Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Side 126

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Side 126
146 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Fyrir afgang af framlagi Þjóðhátíðarsjóðs 1986 til deildarinnar og að viðbættu eigin aflafé vegna myndaútlána var hægt að ráða Hrefnu Róbertsdóttur sagnfræðing til að starfa við deildina 5. okt.-9. nóv. og á þeim tíma tölusetti hún og frumskráði óskráðar stórar plötur og kopíur úr myndasafni Ólafs Magnússonar, hátt á fimmta hundrað myndir. Fiskimálasjóður veitti 150 þúsund króna styrk til að kanna nákvæm- lega og skrá myndasafn Guðbjarts Ásgeirssonar matsveins. Ágúst Georgsson fil. kand. var ráðinn til verksins og vann að því 24. ágúst- 30. nóvember. Hafði hann tal af um 60 heimildarmönnum sem upplýs- ingar gátu gefið um myndefnið og má með sanni segja, að síðustu forvöð séu að rannsaka þessi stórmerku gögn um íslenzkan sjávarútveg og sjómennsku, því að allir þessir heimildarmenn eru mjög við aldur. Styrkur Fiskimálasjóðs, sem kom sér afar vel, dugði þó ekki fyrir kostnaði við verkið og lagði safnið sjálft til það sem á vantaði. Ekki tókst þó að ljúka verkinu. Þá vann Rannver H. Hannesson forvörzlunemi, sem sérhæfir sig í pappírs- og ljósmyndaviðgerðum, á vegum forvörzludeildar við að hreinsa og setja í réttar umbúðir plötu- og filmusafn Guðbjarts Ásgeirs- sonar, en því verki varð þó ekki lokið. Ekki var unnið að kopíeringu mynda á árinu, en Margrét Ingólfs- dóttir forvörður hjá Morkinskinnu hreinsaði og gerði við 23 gamlar teikningar úr Mannamyndasafninu. Er þar með búið að koma í gott horf flestum þeim 18. og 19. aldar rauðkrítarmyndum og teikningum, scm brýnast var að lagfæra, en allmörgum fleiri þyrfti þó að gera sömu skil. Lánaðar voru á árinu um 800 myndir og plötur, ýmist til birtingar eða einkanota. Er það nokkru minna cn árið áður. Textíl- og búningadeild Á árinu var keyptur tölvuprentari fyrir deildina. Elsa E. Guðjónsson dcildarstjóri sótti stjórnarfund Norræna búsýslu- háskólans í marz í Osló. Þá sótti hún fund í Jórvík á Englandi um jarðfundna textíla 6.-9. maí og flutti þar erindi um vefstaðinn forna og jarðfundna textíla á íslandi, einkum frá Bergþórshvoli og úr hciðnum kumlum. Einnig sótti hún Landsþing Kvenfélagasambands íslands á Egils- stöðum 12.—14. júní og flutti þar ávarp.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.