Morgunblaðið - 29.01.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 29.01.1998, Blaðsíða 64
Fyrstir með MOItGUNBLAÐffl, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/RAX Inflúensa af A-stofni hefur verið greind hérlendis Flensufaraldurinn talinn í hámarki um þessar mundir Unnið að viðhaldi skipa VEGNA veðurblíðunnar í haust og vetur hafa framkvæmdir _ gengið með eindæmum vel. Á það við um skipaviðgerðir sem annað. Starfsmenn Vélsmiðju Orms og Víglundar í þurrkvínni í Hafnarfirði hafa unnið baki ferotnu að viðhaldi skipa og hefur enginn skortur verið á verkefnum. Gæzlan skoðar tvo fískibáta Tilkynnti sig síðast í ágtíst 1995 _ I LANDHELGISGÆZLAN *hafði í vikunni afskipti af tveimur bátum á Breiðafirði, sem höfðu ekki sinnt tilkynn- ingaskyldu síðan á árunum 1996 og 1995. Lögum samkvæmt ber stjórnendum fiskiskipa að til- kynna um ferðir sínar og er heimilt að beita sektum sem viðurlögum sé skyldan ekki virt. Svo hefur ekki verið gert eftir því sem næst verður komizt. Svo virðist sem einhver vafi sé á því hverjum beri að fram- fylgja lögunum um tilkynn- ingaskyldu íslenzkra skipa því kærur vegna brota á lögum þessum eru mjög fátíðar og engin dæmi virðast vera um sektir vegna þeirra. ■ Hafa ekki/19 INFLÚENSA af A-stofni hefur ver- ið greind á Rannsóknastofu Land- spítalans í veirufræði og er að sögn Sigríðar Erlu Elefsen, líffræðings þar, skyld inflúensunni sem gekk í fyrravetur. Faraldur þessarar inflú- ensu geisar nú í Bandaríkjunum en frekar lítið hefur verið um hana á meginlandi Evrópu enn sem komið er. Jóhann Tómasson, heilsugæslu- læknir í Mjódd, telur infiúensufar- aldurinn vera í hámarki þessa dag- ana hér á landi. UM 40 sérfræðingar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hafa tilkynnt stjórn- endum spítalans að þeir ætli að helga sig alfarið störfum fyrir hann og hætta rekstri eigin lækninga- stofa. Ekki liggja fyrir tölur á Landspítala um hve margir sér- fræðingar ætla að helga sig störfum fyrir spítalann, en reiknað er með að breytingin þar verði minni en á SHR. I samningi sem sjúkrahúslæknar gerðu í byrjun desember var svoköll- uðu helgunarálagi breytt og það hækkað úr 17% í 30%. Þetta þýðir að læknar sem eru í hlutastarfi á spítöl- unum, en vinna jafnframt fyrir Tryggingastofnun ríkisins, t.d. með Jóhann segir inflúensuna nú eins og endranær mest áberandi í ungu fólki sem hafi minni mótefni en aðrir sem séu búnir að fá flensu oft áður og hafí mótefni sem séu nógu lík til að verja þá gegn flensunni sem nú geisar. „Annars er þetta ósköp venjulegur flensufaraldur með háum hita, beinverkjum og höfuðverk. Svo fylgir þessu alltaf mikið bronkítis, þungur og Ijótur hósti, og margir láta afskaplega illa af sér og eru fár- veikir," segir hann. rekstri eigin stofu, eru á lægri taxta en læknar sem eingöngu starfa á spítölunum. Markmiðið með hækkun helgunarálags var að jafna kjör lækna, en læknar sem eru með eigin stofu eru yfirleitt með umtalsvert hærri laun en læknar sem eingöngu starfa á sjúkrahúsunum. Jóhannes M. Gunnarsson, lækn- ingaforstjóri á Sjúkrahúsi Reykja- víkur, sagði að nú lægi fyrir að um 40 læknar myndu fá greitt helgun- arálag frá spítalanum, en þar af hefðu 13 fengið slíkt álag áður. Þarna væri því að verða umtalsverð breyting á starfsskipulagi lækn- anna. Flestir þessara lækna hefðu ekki unnið mjög mikið fyrir TR, en Fólk fari ekki of fljótt á fætur Jóhann brýnir fyrir fólki að fara vel með sig og fara ekki of fljótt á fætur, þar sem alltaf sé ákveðin hætta á lungnabólgu og öðrum kvill- um í kjölfarið. Auk inflúensunnar hefur verið að ganga óvenjulega áberandi streptókokkafaraldur með hálsbólgu og öðrum einkennum en Jóhann segir að svo virðist sem sá faraldur sé nú að hopa fyrir inflúens- unni. Þá hefur RS-vírus einnig verið útbreiddur meðal ungbama. nokkrir hefðu gert það og ætluðu að hætta rekstri lækningastofa. „Nokkrir læknar hafa einnig sagt að þeir ætli að bíða og sjá hvað kem- ur út úr samningaviðræðum sér- fræðinga við Tryggingastofnun. Það kann því að bætast við þennan hóp.“ Kallar á breytingar á göngudeildum Jóhannes sagði að búast mætti við að göngudeildarþjónusta SHR yrði aukin í kjölfar þessara breyt- inga. Spítalinn myndi leitast við að koma á móts við læknana og bæta aðstöðu fyrir þá á spítölunum. Hugsanlega yrði einnig að hafa göngudeildir opnar lengur. Hann Mjög mikil sala er á þorramat MIKIL eftirspum hefur verið eftir þorramat í ár og er svo komið að hann er á þrotum hjá sumum kjöt- vinnslum. Salan hefur aukist mikið í ár, en auk þess hófst sala á hon- um fyrr en oft áður eða áður en þorrinn gekk í garð. Skortur á hrútspungum orðinn bagalegur Hjá Kjötiðnaðarstöð KEA er þorra- matur að verða uppseldur. Mjög lítáð er td. að verða eftir af hrútspungum. Æ verr gengur að útvega þá vöru vegna fækkunar sauðflár og að sögn Elís Ámasonar hjá Kjötiðnaðarstöðinni kann svo að fara að menn verði að finna upp einhvers konar punglM Hann seg- ir ennfremur að aðrar kjötvinnslur hafi verið að hafa samband við hann til að kanna hvort hann geti útvegað þeim þorramat Staðan hjá Kjarnafæði og Nýja Bautabúrinu á Akureyri er svipuð. Salan er mjög góð, ekki síst vegna þess hvað hún fer snemma af stað. ■ Þorramatur/14 ----------------- Alag vegna korta- greiðslu óheimilt RÉTTARÁHRIFUM úrskurðar samkeppnisráðs um skilmála gi'eiðslukortafyrirtækja hefur ver- ið frestað á meðan málið er til með- ferðar hjá samkeppnisyfirvöldum, samkvæmt ákvörðun áfrýjunar- nefndar samkeppnismála. Því er kaupmönnum, a.m.k. í bili, óheimilt að leggja aukaálag á al- mennt verð vöru sem greidd er með greiðslukorti en ekki með reiðufé. ■ Réttaráhrifum/D2 sagði að markmið samninganna við sjúkrahúslækna hefði verið að fá fleiri lækna til að helga sig störfum inni á spítölunum og því mætti segja að þetta væri jákvæð breyting. Þorvaldur Veigar Guðmundsson, lækningaforstjóri á Landspítala, sagðist ekki hafa upplýsingar um hve margir læknar fengju greitt helgunarálag. Mun fleiri læknar hefðu fengið greitt helgunarálag á Landspítala en SHR og þess vegna væri þess ekki að vænta að breyt- ingin yrði eins mikil á spítalanum og á SHR. Hann sagðist almennt telja þessa breytingu jákvæða fyrir heil- brigðiskerfið, en það skipti þó máli um hvaða sérgreinar væri að ræða. 40 læknar ætla eingöngu að helga sig störfum fyrir Sjúkrahús Reykjavíkur Læknar ætla að hætta rekstri lækningastofa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.