Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Page 1

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 03.01.1987, Page 1
KIRKJUGARÐUR AÐ STÓRUBORG UNDIR EYJAFJÖLLUM 21 Undir eða fast við vesturvegg kirkjugarðs voru leifar af holum með eldsmerktum steinum. Höfðu þetta verið tvær holur, líklega um 60 og 80 sm í þvermál, en lítið var eftir af þeim. Líklega hafa þetta verið suðuholur eða seyðar, og eru til marks um eldamennsku á staðnum áður en garðurinn kom til sögunnar. Ekki varð vart neins húss í sam- bandi við holurnar, enda eins trúlegt að þær hafi verið utanhúss. Pórður Tómasson hefur sagt okkur að nálægt suðvesturhorni kirkju hafi sést hola með steinum, og taldi hann það einnig suðuholu eða seyði. Hola sú var horfin þegar uppgröftur hófst 1978. Sumarið 1980 var grafið gólf sem kom í ljós undir kirkjugarðinum, eða undir austurvegg hans sunnantil. í gólfi þessu fundust fáeinir munir, nokkrar litlar leðurpjötlur, einn trénagli og einn skósóli úr leðri. Ekki segja hlutir þessir neitt ákveðið um aldur eða notkun hússins, en það er að sjálfsögðu eldra en stækkun kirkjugarðs. Ekkert var sjáanlegt eftir af veggjum hússins. Gólfið var um 2 X 4 m að stærð og virtist hafa verið útgangur úr húsinu til suðurs. Þegar uppgröftur hófst 1978 voru við suðvesturhorn kirkjugarðs leifar gólfs í jaðri ytra og yngra suðurveggjar. í því voru engir munir og var gólfið líkast skán í fjárhúsi. Líklegast er að hér hafi verið lítið hús fyrir skepnur, lambakofi eða þvílíkt. Gólf þetta var sýnilegt í tveim blettum, og getur húsið vart hafa verið minna en 2 Vi X 5 metrar. Ekki voru eftir neinir veggir sem því tilheyrðu. Vegna þess hve lítið var eftir af húsinu og kirkjugarðsveggnum verður ekki fullyrt um tengsl þess og garðsins með vissu. Lokaorð Ljóst er að kirkjugarður hefur verið lengi á Stóruborg og fjöldi fólks hefur verið jarðaður þar, eða nokkuð á annað hundrað. Umbúnaður grafa var einfaldur og afar algengt að jarðað væri kistulaust. Nokkur dæmi voru um að viðarkol væru lögð í grafir, en þá mjög lítið af kolum. Meira var um kistur í hinum efri lögum garðsins, er Þórður Tómasson teiknaði 1972, heldur en í því sem eftir var af garðinum 1978. Gæti það bent til að kistur hafi orðið nokkru algengari síðar á notkun- artíma garðsins en þær voru í upphafi. Enginn þcirra er jarðaðir voru á Stóruborg var sannanlega með hendur niður með síðum. Gæti það bent til þess að garðurinn væri ekki gerður mjög snemma. Þó er erfitt að fullyrða neitt um það, bæði er að meira en helmingur beinagrinda var svo illa farinn að stellingar handa sjást ekki og einnig eru stellingar ekki örugg aðferð til tímasetningar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.