Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Side 44

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Side 44
64 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Óhætt cr að segja að mikil cinstaklingshyggja hafi ríkt um borð, cn undirrót hennar var launafyrirkontulagið. Fcngu allir grcitt eftir vissu hlutfalli af eigin afla, nema skipstjóri og kokkur að hluta. Frá um 1900 var s.k. háljdrætti algengast, scm gaf mönnum 50% veiði sinnar að frá- dregnum ýmsum útgjöldum. Fyrirkomulag þctta stuðlaði jafnframt að samkeppni cða metingi innan áhafnarinnar. Áður hefur verið fjallað um skömmtunarkerfið og í hverju það var hclst tólgið. Ljóst er, að kerfið styrkti einstaklingshyggjuna um borð í talsverðum mæli og sömuleiðis fiskmáltíðirnar. Undir venjulegum kringumstæðum er máltíðin tákn um samveru og nálægð, en því var oft öðruvísi háttað á íslenskum fiskiskútum eins og hér hefur verið sýnt frant á. Þegar veiði var góð vildi mannskapurinn að borðhaldið gengi sem hraðast fyrir sig: Menn voru svo óskaplega ósanngjarnir við kokkinn. Þctta skeði ein- göngu um matmálstíma þegar gott fiskirí var. Komu þá oft margir niður í einu og vildu allir fá matinn strax. Ég tala nú ekki um, ef verið var að kippa á fisk í matmálstímanum, þá komu allir og vildu fá sinn mat strax. Nú er það talsvert verk að færa upp soðningu fyrir nær þrjá tugi manna og vildi þá stundum hvessa. En allt var þetta fljótt að jafna sig.66 Það kom sér ekki vel fyrir kokkinn ef einhver slcppti úr máltíð, eða kom of seint í mat cða kaffi, og varð hann oft að bíða með uppvaskið af þcim sökum. Þannig segir t.d. frá kokki nokkrum, scm missti þolin- mæðina og kastaði matnum í sjóinn við hliðina á háseta einum. Fylgir sögunni, að ekki hafi hann þurft að gera það oftar.67 Á öðrum stað greinir, að við slíkar kringumstæður hafi maturinn verið settur í koju hlutaðeigandi, þar sem hann stóð uns sá hinn sami áleit sig hafa tíma til að borða/’K Sennilega hefur þetta verið hinn almenni háttur við þvílíkar aðstæður. 5.3 Borðbúnaður Nær undantekningarlaust var borðbúnaður mjög fábrotinn og af skornum skammti. Þar að auki þurfti áhöfnin oft að leggja hann til, 66. ÞÞ 5262: 4.5. Skv. svari við spumingu 7.3 í síðari spurningaskrá, var matartíminn mjög stuttur í góðu fiskiríi og stundum slcpptu mcnn honum alvcg. 67. StÁM. ÁÓG 83/1-83/2: bls. 12 o.áfr. 68. ÞÞ 6941: 7.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.