Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Side 110

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Side 110
130 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS tengja þær nafn hólsins við Grundar-Helgu. Er það að vonum, þar sem svo fræg kona átti í hlut, jafnvel þótt hún kunni að vera þjóðsagnaper- sóna, að einhverju eða öllu leyti. Ef Helgu væri ekki til að dreifa, væru trúlega ekki til meiri sagnir um þennan hól en flesta aðra hóla með svipuðu nafni, en til eru fjölmargir Helga- og Helguhólar í landinu, þar af fimm í Eyjafirði. Verður nánar greint frá þeim hér á eftir. Sú tilgáta var sett fram í upphafi greinarinnar, að flestir íslenzkir forn- mannahaugar yrðu líklega að flokkast með átrúnaðarstöðum, og einna augljósast virðist það vera hvað varðar Hclga- og Hclguhólana, enda vitna nöfn þeirra ótvírætt til þess, að þeir hafi verið einhvers konar helgistaðir, líklega í heiðnum sið upphaflega, en sjálfsagt hefur eimt lengi eftir af þeirri helgi, a.m.k. einhverjar aldir eftir að kristni var lög- tekin. Síðar fara menn svo að setja þessa hóla í samband við karla eða konur með Helga-nafni, í samræmi við þá áráttu íslendinga, að telja bæi og önnur megin-örnefni yfirleitt kennda við menn. Pá hafa flestir hólar með þessu nafni verið gerðir að haugum viðkomandi persóna, sem flestar eru raunar tilbúnar líka. Pví verður að vísu ekki neitað, að Hclgi og Hclga hafa verið nokkuð algeng mannanöfn hér á landi frá upphafi vega, og eru enn í sumum grannlöndum okkar, svo sem í Danmörku, enda er talið að Helgi og skyld mannanöfn (Hölgi, Holger, Oleg, Olga o.fl.), hafi verið auknefni hins heilaga áss, Þórs, sem var almennast dýrkaður um öll Norður- lönd. Þannig má ætla, að hólar með þessum nöfnum hafi verið tileinkaðir Þór sérstaklega, og á þeim eða við þá, hafi etv. verið hörgar þar sem guðinn var dýrkaður. Eftir að kristni kom í landið, var það altítt, að menn skiptu á Þór og Kristi, og tók sá síðarnefndi þá við helgi hins fyrrnefnda og etv. einnig helgistöðum hans sumsstaðar. Nærtækt er að setja Helguhól á Grund í sambandi við Helga hinn magra, sem á að hafa búið í Kristnesi, aðeins fáum km utar í sveitinni, þar sem hann var talinn nokkuð blendinn í trúnni, og hét á Þór í stór- ræðum, þótt ætti að heita kristinn. Helguhóll á Grund, er sem kjörinn til að vera helgistaður, bæði vegna stærðar og tíguleika, og þó ekki síður vegna hins stórfenglega umhverfis og útsýnar þaðan, sem fyrr var á minnzt. Grund í Eyjafirði hefur frá ómunatíð verið kirkjustaður og þingstað- ur. Þar var fyrr á öldum haldið svonefnt þriggja hreppa þing, fyrir Saurbæjar-, Hrafnagils- og Öngulsstaðahreppa. Nefnist þingstaðurinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.