Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Page 69

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Page 69
GUÐRÚN KRISTINSDÓTTIR KUML OG BEINAFUNDUR Á AUSTURLANDI Kuml á Vaði í Skriðdal Árið 1894 varð vart mannabeina í uppblásnu grasbarði spölkorn ofan við tún á bænum Vaði í Skriðdal, Suður-Múlasýslu. Stefán Þórarinsson frá Randversstöðum í Breiðdal, síðar bóndi á Mýrum í Skriðdal, var þá vinnumaður á Vaði, 23 ára gamall. Hann gróf niður mcð beinunum og er lýsingu á þcim að finna í Kuml og haugfé, bls. 181—182, þar sem birtur er útdráttur úr bréfi Stefáns til |óns Helgasonar í Reykiavík, dag- settu 8. júní 1897. Stefán fann þarna óhreyfða beinagrind af einum manni og voru flest beinin til staðar nema brjóstholsbein og hryggur. Beinagrindin sneri eins og dalurinn frá norðri til suðurs nokkurnveginn, með höfuðið í suður. Við háls beinagrindarinnar lá bronsnæla sem Stefán tók til hand- argagns. Síðan gróf hann beinin aftur á sama stað, en dýpra. í safnskrá Þjóðminjasafnsins 1896 er lýst bronsnisti þessu og broti úr bronsi einnig, beygðu í vinkil og fylgdi því tréþynna, hvorttveggja keypt af Jóni Helgasyni. Jón var úr Breiðdal og fór til prentnáms í Reykjavík, líklega um 1895. Þeir Stefán voru aldavinir og hefur Stefán falið Jóni að koma hlutunum á Þjóðminjasafnið. Síðan hcfur einkum nælan orðið kunn og er henni lýst í Árbók fornleifafélagsins 1899 og í Kuml og haugfé og eru myndir af henni á báðum stöðum. Skriðdalur gengur suðaustur úr Fljótsdalshéraði og takmarkast af Hallormsstaðahálsi að vestan en Austfjarðafjallgarðinum að austan. Dal- urinn hggur SA-NV og er í rúmlega 100 metra hæð yfir sjó (upplýs- ingar Vegagerðarinnar). Bærinn Vað stendur austan í Hallormsstaða- hálsi, ysti bær í Skriðdal vestanmegin. Vaðsland nær ofan frá hálsinum miðjum (hæsti punktur í landi er 451 metri) og niður að Grímsá í dal- botni og hallar töluvert. Hálsinn er gróinn upp á brúnir og skiptast á lynghólar, melkollar, og lækjadrög ofan við ræktað land. Bæjarlækur- inn rennur ofan af hálsinum sunnan við bæ. Beinin fundust í barði, á að giska 200 metrum utan og ofan (NNV) við bæ, skammt ofan við túnið. Á þeim stað er stórþýft og fremur jarð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.