Morgunblaðið - 16.07.1998, Síða 14

Morgunblaðið - 16.07.1998, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Vel búnir á bæjarrölti ÚRHELLI virtist lítið snerta fé- lagana Hauk Gunnarsson og Jó- hann Ara Jóhannsson, enda mættu þeir óvenju vel búnir á bæjarröltið í gærdag. Höfðu þeir vænar hlífar til að skýla sér fyrir regni sem helltist niður í miklum mæli fram eftir degi. Sumarið er nú hálfnað og hugsa margir norðanlands sér gott til glóðar- innar nú á síðari hluta þess og telja fullvíst að breyting verði á ; til batnaðar, en fram til þessa | hefur veðrið fremur leikið við þá : . sem búa sunnar á landinu. Ferðafélag Akureyrar Ódáða- hraun og Brúar- • • O* oræri FERÐAFÉLAG Akureyrar efnir til gönguferðar um Ódáðahraun eftir svonefndum Öskjuvegi, frá Herðubreiðarlindum að Svartár- koti dagana 17. til 23. júlí. Lagt verður af stað á morgun, föstudag, og ekið í Herðubreiða- lindir og gist þar, en daginn eftir verður gengið á Bræðrafell og gist. Á sunnudag verður gengið í átt til Dyngjufjalla og gist í Dreka. Á mánudag verður farið í Öskju og gist aftur í Dreka. Geng- ið verður yfír Dyngjufjöll á mánu- dag og yfir í Dyngjufjalladal og gist í Dyngjufelli. Næsta dag verður gengið sem leið liggur nið- ur að Suðurárbotnum og gist í Botna, nýjum skála Ferðafélags Akureyrar. Síðasta dag ferðarinn- ar verður gengið um Suðurár- botna í Svartárkot. Fararstjóri er Ingvar Teitsson. Um komandi helgi býður Ferða- félag Akureyrar einnig upp á öku- ferð um Brúaröræfi. Ekið verður frá Akureyri sem leið liggur austur á Brúaröræfí og m.a. komið við i Hafrahvömmum og Laugavalladal. Gist verður í skálanum við Snæfell. Á sunnudag verður ekið um eyja- bakka og heim um Fljótsdal. Skrifstofa félagsins á Strand- götu 23 verður opin í dag, fimmtu- dag, frá kl. 16 til 19 og verður heitt á könnunni. Gestir geta kynnt sér þær ferðir sem framundan eru og einnig það að finna ýmis göngu- leiðakort og Árbók Ferðafélags Is- lands er þar til sölu. POLLINN Fimmtudagur Inga Eydal og co. Föstudagur Inga Eydal og co. Laugardagur Inga Eydal og co. Verið velkomin Grunnskólakennarar hjá Akureyrarbæ Tæpur helmingur dreg- ur uppsagnir til baka TÆPUR helmingur þeirra grunn- skólakennara, sem sögðu upp störf- um hjá Akureyrarbæ í vor, hefur dregið uppsagnir sínar til baka. Alls sögðu um 80 kennarar upp störfum samtímis skömmu fyrir kosningar í vor, en áður höfðu einhverjir sagt störfum sínum lausum. Uppsagn- ii-nar taka gildi 1. september næst- komandi. Ingólfur Armannsson, sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs Akur- eyrarbæjar, sagði að síðustu daga hefðu kennarar verið að draga upp- sagnir sínar til baka, en það gengi nokkuð rólega um þessar mundir, enda margir í fríi utanbæjar. Vildi hann hvetja kennara að gera upp hug sinn sem íyrst, það væri nauð- synlegt fyrir skólastjórnendur að vita tímanlega hversu margir myndu skila sér til baka vegna und- irbúnings skólastarfs næsta vetur. Vonum að fleiri skili sér „Staðan er auðvitað slæm ef fleiri kennarar skila sér ekki,“ sagði Ingólfur Armannsson. „Við höldum þó enn í vonina um að fleiri kennarar ætli að koma aftur til starfa." I sumum grunnskólanna er þegar ráðið í allar stöður, en eitt- hvað vantar af kennurum í nokkra skóla að sögn Ingólfs. í kjölfar þeirrar stöðu sem upp var komin vegna uppsagna kenn- ara samþykkti bæjarstjóm Akur- eyrar fyrir nokkru að bjóða þeim kennurum sem áfram vilja starfa við gi’unnskóla bæjarins kjarabæt- ur, en þeir sem nýjastir eru í starfi fá greidda 7 yfirvinnutíma á mán- uði næsta skólaár, þeir sem starfað hafa í 6-10 ár fá 10 yfirvinnutíma og þeir kennarar sem hafa starfað lengur en 10 ár fá 12 yfirvinnutíma greidda. Þórey sýnir á Hjalteyri ÞÓREY Eyþórsdóttir opnar sýningu á verkum sínum í kaffihúsinu „Hótel Hjalteyri“ á Hjalteyri á laugardag, 18. júlí kl. 14. Sýningin stendur yfii- í 10 daga og er opin frá kl. 14 til 18 og 20 til 22 alla dagana. Þórey sýnir myndvefnað, textílverk og myndir á sýning- unni sem er sjöunda einkasýn- ing hennar. Fyrr á þessu ári hefur hún haldið tvær einka- sýningar í Noregi. Fyrri sýn- ingin var í Hofi í Vestfold, en Þórey starfar þar sem uppeld- is- og sálfræðiráðgjafi, en síð- ari sýningin var í Gallerí Leikveri í Norfjerden. Lista- fólk þaðan hélt þrjár sýningar á Islandi vorið 1997, á Húsavík, Akureyri og Reykjavík. Þá mun Þórey halda sýningu á slóðum Ingólfs Amarsonar í Sunnfjerd í Noregi í mars á næsta ári og í Bergen í maí. 3 herbergí (skrifstofur) tll IbIbu ð basta (auglýslnga) stað ð Akureyrl. Jón Bjarnason úrsmiður, Kaupvangsstræti 4. Svalbarðskirkja Sumartónar í Svalbarðs- kirkju TÓNLISTARMENNIRNIR Gunnar Kvaran sellóleikari og Haukur Guðlaugsson oreglleikari koma fram á tónleikum í Sval- barðskirkju í Þistilfirði í kvöld, fímmtudagskvöldið 16. júlí, en þefr hefjast kl. 21. Tónleikamir eru liður í Sumar- tónleikum á Norðurlandi og era þessir tónleikar haldnir í tilefni þess Gunnar Haukur Kvaran Guðlaugsson að Svalbarðskirkja á 150 ára afrnæli um þessar mundir. Á efnisskránni verða verk eftir Hándel, Bach, Clé- rambault, Boccherini, Wagner, Sa- int-Saéns og Squire. Aðgangur er ókeypis og era allir velkomnir. Hríseyingar efna til hátíðar Fj ölskylduhátíð fullveldisins FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ fullveldis- ins í Hrísey verður haldin um komandi helgi, dagana 17., 18. og 19. júlí, og er þetta í annað sinn sem Hríseyingar efna til fullveldis- hátíðar fyrir fjölskylduna, en sú fyrri þótti takast einkar vel. Allfr þeir sem leggja leið sína í Hrísey þessa daga fá afhent vega- bréf um leið og farmiðai’ í ferjuna Sævar eru keyptir. Hátíðin verður formlega sett á laugardag kl. 11. Ymis leiktæki verða sett upp, m.a. go-cart-bílar, markaðstorg verður opið og þá verður boðið upp á gönguferð með leiðsögn um eyna. Bátaleiga verður í sandfjörunni. Myndlist- arfólk úr Hrísey opnar málverka- sýningu í Sæborg og Kvenfélagið verður með kaffisölu í hátíðar- tjaldi. Gestum gefst kostur á að fylgjast með sýningu á gömlum aðferðum við fiskverkun á plani við frystihúsið og Snæfell verður með matvælakynningu. Auk þess sem farið verður í skipulagðar gönguferðir með leiðsögn verður boðið upp á ökuferð út í vita á dráttarvélum. Ökuferðir á drátt- arvélum verða á klukkustundar- fresti frá kl. 11 til 16 báða dag- ana. Undir kvöld á laugardag verður kveikt upp í grillinu og efnt til kvöldvöku sem lýkur með varðeldi og flugeldasýningu. Hljómsveitin Tvöfóld áhrif leikur fyrfr dansi fram á nótt. Akstursleikni á dráttarvélum Á sunnudag verður stangveiði- keppni á bryggjunni, helgistund, barnaskemmtun og efnt til söngv- arakeppni bai’na, þá verður keppt í akstursleikni á dráttarvélum sem og í kvartmílu. Einnig verður rat- leikur um eyna, en á sunnudag verður líka hægt að bregða sér í ökuferð með dráttarvélum, fara í gönguferðir, skoða sýningar og bragða á matvælum í hátíðartjaldi. Kútter Jóhanna verður í Hrísey alla helgina og fer í stuttar sigling- ar, en hægt verður að renna fyrir fisk í ferðinni. Krókódffl- inn leikur DJASSKVINTETTINN Krókódíllinn leikur á heitum fimmtudegi í Deiglunni, Kaup- vangsstræti, í kvöld, fimmtu- dagkvöldið, 16. júlí kl. 21.30. Krókódíllinn hefur Ieikið víða að undanförnu og hlotið góða dóma, en tónlistin ein- kennist af samruna rythma- og blústónlistar, m.a. verða flutt lög eftir Eddie Harris, Hank Crawford og Lou Don- aldson. Kvintettinn skipa Sig- urður Flosason, á altsaxófón, Sigurgeir Sigmundsson, gítar, Þórir Úlfarsson, hljómborð, Róbert Þórhallsson, rafbassa, og Halldór G. Hauksson á trommur. Jazzklúbbur Akureyrar efn- ir til djasstónleika á hverju fimmtudagskvöldi og eru þeir liður í Listasumri á Akureyri. Túborg styrkir þessa fimmtu- dagstónleika, en aðgangur að þeim er ókeypis. Kristni- boðsmót KRISTNIBOÐSMÓT á vegum Kristniboðasambandsins verð- ur haldið á Löngumýri í Skaga- firði um helgina. Mótið byrjar annaðkvöld, föstudagskvöldið 17. júlí, með samkomu, en þar talar Sigríður Halldórsdóttir. Bibliulestui’ í umsjá Benedikts Amkelssonar verður á laugardagsmorgun og síðdegis verður kristniboðssam- koma sem sr. Kjartan Jónsson kristniboði sér um. Um kvöldið verður vitnisbm-ðarsamkoma. Kl. 11 á sunnudag verður haldið á Hofsós og þar sem verður messa í Hofsóskirkju, sr. Guð- mundur Guðmundsson héraðs- prestur prédikar. Lokasamvera ki’istniboðs- mótsins verður kl. 14 á sunnu- dag. Skráning er hjá Margréti á Löngumýri. Aksjón Fimmtudagur 16. júlí 21.00 ►Sumarlandið Þáttur íýrir ferðafólk á Akureyri og Ákureyringa í ferðahug.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.