lista yfir tvítök og lista yfir rit í afbrigðilegum stærðum svo eitthvað sé nefnt. Loks má geta þess að hafin var gerð bókfræðilista yfir efni um fornleifa- gröft og húsavernd á Islandi, sem birt hefur verið eftir 1980. Ekki liggur fyrir föst tala yfir þær fyrirspurnir, sem safninu hafa borist yfir árið, en óhætt er að giska á að þær hafi verið á annað hundrað á árinu. Skriflegar beiðnir um millisafnalán (margar beiðnir um millisafnalán berast símleiðis eða með öðrum hætti) voru um 20 og skráð útlán til starfsfólks voru 350. Það ber að hafa í huga að a.m.k. helmingi fleiri útlán til starfs- fólks hafa átt sér stað, þar sem skammtímalán eru ekki að jafnaði skráð. Gestakoma til safnsins var lífleg, einkum fyrri hluta ársins. Akvarðaðist það mest af kennslu í þjóðfræðum, fornleifafræði og sagnfræði við háskólann, þar sem kennarar voru iðnir við að beina nemendum sínum til safnsins. Voru þar einkum tímaritin sem mesta að- dráttaraflið höfðu og eyddu nemendur drjúgum tíma á safninu við ritgerðasmíðar. Einnig var nokkuð um það seinni hluta árs, að nemendur úr Myndlista- og handíðaskóla íslands og frá erlendum háskólum, staddir hér á landi, komu til efnisöflunar og upplýsingaleitar á bókasafnið. Þá má geta þess að 300-400 manns heimsóttu bókasafnið á svo nefndum Opnum degi Þjóðminjasafnsins þ. 17. maí s.l., sem heppnaðist hið besta. Setti bókavörður þá upp ör- litla sýningu á bókakosti safnsins og einnig lágu frammi upplýsingar um starfsemi þess. I nóvember náðist markverður áfangi í tölvuvæðingu bókasafns Þjóðminjasafns fslands. Þá komst á upphringisamband við GEGNI, tölvukerfi Háskólabókasafns og Landsbókasafns (Gegnir er íslenska nafnið á bókasafnskerfinu Libertas). Slík tenging auðveldar mjög leit að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.