Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Síða 36

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Síða 36
56 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS legt og fremur til trafala. Eins og áður greinir var nýtt kjöt mjög sjaldan á boðstólum, og þá aðcins í byrjun veiðiferðar, enda útilokað að verja það skemmdum. Hásetar geymdu matarskammt sinn, eða hluta af honum, í lúkars- bekknum, sem skipt var niður í litla skápa eða hólf. Venjulega var einn skápur fyrir hverja koju og því tveir um hvern eins og kojuna. Höfðu menn sykur, brauðmeti og smjörlíki til daglegra nota í skápnum. Sykrið var oft látið í ullarvettling, en smjörlíkið í dós eða krukku. Hluti af brauðskammtinum, yfirleitt rúgbrauðshelmingur, var grafmn niður í saltið, eða lagður ofan á það, til að konra í vcg fyrir skemmdir. Á sumum skipum voru hvorki bekkir né borð í lúkarnum en þess í stað setið á koffortum og borðað af hnjám sér. f koffortunum geymdu menn m.a. matarskammt sinn, cn þó segja sumir að hann hafi verið lát- inn í kojuna.42 Getur þetta hafa verið einstaklingsbundið. Það var alvanalegt að hásetar yrðu uppiskroppa með sykur er líða tók á vikuna eða túrinn. Konr þá stundum fyrir, að stýrimaðurinn var beð- inn um einhverja viðbót og varð hann ósjaldan við þeirri bón. Einnig mun hafa viðgengist í einhverjum mæli, að menn keyptu sykur auka- lega um borð.43 Stundum útbýtti skipstjóri eða stýrimaður viðbótar sykurskammti meðal vaktarinnar, ef sérstaklega stóð á, t.d. eftir aðgerð í vondu veðri.44 Sykurskammturinn entist venjulega lengur hjá cldri mönnum, sem oft voru aðhaldssamari en þeir yngri. Var þá gjarnan reynt að sníkja hjá þeim sem voru aflögufærir. Hörgull var á ýmsum varningi í fyrri heimstyrjöldinni, nr.a. sykri. Var þá einstaka sinnum gripið til þess ráðs að nota súkkulaði og rúsínur í staðinn, þótt ótrúlegt megi teljast.4’’ Yfirleitt var ekki skortur á öðrum matvælum en sykri um borð, nema stundum smjörlíki. Og það kom aldrei fyrir að áhöfnin þjáðist af hungri, enda fiskur ein aðaluppistaðan í kostinunr. Engum blöðum er um það að fletta, að gott og ríkulegt fæði hefur góð áhrif á vellíðan manna, ekki síst á skipsfjöl. Á sama hátt hefur skortur gagnstæð áhrif á lífið um borð og getur orðið uppspretta óánægju. Ekki var um annað grænmcti að ræða en kartöflur, sem virðast hafa verið töluvert algengar, en ekki entust þær alltaf út alla veiðiferðina. 42. ÞÞ 5435: 7, 7183: bls. 11. 43. ÞÞ 5702: 7.9, 5304: 7. 44. Jón Kr. Lárusson 1949: 65. Það voru tvær vaktir um borð, skipstjóravakt og stýri- mannsvakt. 45. ÞÞ 5437: 7.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.