Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Síða 97

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Síða 97
FORNAR LEIÐSLUR í REYKHOLTI í BORGARFIRÐI 117 ytri óhreinindum; bað þetta er líka talið búa yfir einhverjum leyndum lækningamætti, sem linar sjúkleika manna. Fjölmargir á þessum slóðum fullyrða það nefnilega sem sannreynt, að þetta svitabað hafi allt frá fornu fari ekki aðeins læknað kláða og útbrot, heldur líka eytt mörgum öðrum sjúkdómum eða að minnsta kosti linað þá tíma og tíma“. Margt athyglisvert má lesa úr þessari frásögn. Samkvæmt henni hefur höfundurinn vitað, að hægt var að nota jarðgufu til gufubaða, en hann virðist ekki hafa þekkt til gufuleiðslunnar í Reykholti; hvorki til baða né annarra nota. Gufuböð virðast einnig hafa verið mjög sjaldgæf á þeim tíma, því að Oddur tekur það sérstaklega fram að fyrr á tímum hafi menn gefið þessu gaum, og þá byggt skála á staðnum yfir opið. í heimildum frá 18. og 19. öld er oft talað um gufuböð sem þurraböð, þ.e. böð án vatns. Hins vegar kemur þetta orð hvergi fyrir í fornum heim- ildum. Elsta heimild urn notkun orðsins þurrabað er hjá Jóni Sveinssyni landlækni í ritum Lærdómslistafélagsins frá síðari hluta 18. aldar. í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar II b. (1943) er getið um tvo staði þar sem þurraböð hafa verið tíðkuð lengi. Annar þeirra er fyrrnefndur staður hjá Reykjahlíð í Mývatnssveit og er frásögn þeirra af honum svohljóðandi á bls. 78: „Pað (þurrabaðið) er í hraungjótu, sem hefir verið hlaðin upp með hraunsteinum. Menn sitja þar á gólfinu í sandi, sem er ofan á hratmhell- unni, en upp um tvö göt á henni stíga sjóðheitar gufur.“ Hinn staðurinn sem þeir nefna er í Þjórsárholti, og segir svo um hann á bls. 200: „Við Þjórsá, ofarlega í byggð hjá Þjórsárholti, er þurrabað. Það er í linum jarðvegi, en hlaðið upp úr ferhyrndum hraunsteinum. Það er ferhyrnt, 8 feta djúpt og 6 feta breitt.“ í Ferðabók Sveins Páls- sonar (1945) er á bls. 228 einnig minnst á þennan stað: „Þar (í Þjórsár- holti) skoðaði ég þurrabað, sem liggur fast við ána. Það líkist mjög að útliti litlum helli, og innst inni í honum kemur upp með lágum livin sjóðheitt loft, blandað örlitlum raka. Kofa einum, þaklausum og ómerkilegum, hefur verið hrófað upp kringum þennan heilsusamlega stað.“ Á bls. 669 kemst hann enn fremur þannig að orði um staðinn: „Er það dálítill hellir eða hola í gljúpri móhelluklöpp, sem dálítið kofa- hreysi liefur verið byggt framan við.“ Þorvaldur Thoroddsen getur um þurraböð í Ferðabók sinni (II, 1914) bls. 171: „Á leiðinni frá Hruna kom eg að Grafarbakka og skoðaði þar hverina... í horninu á kálgarði... var áður þurrabað, og sóttu þangað margir til lækninga; var þar grafin hola í jörðu og bygt hús yfir, sátu menn þar og svitnuðu líkt og í þurrabaðinu hjá Reykjahlíð við Mývatn. “
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.