Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.01.1998, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 11. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Isbrjótar í Paimpol Vitneskja um nærveru franskra sjómanna ✓ á Islandsmiðum á fyrri tíð er fyrir fiestum nútíma Islendingum sveipuð blámóðu fjarskans. Signrbjörn Einarsson segir frá * ferð hóps Islendinga á sjómannahátíð í bænum Paimpol á norðurströnd Bretagne, þar sem saga þessara samskipta þjóðanna var vakin til lífs á ný. ÞEGAR flóðgáttír himinsins opnuðust um stund yfir sjómannahátíðinni í Paimpol flúðu Islendingarnir inn á Islendinginn (L’Islandais) veitíngastað sem kenndur er við íslandssjómennina og hófú upp söng og spil. PAIMPOLFARARNIR umhverfís ekknakrossinn í Ploubazlanec, á þeim stað þar sem eiginkonur Is- landssjómannanna skyggndust eftir komu flskiskút- anna frá veiðum við ísland. ÍSBRJÓTARNIR fyrir framan íslendinginn (L’Islandais), rótgróinn veitíngastað í Paimpol sem stendur fyrir miðri höfninni og er kenndur við íslandssjómennina í Paimpol. LIÐSMENN úr Félagi harmónikkuunnenda þenja dragskjóður sínar um borð í franskri skútu í Paimpol. FRÁ miðri síðustu öld fram undir seinna stríð gerðu Frakkar í strandhéruðum N or ðvestur-Frakklands út á þorskveiðar á Islandsmiðum. Sú útgerð var ótrúlega umfangs- mikil og færði blómstur í bú í þeim bæjum sem hún var stunduð. Vit- neskja um nærveru franskra sjó- manna á fyrri tíð er þó fyrir flest- um okkur nútíma íslendingum nokkuð óljós og sveipuð blámóðu fjarskans. Nýverið hafa komið út bækur bæði í Frakklandi og á Is- landi um þetta efni og ber að nefna í því sambandi hina ágætu bók Elínar Pálmadóttur „Biskví fransí“ sem út kom fyrir fáeinum árum. Lýsir hún vel þessari stórbrotnu og örlagaþrungnu útgerðarsögu og samskiptunum sem spunnust milli þjóðanna. Áhugi hefur glæðst bæði hér á landi og í Frakklandi á þess- ari sögu og hafa á ný kviknað tengsl á milli afkomenda frönsku Islandssjómannanna og íslend- inga. Ymis menningarleg samskipti hafa komist á og skal nú greint frá einum slíkum viðburði. Hátíð sjómannatón- listar í Paimpol Síðla sumars í fyrra var hópi ís- lendinga boðið að koma á sjó- mannahátíð í bænum Paimpol á norðurströnd Bretagne. Nafnið Paimpol skolar upp í hugann sögu sem sögð hefur verið af brauði sem kennt var við Paimpol og var nefnt „pampólabrauð". Fékkst það fyrir lopavettlinga í vöruskiptaverslun við franska skútukarla úti á sjó og þótti nýnæmi á borðum. Kveikjan að boðinu var frumkvæði ungra franskra hjóna í Paimpol, Freder- ique og Eugénie Gaumet sem dval- ið hafa og unnið á Sauðárkróki um tveggja ára skeið við fiskeldi. Fyrir þeirra tilstuðlan og milligöngu franska sendiráðsins buðu for- svarsmenn hátíðarinnar sextán manna hópi til þátttöku í hátíðinni. Var hópurinn sem hlaut nafnið ís- brjótarnir stokkaður saman úr liðs- mönnum úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur og Félagi harm- ónikkuunnnenda. Með tónlist og dans í farteskinu og fjárhagslegan stuðning menntamálaráðuneytisins lagði hann upp í ferð þann fimmt- ánda ágúst til Paimpol, til bæjarins þar sem „pampólabrauðin" voru bökuð forðum. Fyrsti áfangi ferð- arinnar var flug til Parísar og því næst rútuferð til Paimpol. ísbijótamir opna hátiðina Þótt útgerð megi muna sinn fífil fegri í Paimpol, ber andrúmsloftið í bænum sterkan keim af sjó- mennsku og ræktun menningar sem henni tengist. Reisuleg hús út- gerðarmannanna, heiti á götum og veitingahúsum anda af sögu um stórútgerð á íslandsmið. Hátíðin fór fram umhverfis höfnina sem var full af seglumprýddum skútum stórum og smáum. Á hádegi þann sextánda hófst hátíðin með sýningu Isbrjótanna á stóra sviði hátíðar- innar. Var sýningin ofin úr ýmsum þáttum, s.s. söngdönsum, gömlum sjómannalögum og dönsum og svo kynningu þjóðbúninga. Sýningunni var afar vel tekið og þótti mörgum forvitnilegt að sjá og heyra þetta kraftmikla skotthúfulið dansa og flytja tónlist frá landi sínu, landi sem það sannarlega vissi um en var því þó fjarlægt. Að baki áhuga margra sem gáfu sig á tal við hóp- inn var oft saga um afa eða frænda sem veiddi þorsk við Island. Oft gætti þess að minningin var sár því margir þeirra komu ekki aftur frá sinni síðustu veiðiferð til íslands. Yfir tuttugu hópar frá tíu lönduin Þótt veður geti verið válynd á Bretagne-skaganum voru þau með blíðara móti í sumar. Þótti okkur íslendingunum hitastigið nokkuð ríflega skammtað þegar sjómanna- dansar voru stignir í lopapeysum og klofbússum í um þrjátíu stiga hita. Rann þá margur svitadropi um vanga. Eftir slíkan dansrykk rann svalandi eplasíderinn ljúflega um kverkar, drykkur sem svo mik- ið er framleitt af á þessu svæði. Mannlíf, tónlist, matur og guða- veigar fylltu hvem kima og sköp- uðu mikið algleymi umhverfis höfnina þá þrjá daga sem hátíðin stóð. Yfir tuttugu dans- og tónlist- arhópar frá tíu löndum komu fram við hin margbreytilegustu tæki- færi, uppi á sviði, um borð í skútum og á götunum. Auk sýningarinnar sem getið var að framan flutti ís- lenski hópurinn list sína um borð í skútu og á hafnarbakkanum og var sú umgjörð afar raunsönn og skemmtileg. Leitað skjóls á Islendingnum Að kvöldi annars dags hátiðar- innar opnuðust flóðgáttir himinsins yfir Paimpol og úrhellis rigning dundi yfir samkomugesti í einni skyndingu. Leitaði þá hver skjóls þar sem hann var staddur svo fljótt sem vera mátti nema stöku ærsla- belgir sem sulluðu og skvömpuðu í bleytunni. Brást íslenski hópurinn skjótt við og leitaði skjóls stystu leið þar sem opnar dyr var að finna. Það sem næst lá var rótgró- inn veitingastaður sem kenndur er við Islandssjómennina og heitir einfaldlega Islendingurinn (L’Is- landais) og stendur fyrir miðri höfninni. Var húsráðendum þessi hispurslausa innrás Isbrjótanna mikil aufúsa og var öli strax hellt í könnur og brátt upphófst söngur og spil þó þröngt væri setið og staðið. Upplýsti forstandsmaður veitingastaðarins að afi hans hafi bakað brauð fyrir Islandssjómenn- ina er þeir höfðu með sér á miðin í tunnum. Lá þá við að ilmurinn af „pamólabrauðunum" fyllti loftið. Það var kærkomið að hrekjast undan veðri inn á slíkan stað og yljaði þessi stundarvist á Islend- ingnum okkur íslendingunum vel um hjartarætur. Sjómenn stappa stálinu Að hátíðinni lokinni naut hópur- inn þess að fara og skoða hið marg- breytilega náttúrufar í skerjagarð- inum, brimsorfna bleika granít- kletta er víða mynda þverhnípi fram í sjó. Einkar litskrúðugt gróð- ursamfélag blóma og lyngplantna teygir sig fram á bjargbrúnir þar sem safírblátt hafið tekur við. Sú sýn er er mærð í þekktum sjó- mannasöng „La Paimpolaise" eftir Théodor Botrel, kvæði sem ort er fyrir munn Islandssjómannsins er syngur um stúlkuna sína sem bíður í Paimpol. Nú eru breyttir tímar. í stað þorskveiða gera sjómenn nú út á skelfisk í skerjagarðinum s.s. öðuskeljar, krækling og krabba. Er uppgötvast að Islendingar eru á ferð vilja sjómennimir stappa stál- inu í hópinn og hafa í frammi eggj- unarorð um að Islendingar skuli ekki ganga í Evrópubandalagið því ella munu erlendar þjóðir taka frá ykkur lífsbjörgina segja þeir, fisk- inn í sjónum eins og hent hefur Bretóna. Ferðalok í Etables sur Mer Að loknum degi úti í náttúrunni var hópnum boðið af bæjarstjóra Paimpol til móttöku í ráðhúsi bæj- arins. Tíundaði bæjarstjórinn hlý- hug Paimpol-búa til íslands sem ekki síst helgaðist af því að Vigdís Finnbogadóttir fv. forseti hafði oft- ar en einu sinni heiðrað þá með nærveru sinni á umliðnum árum við svipuð tækifæri. Næsta dag var haldið til bæjar í nágrenni Paimpol er heitir Etables sur Mer en þaðan var einnig gert út á íslandsmið fram á þessa öld. Bæjarstjórnin eins og hún lagði sig mætti til mót- töku hópsins og bauð til málsverð- ar með hátíðarbrag. Var síðan efnt til sýningar í samkomuhúsi bæjar- ins sem var þétt skipað bæjarbú- um. Endaði sýningin á kröftugum og hjartahrærandi samsöng sýn- ingarhóps og gesta þar sem hið þekkta og vinsæla lag „Paimpola- stúlkan" var sungið. Eftir sýning- una fór hópurinn ásamt fjölda sýn- ingargesta á strandveitingastað í bænum þar sem drukkið var og sungið og svo stiginn vikivaki á grundinni ofan við fjörukambinn með þátttöku allra uns nótt féll á. Lauk þar með ógleymanlegri heim- sókn Islendinga á slóðir franskra Islandssjómanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.