Morgunblaðið - 16.07.1998, Side 19

Morgunblaðið - 16.07.1998, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998 19 NEYTENDUR Nýtt Þurrkaðir franskir villisveppir HEILSA hf. hefur hafið innflutning á þurrkuðum frönskum villisveppum í þægilegum neytendapakkningum. Áður voru sveppirnir seldir eftir vikt. Valið stendur um pakkningar af tveimur stærðum og er minni stærð- in hæfilegur skammtur í sósur og súpur fyrir meðal fjölskyldu. Flestar tegundirnar eru á 129 kr., kónga- sveppir á 189 kr. og myrkill og kantarellur aðeins dýrari. Hingað til hefur svokölluð tveggja sveppa blanda með smjörsveppum og kónga- sveppum verði vinsælust. I fréttatilkynningu kemur fram að mjög auðvelt sé að matreiða úr þurrkuðum sveppum. ,Aðeins þarf að leggja þá í bleyti í 30 mín. í volgu vatni eða sjóða upp í þeim andartak, skola þá vel, því það getur alltaf leynst í þeim sandur, steikja þá stutt- lega í smjöri eða ólífuolíu áður en súpan, sósan eða pottrétturinn er matreiddur. Vökvinn sem þeir voru bleyttir í, er síaður til að fjarlægja hugsanlegan sand og notaður í rétt- inn, því hann gefur kröftugt bragð,“ segir þar meðal annars. Þar fyrir utan má nota þurrkaða sveppi í hina fjölbreytilegustu rétti svo sem eggjakökur, pastarétti, hrís- grjónarétti, t.d. risotto, fiskrétti og bökur. Handhægar tilbúnar sósur EKAS hefur hafið innflutning á tveimur tegundum af tilbúinni sósu. Um er að ræða svokallaðar Sauce Naturel og Mornay-sósu. í fréttatilkynningu kemur fram að Sauce Naturel sé tilbúin hvít grunn- sósa. Sósuna þurfi aðeins að hita í potti eða örbylgjuofni og krydda lít- ilsháttar að eigin vild, t.d. með salti, pipar og sósulit fyrir brúna sósu. Einnig sé sósan tilvalin á pönnuna. Sauce Naturel inniheldur aðeins 4,5 g af fitu í 100 g. Fram kemur að Momay-sósu megi nota í allan mat og sé hún sér- staklega kjörin í pastarétti, fiskrétti, grænmetisrétti, súpur og pottrétti. Ein leið til að matreiða fisk með Momay-sósu er að setja tómata, papriku og ýsuflök (eða annan fisk) í eldfast mót, hella Mornay-sósu yfir og krydda allt saman með t.d. season all eða öðru kryddi. Bakað í ofni í 30 til 40 mínútur. Borið fram með kart- öflum eða hrísgrjónum. Auðvelt er að baka kartöflur í Momay-sósu. Afhýðið kartöflur og skerið í þunnar sneiðar, setjið í eld- fast fat og hellið Momay-sósu yfir. Kryddið aðeins með salti eða öðm kryddi að eigin vild. Bakið í ofni í um klukkustund. Morgunblaðið/ SUMARBÚ ST AÐ AEIG ANDI vill fá að vita hvaða þjónustu hann eigi rétt á að fá fyrir fasteignaskattinn. Spurt og svarað Fasteigna- skattur til almenns rekstrar Spuming: Eg á sumarbústað við Hafravatn og borga af húsinu fast- eignaskatt eins og löggera ráð fyrir. Hvaða þjónustu á ég að fá í staðinn, ruslagáma (sorphirðu), vegalagn- ingu, vatn, annað? Svar: Fasteignaskattur er skattur sem er ætlað að tryggja almenna tekjuöflun til reksturs sveitarfélags en ekki þjónustugjald sem ætlað er að standa undir kostnaði við tiltekna þjónustu við gjaldanda. Fyrir þá þjónustuliði sem tilgreindir eru í fyr- irspuminni er sveitarfélögum heim- ilt að innheimta sérstök þjónustu- gjöld til að standa straum af kostn- aði við þjónustuna,“ segir Anna Guð- rún Björnsdóttir, bæjarritari í Mos- fellsbæ. mURHl Garpur er kröftugur drykkur sem býr yfir miklu og hressandi ávaxtabragði og er ríkur að kalki og C-vítamíni. Uppistaðan er mysa en í henni eru öll helstu bætiefni mjólkurinnar. Garpur er góður á íþróttaæfinguna, í skólann, fjallið, bíltúrinn og bústaðinn. FAÐU ÞER EINN - DAGLEGA -asgf. ,th. Takitia Vegna "Tketum . ■inoUaupa s, MÍð nllb°,ítóWu 9'*S,«?sótesett e Hja okkur eru Visa- og Euroraösamningar avisun a staögreiöslu Armula 8 - 108 Reykjavik Vertu í ftíi í fríinu! DUNI mataráhöldin eru falleg og fyrirferðarlítil, þeim fylgir ekkert uppvask eða annað umstang og þau henta vel fyrir ferðalög og útiveru. Farðu í frí með DUNI. # www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.