Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Side 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1992, Side 2
6 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS 1637’, því að annars hefði grópið verið báðum megin eða ekkert. Neðan í þær báðar eru leifar af 7 þumlúnga lángri klauf, og hefir sú klauf verið sett ofan á undirstokkinn, eða sem ýmist hét AURSTOKKUR eða AURSILLA (sjá máldaga Jóns Vigfússonar um Stað í Kinn og Múla) og neglt síðan í gegnum með tveim stórurn trénöglum. Af þessu má helzt ráða, að lítið muni vanta neðan á þær, samt er það eigi með öllu víst, því að klofan gat síðar hafa verið færð upp eptir þeim, hafi fúnað neðan af þeim eins og öðrum stoðum kirkjunnar. Á efri endanum er og eins og leifar af klauf, og tvö stórnaglagöt til að negla stoðina við silluna, sem hefir verið SLAG- SILLA” síðast, en getur vel hafa verið DRAGSILLA’” upphaflega. Um það er eigi hægt neitt að ákveða. Allt bendir sarnt lieldur á það, að lítið vanti ofan og neðan á stoðirnar, enda stendur mjög vel á rósum bæði ofan og neðan, til þess að þær hefði hina upprunalegu lengd að mestu leyti, en þó er það eigi alveg víst, því að klaufin, sem hefir verið í þær ofanverðar, og sem sjást leifar af, gat hafa verið færð ofan í þær síðar, og naglagötin ýngri, enda vita menn, að sumar þess kyns stoðir hafa verið með höfði (caput) að ofan, sem alveg vantar á þessar. En hitt er eigi þarmeð sannað, að allar skála- eða kirkjustoðir hafi haft höfuð, eða hvernig um þær hafi verið búið að ofan. Þær stoðir og stoðapartar úr Hrafnagils-skálanum, er eg hefi séð, fimm að tölu, munu hafa haft sama lag, og líka þykkt og breidd upprunalega; en flestar höfðu þilgrópið báðum megin, ef eg man rétt, og eins minnir mig að væri á þeim 4-5 stoðum og stoðapörtum, er eg sá 1856, úr Mælifells- skálanum. Þær voru líka að öðru leyti eins í laginu, og ef eg man rétt negldar utan á silluna, en ekki með dragi. Tvær af þeim eru nú í safninu í Kaupmannahöfn: Worsaae's nordiske Oldsager 1859, nr. 508. Upp eftir allri annari stoðinni gánga mjög haglega skornar hríngrósir, sem hríngast í 8 bugum, en innan í hverjum bug, nema tveim hinurn efstu, * Það ár var Laufás staður tekinn út í hendur Jóni presti Magnússyni af erfingjum sira Magnúsar Ólafssonar, og voru þá stoðirnar innan við dyr hákirkjunnar og þar fram af forkirkja. Sú kirkja var alveg timburkirkja. Enn fremur er sagt um hina fyrri timbur- kirkju 1631, að hún var þá að falli komin og stólpar allir neðan fúnir, hún var og öll af tré og stórt hús. ** Slagsillu hefi eg heyrt gamla menn kalla sillur tvær, sem liggja á haki á stoðinni, eða stalli, og er þá stoðin negld eða slegin fast við silluna, svo hún eigi gangi fram. *** Dmgsillur hefi eg heyrt kallaðar sillur þær, sem gánga ofan í klauf eða klofu á efri enda stoðanna, sem mun heita drag-, sbr. fjalladmg = lítill dalur, og draglaut neðan í skeifum, þar af nafnið dragstapira, sjá máldaga Jóns Vigfússonar um Stað í Kinn og Múla. Það er og víða getið um dragsillur og höfuðsillur, sem ef til vill gjörir eins líklegt, að dragsillur sé með grópi neðan í fyrir þilið, sem var yzt í kirkjunum, en innri sillurnar eða höfuðsillurn- ar á útbrota-kirkjum hafa ekkert þilgróp haft, því þar var ekkert þil.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.