Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Page 129

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Page 129
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1987 149 byggmganna. Var þetta ein hirma venjubundnu eftirlitsferða safnmanna, sem svo mikilvægt er að fara. Kristján Guðlaugsson málarameistari lauk við að mála áletranir á skúffur í lyfjastofunni í Nesstofu, og er þá lokið þcim þætti í viðgerð hússins, sem nú er hægt að sinna. Var jafnframt unnið á árinu að upp- setningu ýmissa sýningarmuna, en eiginlegt safn er enn ekki opnað þar, hins vegar hafa húsið og sýningin á stundum verið sýnd einstökum hópum manna, sem sérstaklega vilja skoða. í sambandi við það, að Curt von Jessen prófessor kom til að gefa ráð um viðgerð Viðeyjarstofu, var hann fenginn norður að Hólum til að skoða kirkjuna með tilliti til viðgerðar. Hefur nú verið stofnuð sérstök Hólanefnd með sr. Sigurð Guðmundsson vígslubiskup í forsæti, en aðrir í nefndinni eru sr. Hjálmar Jónsson prófastur, Jón Bjarnason skólastjóri og Jón Friðbjarnarson form. sóknarnefndar en framkvæmda- stjóri nefndarinnar er Guðmundur Guðmundsson. Þorsteinn Gunnars- son er arkitekt viðgerðarinnar, en nefndin starfar í samráði við þjóð- minjavörð og biskup. Ákveðið var að taka allt innan úr kirkjuhúsinu og gera rækilega við veggi, loft og burðarviði. Var lögð áherzla á að hefja verkið í upphafi ársins 1988, en Þjóðminjasafnið myndi sjá um að taka niður gripi og innanbúnað kirkjunnar. Forvörzlndeild Margrét Gísladóttir deildarstjóri vann á árinu mest að viðgerð hökuls frá Hítardal, Þjms. 3059, sem hún hóf árið áður og getið var í skýrslu fyrra árs, en einnig vann hún að uppsetningu Vaxmyndasafnsins til sýn- ingar í Bogasal, sem fyrr getur. Þá var Margrét viðstödd fyrir hönd Þjóðminjasafnsins útför Sverra Dahl þjóðminjavarðar í Færeyjum 14. maí, en Sverri hafði alla tíð mikil samskipti við Þjóðminjasafnið í rannsóknum sínum og störfum. Einnig sótti Margrét ráðstefnu alþjóðasamtaka textílfræðinga, CIETA, í Lyon í Frakklandi í september. Unnið var á árinu mikið að viðgerð altarisbríkurinnar frá Hólum. Unnu Kristín H. Sigurðardóttir og Halldóra Ásgeirsdóttir forverðir að viðgerðinni, en hin síðarnefnda var þó í leyfi síðara hluta ársins, svo sem fyrr getur. Ólafur Ingi Jónsson forvörður vann mestallt árið að viðgerð bríkurinnar og einnig Viktor Smári Sæmundsson um hálfan annan mánuð. Karsten Larsen forvörður kom til landsins í apríl og gaf ráð og frekari leiðbeiningar um viðgerð bríkurinnar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.